Mesti svikari síðari tíma?

Það hefur fáum Íslendingum orðið jafn ágengt við að grafa undan þjóðinni og Davíð Oddssyni. Hann verður settur á bekk með mestu svikurum við þjóðina síðan á Sturlungaöld. Og hversvegna?

 

Vegna þess að hann hampar ósannsögli, blekkingum, níðingshætti, hroka, fyrirlitningu, óumburðarlyndi, fyrirhyggjuleysi, græðgi, óréttsýni og spillingu eins og þeir væru kostir. Hann er ekki einn á báti, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór Ásgrímsson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Árni Mathisen og fleiri leppar nýfrjálshyggjunnar standa með honum í bátnum. Það er eitt að keyra þjóðina í gjaldþrot, sem er reyndar það sem hann hefur gert með aðstoð áðurnefndra, en það er annað að búa til þær aðstæður sem leyfa þær með því að vera fyrirmynd þessarra galla.

 

T.d. ef siðlaus maður er í sviðsljósinu  og er studdur áfram til starfa af "sínu flokksfólki" (sem mun missa vinnuna ef það mótmælir) er siðlaus, þá mun hann það útbreiða siðleysi. Fræg er samlíkingin á því þegar Davíð Oddsson var hafður að spotti í Spaugstofunni fyrir að vera agndofa yfir því hvernig Frankensteininn hans lét ekki að stjórn. Auðvitað er langt síðan sá hluti af Davíð sem einhverntíman var dygðugur sá í hverskonar skrímsli hann hafði breyst. Þá brást honum hinsvegar bogalistin og í stað þess að breyta sjálfum sér er hann sokkinn í afneitun.

 

Davíð hætti aldrei í stjórnmálum. Hann losaði sig bara við ábyrgðina sem fylgir því að vera kosinn og lét eftirreiðarpiltana, sem er kosnir trekk í trekk af þrælum sjálfstæðisflokksins, tilnefna sig í eina af fjölmörgum bónus-stöðum sem til eru fyrir afdankaða stjórnmálaplebba.

 

Fyrst Davíð sér ekki að sér, snýr við blaðinu og kemur  hreint fram, þá munum við sem eftir erum sjá um að komandi kynslóðir viti hversu spilltur hann varð. Hann er dæmi um fólk eins og það hefur gerst verst á þessu landi frá upphafi vega. Hann ber ásamt nokkrum öðrum ábyrgð á eymd komandi áratuga og gjaldþroti heillar kynslóðar.

 

Davíð - Ég lofa því hér með að gera mitt til að það muni aldrei gleymast sem þú og föruneyti þitt hefur gert okkur. Aldrei.


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurðsson

Ertu ekki í lagi! Þú hefðir átt að horfa á þáttinn um Jón Ásgeir og hina útrásarvíkingana á NRK. Losaðu þig undan Davíðsheilkennunum og sjáðu heildarmyndina, mátt leikjahönnuða hrunsins.

Jón Sigurðsson, 4.12.2008 kl. 23:04

2 identicon

JÓN, ég held að Rúnar Þór sé alveg í lagi og þessi lýsing hans á DO er bara frekar sanngjörn.  Þátturinn í NRK skiptir engu máli hér, enda þekktur fyrir mjög einhliða úttektir og án þess að vanda meðul sín, þetta segja þeir sem búa í Noregi, enda augljóst á þessum smástrák sem gerði þennan þátt að hann hafði engan áhuga á að reyna að skoða málin frá fleiri hliðum, heldur var bara að leika sér á Íslandi og í Florida.  Það eina sem íbúi í Noregi sem ég þekki spurði um, var............af hverju er þessi seðlabankastjóri ekki búinn að segja af sér fyrst hann hefur greinilega brugðist hlutverki sínu.

Jónína (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Færslan fór fram hjá mér í þó nokkurn tíma Jón - Hvað kemur það þessu við að horfa eða ekki horfa á þáttinn um Jón Ásgeir? Þvílík þröngsýni! Ég er EKKI að bera í bætifláka fyrir hann eða hina glæpamennina sem ætti að hengja í hæstu rá. Þetta snýst ekki um sjálfstæðisbullurnar EÐA útrásarpakkið - Þetta er allt sami skíturinn. Þú heldur þó ekki að ég sé að hreinþvo JÁ með því að flengja DO eða öfugt?

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, og sér í lagi Davíð Oddsson og skósveinar hans (ég nefni suma þeirra hér að ofan) eru höfundar þessa ástands. Það eru mun fleiri leikendur, en það fer ekki á milli mála hverjir stóðu að baki þeirri hugmyndafræði sem nú er að gera út af við þjóðina og valda fólksflótta. Það er gaman að þú skulir nefna leikjahönnuði hrunsins, því ég er einmitt leikjahönnuður hjá CCP eins og þú hefur eflaust séð og veist að ég hef unnið að EVE: Online og aðra fjölnotendaleiki í nokkur ár. Ég skal halda aðeins áfram með samlíkinguna þína: Það var ríkisstjórn síðustu 17 ára SEM SETTI REGLURNAR, ekki þeir sem spila. Þeir sem spila og misnota reglurnar eru svokallaðir Xploiterar - en þeir haga sér ekki í samræmi við anda leiksins og raka að sér auð á kostnað annarra. Þeir sem eru hönnuðirnir þurfa að horfast í augu við mistökin og LAGA þau. Strax! Og BANNA Xploiterana. Það gerðu þeir hinsvegar ekki, heldur leyfðu svindlurunum að halda áfram að svindla og hömpuðu þeim eins og undrabörnunum sínum.

Þeir sem sátu (og sitja nú) í ríkisstjórn eru algerlega duglaus. Ég hata þau, hata það sem þau standa fyrir og hata það kerfi sem hampar þeim og heldur þeim við völd. Það er ekki lýðræði, heldur spillingarræði. Íslendingar eru reyndar svo miklir aular að trúa þessu liði í nokkra mánuði á fjögurra ára fresti að þeir eiga kannski ekki annað skilið. Hversu margir eru á mótmælafundum á Austurvelli núna? 800 manns? Og við höfum samþykkt að yfirtaka erlendar skuldir sem við þurftum ekki að gera fyrir þúsundir milljarða? Og tekið lán frá IMF? Hvað er það annað en glæpur að samþykkja að erlendur aðili prenti ofan í þig 300 milljarða úr lausu lofti og þú heitir því að þjóðin sem þú skuldsettir borgi það svo til baka með vöxtum.

Æ, afsakið - Það er það sem Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og SPRON mega gera samkvæmt reglum um bindiskyldu - Þeir mega búa til peninga úr engu og innheimta þá svo aftur með vöxtum og verðbótum... Hverjir standa fyrir þessu kerfi? Hverjir setja þessar reglur? Ekki Jón Ásgeir (hann misnotar þær), ekki Tryggvi Magnússon (hann misnotar þær)... Þetta fjármálakerfi er risavaxið Ponzi-svindl sem þeir sem setja lögin og reglurnar standa fyrir, eða ákveða að apa upp eftir öðrum fyrir hönd þjóðarinnar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.12.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband