Loksins, Ingibjörg - LOKSINS!

Fram að þessu hefur mér þótt, til mikillar gremju að þú hefur mælt á móti kosningum áður en kjörtímabilið er liðið og talað um "umboð þjóðarinnar" sem einkaeign þína og þinna (sem er íhalds(þv)æla). En ÞÓ hef ég á sömu stundu verið að vona að þitt lið hafi verið að reyna að ná nokkuð lygnum sjó fjárhagslega áður en talað hafi verið um kosningar (þótt ég sé ekki sammála endilega um hversu gáfulegt það hafi verið að draga úr fólki trúna og þróttinn með því, en það er önnur saga).

 

Þannig að hrósa skal því sem á það skilið - Gott mál að kjósa til alþingis í vor, kominn tími til að endurnýja umboðið. Kominn tími til að tala um það.

 

Hinsvegar vil ég í sömu andrá minna á það að ef þú snertir þá ráðherra sem mælt hafa fyrir kosningum - Björgvin og Þórunni - í augljósum refsihugleiðingum mun ég gera mitt besta til að tryggja það að VG fái þau atkvæði sem annars féllu til ykkar úr mínum frændgarði!

 

Haltu nú áfram að gera eitthvað af viti í þessum málum og fáðu utanaðkomandi snillinga, nóg virðist vera af þeim fyrir Silfur Egils vikulega - og vinn þú svo með forsetanum í að móta Nýtt Ísland, þar sem hreinskiptni, heiðarleiki og heilbrigt siðferði í viðskiptum og stjórnmálum ræður för. Þá verður þín etv. minnst sem eins merkilegasta stjórnmálamanns fyrr og síðar.


mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"minnst sem eins hrokafylsta stjórnmálamanns fyrr og síðar"

 bara leiðrétta síðustu setninguna þína

 Páll Sigmundsson

Pall Sigmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:37

2 identicon

Ég held að þú getir strax byrjað að færa akvæðinn yfir til VG. Hún væri löngu búinn að gera eitthvað ef vit væri í henni.

Þvert á móti tók hún við Icesave reikningum án mikillar andstöðu. Ríkistjórninn lét Kúga sig og fyrir það munu við borga.

Það kýst enginn maður með viti þessa flokka aftur. það eru einfaldlega ekki nægjanleg rök fyrir hendi til að gera það.

Enginn rök öllu heldur.

Már (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:44

3 Smámynd:

Já ISG er að taka við sér. Nú snýst hún á sveif með stjórnarandstöðunni og vill kosningar um allan heila pakkann. Þessi kona hefur þó svikist undan merkjum fulloft til að hafa mitt umboð til stjórnarsetu. Hún sprengdi kvennalistann í von um ráðherrastól, stakk af úr borgarstjórastóli til að reyna við forsætisráðherraembættið, sveikst undan merkjum og lagðist með sjálfstæðisflokknum í sömu von og það er sjálfsagt trikkið núna með fagurgalanum að reyna enn og aftur við forsætisráðherraembættið. Þótt ekki sé hún fagurt skinn er samt flagð þar undir.

Já og takk fyrir tilboð um bloggvináttu

, 2.1.2009 kl. 22:29

4 Smámynd:

Hey, þetta gæti verið fyrripartur í vísu:

Þótt ekki sé hún fagurt skinn

er samt flagð þar undir.....

Og botna svo!!!

, 2.1.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Í fyrsta lagi - Fyrriparturinn hjá þér er alveg út og suður, stuðlarnir, höfuðstafirnir og atkvæðin eru algerlega í klessu. Segjum að ef maður haldi í rímorðin þín sem ég held að þú sért fyrst og fremst að leita eftir að ég botni, sennilega vegna þess að þau kalla á mjög grófa botna, þá færi betur held ég á þessum fyrriparti:

"Þér finnst hún ekki fagurt skinn

flagð þar reynist undir."

Ég læt öðrum það eftir að ríma með "..inn/...brundir." og hef þetta á aðeins öðru plani:

"Al-Ríkis-Geir fær roða í kinn

- rómantískir fundir!"

Í öðru lagi

Páll: Já, henni mun seint fyrirgefast hrokinn á fundinum í Háskólabíói. Hann bliknar bara svo ofboðslega í samanburði við skítapakkið í Sjálfstæðisflokknum, sem búið er að halda kverkataki á fjármálum þjóðarinnar, að hrokinn í ISG verður óttalega hjáróma. Þó er það svo að það þarf innanbúðarmann í ríkisstjórn til að slíta samstarfinu fyrst þjóðin hefur ekki dug í sér til að þvinga þetta siðlausa pakk frá völdum. Það er reyndar ekki alveg bitið úr nálinni með það ennþá. Ég sé ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir mér gera annað en að semja við nokkra einstaklinga sem standa utanvið stöðuna taka á sig skellinn eins og Kristján Ara að dekka fyrir kellinguna sína (sem ekki er síður hrokafull). Imba er merkileg fyrir mjög margt, eins og kvenréttindabaráttu, setu í borgarstjórn o.s.fr.v. En nú er gott færi fyrir hana bæði að klúðra þessu fyrir sér eða komast svona þokkalega frá þessu. Ekki stóð hún fyrir ruglinu í Framsókn og Sjálfstæðismönnum undanfarin 16 ár, ekki gleyma því. Þar var alger skammlaus einleikur í gangi.

Már: Etv. er þetta bara rétt hjá þér. Undir ákveðnu sjónarhorni er þetta "smoke and mirrors" strategía hjá ISG. Það skal þó athugast að kosningar eru það sem þorri þjóðarinnar er búinn að vera að sækjast eftir undanfarna mánuði. Það þarf að meta það (þótt nóg sé af drullu á móti). Það er heldur ekki gott til eftirspurnar að hlaupast SAMSTUNDIS undan ábyrgð með því að gefa ríkisstjórnina upp á bátinn um LEIÐ og erfiðleikar dynja yfir, og þótt þeir séu í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Enn og aftur: Ekki missa sjónar af hinum raunverulegu sökudólgum og vanhæfnisaulum (að ónefndum hvítflibbaglæpamönnunum sem eru efni í aðra blogga).

Dagný: Svona nú, ýmislegt má nú segja um framkomu ISG undanfarið, en þetta eru verulega illa valin skot hjá þér. Lestu athugasemdina yfir hjá þér. Þú ert í raun að setja út á það að kvenmaður dirfist að reyna að sækjast eftir metorðum í samfélaginu og komast í æðstu valdastöðu fyrst kvenna. Henni, ekki frekar en öðru kvenfólki (eða fólki yfirleitt) er ekki rétt forystan, heldur sækir það hana hart. ISG var sterkt afl í kvenréttindabaráttunni, var framúrskarandi borgarstjóri og hefur sótt fjölmörg mál sem hún lofaði í kosningabaráttunni eins og t.d. að taka stöðu gegn slátrun gyðinga á Palestínumönnum og stríðinu í Írak, sem eru ljótir blettir á siðferði Íslendinga (og reyndar held ég að þessi blinda hjá almenningi hafi gegnt stærra hlutverki en margur hyggur í því ástandi sem við erum í núna, því þegar fólk byrjar á annað borð að loka augunum fyrir ranglæti, þá missir fólk oft sjónina algerlega áður en langt um líður).Þetta er ekki í fyrsta né síðasta skipti sem ég horfi á konu hneykslast yfir slettirekuskap annarra kvenna að vera að blanda sér í karlamál.Og eins og ég segi, þá er frekar aumt að gera það í hreinum pólitískum tilgangi.

Ekki misskilja mig þó þannig að Imba sé hetjan mín - Því fer fjarri. Hinsvegar þarf að meta góða viðleitni og refsa fyrir slæma, bæði á góðum tímum sem og slæmum.

PS. Ég biðst fyrirfram afsökunar á mögulegri ófyrirgefanlegri móðgun og mannorðsmorði, en "Dagný Zoega"... er það ekki sjálfstæðis-eitthvað?

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 60278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband