Nýtum sjö ára gálgafrest til að ganga réttarleiðina og losa okkur við þetta!

Samninganefndin sem Svavar Gestsson fór fyrir hefur unnið okkur gálgafrest sem þarf að nota til að ganga réttarleiðina og véfengja þessar bölvuðu Icesave ábyrgðir. Ekki einn einasti borgari gerði sér grein fyrir því að hann væri í ábyrgð fyrir 600.000 bretum sem gætu stolið þessum auðæfum af okkur með því að beita hryðjuverkalögunum. ÞAÐ er þjófnaðurinn!

 

Svavar og co. hafa að mínu mati skilað sínu - Aðal málið er að greiða ekki þessa þjóðglæpaskuld, um það held ég að flestir séu sammála - Nú borgum við ekkert í SJÖ ár og á þeim tíma ÞARF AÐ SÆKJA MÁLIÐ FYRIR EVRÓPUDÓMSTÓLUM.

 

Einhliða rugl skilar engu. Tökum nú öll saman höndum og látum þetta verða að veruleika. Þá borgum við ekki krónu (eða allavega eitthvað færri krónur) sjö árum síðar.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.

Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú virðist lifa í draumaheimi Rúnar, eða leikjaheimi. Ef við samþykkjum þessa skilmála núna, munum við ekki komast undan þeim eftir 7 ár. Að auki eru 5,5% vextir fáránlega háir, þegar stýrivextir um allan heim eru nærri núlli !

Það er núna sem við verðum að véfengja réttmæti þessara afarkosta. Það er núna sem fara verður með Icesave fyrir dómstóla og átti raunar að gera strax, ásamt hryðjuverkalögunum hans Gordons Bulldog Brown.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.6.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir sem eiga að borga eru höfundar IceSafe, Björgólfur og skósveinar hans í Landsbankanum.

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 16:36

4 identicon

Sæll Rúnar. Málið er að við"greiðendur,saklausir skuldarar"vitum ekki einu sinni im hvaðer samið.

Ég get lofað ykkur einni skýringu.

Gordon Brown er nú ekki vitlausari en það að honum hefði aldrei dottið til hugar að greiða skuldir EINKABANKA.

Gæti nú ekki einhver kannað það hvort Bretar hafi borrgað skuldir Einkabanka sem hafa rúllað yfir.  Það hefur enginn komið með það upp á borðið !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:54

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Takk fyrir fyrirlitningar- og hrokatóninn Loftur. Ég hefði frekar búist við svona færslu frá einhverjum yngri og óstýrilátari en þér gamli skarfur... t.d. sjálfum mér!

Annars er það alveg klárt mál að ef dómsleiðin er farin og þessum skuldum komið þangað sem þær eiga heima (þ.e. ekki á herðar þjóðarinnar), þá skiptir engu máli þótt samið hafi verið um þetta - Þetta er bara gálgafrestur sem kemur ekki í veg fyrir neitt.

Hinsvegar, ef einhver er svo vitlaus að halda að þjóðin geti bara þagað og sagt: "Við borgum ekki!" má hann ganga á haf út fyrir mér. Það þarf að VINNA SIG ÚT ÚR ÞESSU Á MÁLEFNALEGUM GRUNDVELLI!

Og SÁ GRUNDVÖLLUR er að þjóðin ber EKKI ábyrgð á þessu og alþjóðasamfélagið þarf að sannfærast um það UM DÓMSTÓLALEIÐINA. Við höfum einfaldlega ekki bolmagn til þess að gera það sem Bandaríkjamenn mundu gera sem er að segjast ekki munu borga. Til þess eigum við t.d. hvorki her, kjarnorkuvopnabúr eða pólitísk ítök meðal leppþjóða um heim allan til að bakka okkur upp. Við verðum, líkt og áður, að reiða okkur algerlega á að lagaumhverfið sé réttlátt og nota það.

Annars get ég sagt ykkur nákvæmlega hvaða bragð ég mundi nota ef ég væri að hanna leik í kringum þetta. Það er að fjarlægja vandamálið, sem er...

...að við

...erum

...Íslendingar

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.6.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 60301

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband