Hamfaraprófessorinn

Horfumst í augu við það. Tryggvi ráðlagði Geir um árabil hvernig koma átti landinu á hausinn. Maður þarf að spyrja sig hvort hann er eins og angi af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, forhertur hugmyndafræðingur sem neitar að horfast í augu við skipbrot sinnar hugmyndafræði.

Kreppuklám... ó, svo það er bara allt í himnalagi? Eða er þetta "Ekki benda á mig" áróður frá manni sem ber svo þunga ábyrgð að hann rís ekki undir henni.

Maðurinn sem ég hlustaði á í Kastljósinu, Tryggvinn sem var þar, er ósennilegastur af öllum til að biðjast afsökunar á einu eða neinu. Sagði reyndar af sér þegar Glitnir var tekinn yfir, en þá var hann löngu búinn að gefa þau ráð sem komu okkur í þá stöðu sem olli því að Glitnir var tekinn yfir.

Prófessor í Hamfarahönnun? Prófessor í að koma okkur á hausinn? Eða er þetta prófessor sem getur horfst í augu við það sem hann tók þátt í að helvítis fokking fokka upp og þannig taka þátt í því að bæta stöðuna? Mikið væri það nú ferskur blær að sjá þungavigtarmann úr röðum hægri manna segja; "Lítum í eigin barm..." og svo líta í eigin barm.

Eða ætli sjálfstæðismenn myndu útskúfa honum fyrir vikið? Ég held reyndar að þarna gæti verið vísirinn að endurnýjun Sjallans. Tryggva til formanns í stað Bjarna Ben atvinnupólitíkur! Hvernig væri það.

Þetta eru nú meiri draumórarnir, eins og Tryggvi sé fær um að sjá hlutina frá sjónarhorni almennings...


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr ég er sammála þér

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 60310

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband