Alheimurinn er eins hvert sem litið er

Segja má að óhjákvæmilegt sé að finna lífvænlegar plánetur því alheimurinn er einsleitur sama hvert litið er. Dreifing efnis er með svipuðu móti um allt, enda stýrist heimurinn af sömu lögmálunum allsstaðar.

 

Það sem er hinsvegar spurning er hvort aðrir menningarheimar finnist og þá hvort þeir eru líka í miðju alheimsins og hvort guð skapaði þá líka í sinni mynd og auðvitað hvort þeir líti þá út eins og við! Það væri rökrétt!

 

Annars er verulega ósennilegt að við munum finna svo þróað samfélag nokkursstaðar í heiminum ef þau líkjast okkur eitthvað því það er nánast útilokað að samfélag eins og okkar nái að lifa nægilega lengi af til að vera á því stigi að geta leitað að öðrum samfélögum akkúrat um leið og við getum það (eða fyrir akkúrat passlega löngu síðan fyrir merki frá þeim að berast til okkar).

 

Annars er stórkostleg tilhugsun að við gætum mögulega staðið á þröskuldi þess að finna plánetu þar sem líf þrífst. Það er eiginlega ótrúlega kitlandi tilhugsun.


mbl.is Lífvænleg reikistjarna fundin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

20 ljósár virðist skammt frá. Ég er sammála þér að það er stórfengleg tilhugsun að vita að við erum ekki ein, en varla meira en svo. Hvert ljósár er tíu milljarðar kílómetra eða svo . Þetta eru því 200 þúsund, milljón kílómetrar. Með þúsund kílómetra hraða náum við 24.000 km. á dag eða 8.760.000 kílómetra á ári. Segjm 9 milljón kílómetra á ári. Ef við hefðum lagt upp í upphafi tiímatals okkar, þá værum við komin 18 milljarða kílómetra í dag. Þá ættum við enn eftir 172 milljarða kílómetra eftir. Vegalengdir himingeimsins eru hrikalegar og svona kippkorn a þeim mælikvarða er gersamlega óyfirstíganlegt. Við sem eigum svo einhver 75 meðalár í viðveru og síðan ekki söguna meir, getum aðeins látið okkur dreyma.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2010 kl. 01:24

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Takk fyrir innlitið. Ég hef tilhneigingu til að líta út fyrir eigin ævimörk þegar þekking um alheiminn er annars vegar og spái ekki einu sinni í því að komast kunni á samband. Það er ekki eins og við séum að setjast upp í geimfar á morgun og skutlast til Aldebaran :)

Þessi leit snýst auðvitað ekki um það eins og stendur, ég held við séum sammála um það.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.10.2010 kl. 02:17

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Auðvitað skreppum við ekki þangað í kurteisisheimsókn. Það sem er spennandi við þetta eins og ég horfi á málið er það að ef fyrirbærið er í 20 ljósára fjarlægð, þá tekur það 20 ár að koma ljósmerkjum á milli. Svo að á æviskeiði meðalmanns mætti hugsanlega senda skeyti, fá svar, senda annað skeyti og fá svar við því líka.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.10.2010 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband