Þetta er... ógeðslegt

Allir eru komnir með upp í kok af viðbjóði. Hann er á mörkum hins þolanlega, jafnvel kominn langt yfir mörkin. 29.000 íslendinga burtfluttur, eða tæp 10%. Eins og eftir náttúruhamfarir.

 

Hver er ekki þreyttur á barlómi, neikvæðni og reiði út í yfirvöld? Ég þoli þau ekki, en samt er barlómur og reiði óumflýjanlegt. Hvernig er hægt að lesa um svona svik ríkisins við hugsjónir, við eigin stefnu, við þjóðina sem kaus hana til björgunaraðgerð, um þjónkun þeirra við óvininn - Orðlausa yfirfærslu bankanna í hendur vogunarsjóða sem á einhvern óskiljanlegan hátt gerðist í þögn og á bakvið tjöldin - í hinum frægu "reykfylltu bakherbergjum" sem Steingrímur J. talaði svo oft um í eldræðum sínum hér í denn. Þegar hann kemst til valda rambar hann beint inn í þessar ógeðslegu kytrur og svíkur allt sem honum á að vera heilagt. Tekur innmatinn úr þjóðini lifandi svo engin séu meltingarfærin.

 

Ég lýsi því hérmeð yfir að ég hata þessa ríkisstjórn eins og ég hata krabbamein. Eins og ég hata skemmda mjólk og myglað brauð, táfýlusokka og gömul Júróvisjónlög. Ég fyrirlít þessa ríkisstjórn og flokkana sem að henni standa eins og sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn og þær ríkisstjórnir sem spilltu og eyðilögðu þjóðlífið. Ég fyrirlít hana eins og ríkisstjórn Geirs Haarde og fjármálavölvurnar. Ég set Steingrím á bekk með þeim sem vísvitandi valda fólki tjóni og skaða. Hann og Davíð Oddsson eru af sama meiði, fyrirlít þá báða tvo, og fyrirlít það fólk sem tönnlast á því hvað Davíð hafi séð allt fyrir og sett út á, og hvað Steingrími sé vorkunn að taka við þessu. Þetta eru sviiikaaaraaar. Þeir eiga heima í ræsinu með Hannesi Smárasyni, Björgúlfi, Jóni Ásgeir, Pálma Hannessyni, Magnúsi Ármanni og þeirra rassasleikjum sem plantað var í banka- og fjármálastjórastólana eftir hrun af sömu yfirvöldum og gagnrýndu þá fyrir.  Bankafólk í dag er ófyrirleitið, heilaþvegið pakk sem er skííítsama um rétt og rangt. Þeir hugsa um bónusa og að blóðmjólka allt og alla. Að tala við fólk einfaldlega í afgreiðslunni - það þurfa ekki að vera neinir séffar - sýnir hverskonar pakk er þarna. Þeim sem ég hef rætt við í mesta rólyndi og gefið tíma til að segja hug sinn eru allir á einu máli: Fólk á skilið að missa aleiguna. Ævistarf þeirra sem brenna upp í stökkbreyttum lánum Á að brenna því lánþegar tóku lán (til íbúðarhúsnæðis) í græðgi. Ég segi þessu fólki að það má búast við því að brenna í helvíti áður en það deyr.

 

Góðar stundir. Best að fara að gera eitthvað uppbyggilegt.


mbl.is Tóku stöðu gegn heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég held að ég sé bara nokkuð sammála þér.. Það er grátlegt að horfa uppá mann eins og Stengrím Hnoð.. Ég held að áður en hann komst til valda að flestir, jafnt samherjar og pólitískir andstæðingar hfi borið ákveðna virðingu fyrir Steingrími. Hann var beittur í sinni gagnrýni, og 99% sjálfur sér samkvæmur...

Sú vriðing er löngu horfin og margir samherjar eru í þeim hópi sem alla trú hafa misst á Steingrím Joð... Alger kúvending varð á öllu sem VG stóð fyrir og allur sá málflutningur sem hafður hafði verið á lofti síðustu 16 ár gufaður upp.

...

Eiður Ragnarsson, 29.5.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, þetta er bæði sorglegt og ergilegt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.6.2011 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband