Samfella samvisku og hagsýni

Það kemur sér vel fyrir Samfylkinguna að Björgvin segi af sér. Hann býr í haginn fyrir sína eigin pólitísku framtíð með þessu. Hefði verið margfalt sterkari aðgerð fyrir 6 til 7 dögum áður en endanlega upp úr sauð í kjölfar þess sem kom upp úr kafinu með Kaupþing og hina svokölluðu "fjármögnun" þeirra frá furstanum eins og úr 1001 nótt og innherjalánastarfsemi upp á tugmilljarða þegar almenningur hafði ekki getað fengið lán fyrir einföldum og sjálfsögðum hlutum í heilt ár.

Auðvitað hefði verið sterkara pólitískt séð fyrir Björgvin að segja af sér fyrir það.

Eftir allt hans klúður, þarf maður að spyrja sig hver vel Björgvin var upplýstur um stöðu mála. Mér finnst hans ferill lykta af blóraböggulshlutverkinu. Munum að Björgvin er sá eini á alþingi situr sem tók t.d. sín lán í erlendri mynt en það fólk er að fara LANGverst út úr málum. Á einhvern undraverðan hátt, þá var virtust ALLIR á þingi hafa nasaþef af því hvert stefndi án þess að segja nokkurn skapaðan hlut við almenna borgara en: "Hér ríkir botnlaust góðæri. Bölspár eru lygar og áróður erlendra manna sem vilja okkur illt. Brjálaðra auðmanna sem vilja knésetja okkur."

Staðreyndin varð hinsvegar sú að verið var að standa vörð um innlenda auðmenn sem knésettu okkur. Og hvar stóð Björgvin í því? Hann tók sér og fjölskyldu sinni lán af versta mögulega tagi og lenti jafn illa út úr þessu og sá hluti þjóðarinnar sem nú er verst staddur.

Ég veit reyndar ekki um hagi Björgvins nákvæmlega, etv. er hann kvótaerfingi með silfurskeið í munni og er sk*tsama þótt hann borgi margfalt upphaflegt verð fyrir íbúðina. Kannski ekki. Horfa þarf þó í það að Björgvin hefur ætíð sagst ætla sér að taka ábyrgð á þessu klúðri, HANN TEKUR ÁBYRGÐ eftir að hafa reynt að veita hruninu viðspyrnu OG REKUR FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Í LEIÐINNI.

Fólk sem er að blogga um þetta og hatast sem mest við Björgvin þyrfti nú aðeins að slaka á og sjá að hann er að taka pólitíska ábyrgð og láta undan kröfum almennings um að skipta um í brúnni. Hann er farinn, FME er farið...

 

Nú eru eftir Seðlabankinn, ríkisstjórnin, flokkarnir (sumir öðrum fremur) - köllum þessa þrennu skipuleggjendur Auðræðisins - eigendur og fjárglæframenn bankanna sem eiga eftir að bíta úr nálinni með sína spillingu. ÞETTA SKAL ALLT ÚT.

 

Að síðustu er það svo ENDURFÆÐINGIN sjálf sem er eftir, og trompar allt framangreind formsatriði, en það er endurritun stjórnarskrárinnar, nútímavæðing valdakerfisins, hönnun sjálfsleiðréttingar kerfisins og sanngjarnt og einlægt uppgjör við fortíðina sem VIÐ ÖLL vorum virkir þáttakendur í - Lýðskrums, siðblindu og sinnuleysis gagnvart henni, verðmætamats og sjálfsblekkingar. Sú tíð er liðin að ég og aðrir borgarar friðþægjumst við að bölsótast út í spillingu og siðblindu sem við horfum breiðast út um samfélagið - Deila um það og og hneykslast, rífast á kaffistöðum, skipum, fólksflutningabifreiðum og flugvélum hvort sem mælt er gegn gjaldi eður ei, eins og þar stendur.

 

RÍFA ÞARF UPP MEÐ RÓTUM! HÉR VERÐUR EKKI LÁTIÐ STAÐAR NUMIÐ FYRR EN BYLTINGUNNI ER LOKIÐ AÐ FULLU!


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf áhætta að taka lán í annarri mynt en þeirri sem fólk hefur tekjur í. Þetta var ekkert leyndarmál sem var falið almenningi, eins og þú gefur í skyn. Margir vöruðu við þessu, m.a. starfsmenn Íbúðalánasjóðs sem skrifuðu greinar í blöð.

Ef fólk kaus að hundsa þær aðvaranir og hlusta þess í stað á söluræður bankanna, þá var það á þeirra eigin ábyrgð. Sú staðreynd að Björgvin tók svona lán, ásamt ferli hans sem bankamálaráðherra, vekur upp alvarlegar spurningar um dómgreind hans.

Björgvin er enginn blóraböggull. Hann tók að sér verkefni sem hann réð ekki við.

Adda (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband