L-listinn með stjórnarmyndunarumboð!

Efni næstu ríkisstjórnar verður umbylting kerfisins á Íslandi. Annað er tilfallandi og tímabundið í raun. Þetta er í raun ávarp til L-listans og forseta íslands um að leggja stjórnarmyndunarumboðið í hendur þessa flokks fái þeir eitthvert fylgi (þótt lítið sé) svo lengi sem þeir einbeiti sér að því einu sem flokkurinn er stofnaður til.

L-listi: Ekki eyða orkunni í að keppa við hina flokkana í þeirra þrætulist, þeir rugla bara fólk í ríminu og verða með hræðsluáróður (fjórflokkagrýlan). Það sem við þurfum að eyða næstu 2 árum í er að BREYTA KERFINU og það þótt það taki 50% af starfskröftum okkar. Það þarf að setja þjóðina í efna- og geislameðferð. Ykkar stefnumál VERÐUR að vera stjórnlagaþing, kosningalagabreyting og endurnýjun lýðveldisins og ekkert annað. Þessvegna að láta þá flokka sem þið myndið stjórn með alfarið um þessi hefðbundnu ráðherraembætti á meðan þið vinnið í að leggja þau niður í núverandi mynd.

EKKI MISSA SJÓNAR AF MARKMIÐINU L-LISTAMENN. Verði þetta ofaná kýs ég ykkur. Ef þið farið í þvarg um dagleg mál sem samstjórnarflokkar ykkar ættu að sjá um einfaldlega þá get ég alveg eins kosið eitthvað annað. Þið þurfið að standa fyrir utan drullukastið.
mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

L-flokkurinn mun tæplega ná nokkru flugi.  Þjóðin þarf á breytingum að halda, meðal annars með evrópusambandviðræðum sem L-flokkurinn er á móti.

Nú þarf ríkisstjórn sem þorir og getur. Inni í þeirri ríkisstjórn mega ekki vera sundraðir sjálfstæðismenn né íhaldssamir framsóknarmenn.

Kjósandi, 4.3.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er kannski óskhyggja hjá mér, en það er óþolandi til þess að hugsa að fólk sem tapar völdum á því að breyta kerfinu (núverandi stjórnmálaflokkar) eru þeir sem innbyggt er í stjórnarskrána að leiða þurfi þær breytingar.

Það er alveg gersamlega fáránlegt og óþolandi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mér er svosem sama hver gerir þetta að sínu stefnumáli - Borgarahreyfingin?

Málið er að kippa í taumana.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hugmyndir L listans eru nákvæmlega þær sömu og hugmyndir Framsóknarmanna sem samþykktar voru á síðasta landsþingi.

Það er eiginlega engin munur.  Og svo má líka benda á það að eftir næstu kosningar verður engin flokkur jafnmikið endurnýjaður og Framsókn, það er alveg á hreinu.  Hinir munu lítið sem ekkert endurnýjast, og því mun lítið nýtt koma frá þeim....

ég hvet þig Rúnar að heimsækja heimasíður Framsóknar og skoða samþykktir síðasta landsþnings..

Eiður Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 23:48

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég hef gert það fyrir löngu Eiður og eins og ég bloggaði einhversstaðar um þá líst mér feykilega vel á það. Hinsvegar benti ég á við sama tækifæri að þrátt fyrir fagurgalann nú verður það löng þrautaganga fyrir Framsókn að þvo af sér slyðruorðið eftir sína 12 ára óstjórn með sjálfstæðisflokkinum. Fyrir síðasta landsþing hataði ég hreinlega Framsóknarflokkinn og fannst hann lúalegri og svikulli en sjallinn sjálfur. Hinsvegar hefur hallarbyltingin fært mig mun nær því að taka hann í sátt - Hann á aðeins eftir að standa fyrir málsóknum á hendur Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni og fleirum sem notuðu opinberar stöður sínar til að stela milljarðatugum frá þjóðinni og setja í eigin vasa og sinna fjölskyldna. Flokkurinn þarf "Nótt hinna Löngu Hnífa" og ganga á milli bols og höfuðs á Gestapo deildinni sinni.

Annars er tengdapabbi einn þeirra sem stóðu á bakvið hallarbyltinguna þar í flokki þegar Sigmundur, einn flottasti stjórnmálamaðurinn í dag, var kosinn og ég er að fá karlinn í heimsókn á morgun. Ég mun óska honum til hamingju með að hafa komið flokknum á rétta braut, því uppgjör við fortíðina er óumflýjanlegt eigi flokkurinn að þvo samvisku sína. Það er ekki nóg að skipta um fólk í brúnni - Það þarf að endurheimta ránsfenginn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.3.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þú þarft að átta þig á því að samþykktirnar á síðasta landsþingi eru líka gamlar og teknar annarsstaðar að. Frammararnir höfðu 12 ár til að koma með þetta og það á meðan þeir voru í aðstöðu til að vinna þeim brautargengi. Það sem skiptir máli er hvað maður gerir þegar maður getur það. Ekki hvað maður segist mundi gera ef maður gæti eitthvað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.3.2009 kl. 15:50

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Sumt af því sem sett var fram núna er í það minnsta 8 ára gamalt og var sett fram af ungliðum Framsóknar í den tíð.

En núna ættum við að geta staðið okkur betur í því að koma þessu hlutum í verk, þar sem jú sumir af þeim sem þá báru fram hugmynirnar eru kominr ofar í goggunarröðina, og ættu ekki að leggja til hliðar sínar eigin hugsjónir þó að þær séu ekki alveg glænýjar.

En ég lít þannig á það að það sé í mínum verkahring sem og annarra sem stóðu í þessari hallarbyltingu að halda næstu þingmönnum við efnið og sjá til þess að þeir séu sjálfum sér samkvæmir og geri eins og þeir hafa lofað.

Því að flokkur sama hvaða nafni hann heitir er jú ekkert annað en fólkið sem í honum er og því er það undir okkurkomið að framfylgja þeim markmiðum sem landsþingið ákvað, annað er einfaldlega brot á lögum flokksins.

Ég held að núna séu einmitt ekki síður hugsjónamenn inna Framsóknar, og við sjáum það best á þeirr kúvendingu sem orðið hefur á formanni VG eftir að hann varð ráðherra, það stendur nú ekki mikið eftir af þeim stóru orðum sem Steingrímur hefur látið falla undanfarin ár.

En því miður virðumst við eiga efitt með að reka af okkurslyðruorðið og það er á brattan að sækja, en ég held að þetta komi nú í rólegheitum, ef við stöndum við stóru orðin....

Eiður Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband