Glatað fyrir listamenn

Segi hver það sem hann vill um hvert tónlistin stefnir, mér finnst algerlega glatað að tónlistarmenn sem búa yfir þeim hæfileikum sem Bubbi býr yfir (ok, bjó yfir, myndu sumir segja - læt það liggja milli hluta - hann er alltaf leitandi) fái ekki tekjur af sinni list vegna niðurhals.

 

CD er kannski úrelt form, en aftur á móti þá er rafræn sala og dreifing líka bömmer - Hluti verksins eru umbúðir, textar, listaverk í sjálfu sér. Hvernig væri t.d. Sgt. Pepper í niðurhali eða Led Zeppelin IV ? Það MUNDI vanta eitthvað er það ekki?

 

Einn bloggari við þessa frétt sagði að ungt fólk myndi aldrei kaupa gömlu verkin - Þvílík og önnur eins della.Ég á 5 og 9 ára syni sem syngja Fjöllin Hafa Vakað upp úr næturvaktinni á hverjum degi. Ég mundi telja það miður ef þeir gætu ekki fengið plöturnar þegar þeir yrðu eldri vegna þess að það svarar ekki kostnaði að prenta þær.


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það verður að finna ásættanlega lausn á þessum höfundarréttarmálum. Hvað mig varðar þá eru sumir CD diskar sem ég get alveg hugsað mér að eiga en svo eru aðrir þar sem e.t.v. eru bara tvö lög sem mig langar að hafa í spilun. Þá langar mig vitaskuld ekki að kaupa og spila heilan CD til að heyra þessi tvö lög. Og þá finnst mér gott að geta stolið þeim af netinu. Þetta er bara svipað og þegar ég var unglingur og tók upp uppáhaldslögin á spólu beint úr útvarpinu, nema hvað þetta er mikið fljótlegra og mun betri tóngæði. Ég væri alveg til í að borga 1/10 CD-disksverðs fyrir hvert lag sem ég hala niður ef boðið væri upp á það. Nú þarf bara að finna upp tækni sem gerir það kleift. Best væri að STEFgjaldið yrði tekið beint með símreikningnum. Koma svo þið tölvugúrúar - finna þetta upp

, 18.3.2009 kl. 10:49

2 identicon

við skulum vona að tími geisladisksins fari að líða undir lok og vínillinn sé á leið inn aftur.

þá fyrst verður gaman að skoða umslög og lesa textablöð á nærhaldi aftur.

geisladiskar eru drasl. 

þeir hefðu átt að vera í hulstri eins og mínídiskarnir litlu,

- þá myndu þeir endast lengur en í mánuð. 

framtíðin er í upptökum á netinu og vínyl.

ilmandi vinyl .. með snarki. og risastóru umslagi. mmm

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:41

3 identicon

Það er ekki mjög erfitt að koma með mjög góð rök fyrir því að ég sé ekki að ræna neinu, eftir allt saman borga allir gjöld til listamanna fyrir að kaupa hverslags geymslurými hvort sem það er notað fyrir fjölskyldumyndir, eigin tónlist eða höfundsvarið efni. Við skulum fyrst afnema þessi gjöld áður en STEF vogar sér að kalla aðra þjófa.

Annars þá kemur þetta einungis niður á lélegri tónlist og þeim sem hagnast helst á að halda í sama gamla buisness módelið, þ.e.a.s. lélegum tónlistarmönnum og blóðsugum s.s. STEF/Smáís sem myndu verða óþörf(eða fá mun minni skerf) við  meiri notkun internetsins til að selja tónlist. Það stoppar fólk ekki af möguleikinn á að downloada tónlist, það hvetur frekar fólk til að kynnast fleiri og fjölbreyttari tónlist.

Bubbi ætti kannski að líta á hve vel Napster-málið fór með Metallica og hvað þeir segja núna um download á tónlist. Persónulega segir það mér allt um listamanninn hvort hann tekur hlið besta vinar síns, STEF eða aðdáendanna sinna.

Gunnar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Björn Þór Jóhannsson

Dagný. Ég held að tónlist.is bjóði upp á það að kaupa eitt lag og einnig amazon.com í einhverjum tilvikum.

Björn Þór Jóhannsson, 18.3.2009 kl. 19:48

5 identicon

Bubbi byggir.

Bubbi fallinn.

Bubbi hættur.

hrmpf

Hc (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 60302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband