Þar fór eitt helsta vopn sjálfstæðismanna úr umferð!

Fyrirlitning sjálfstæðismanna (kvenfyrirlitning sem og aðrar tegundir) hafa ætíð kjarnast í niðrandi umræðu um Kolbrúnu. Hún hefur ýmissa hluta vegna legið vel við höggi, oft sagt eitthvað sem verður þeim að vopni og svo framvegis. Þetta er afleitt fyrir sjallann.

 

Óskaplega held ég að þeir séu súrir yfir þessu núna. Það er ekkert varið í að hallmæla kvenmanni í bakvarðasveit VG, pukrast með að gera grín að henni á mannamótum og nota í samtölum eins og mótrök við öllu. Það virkar bara ekki. Hvaða persónu skyldu íhaldsfyrirlitningin snúa sér að næst? Katrín Jakobs er einhvernveginn allt öðruvísi manneskja, hefur ekki þetta rauðsokku-look heldur miklu fremur gáfulega-lookið. Svanhvít er allt of sterk til að það gangi, og sjallarnir eru skíthræddir við hana. Spurning hvort sjallinn snúi sér ekki að... bíðum nú við, þetta segir sig ekki alveg sjálft. Mér dettur helst í hug fyrir hönd sjálfstæðismanna að snúa sé rað körlunum bara og reyna að skerpa á því hvað Steingrímur er t.d. mikill "efnahagskjáni" eða "afturhaldskommatittur"... þetta eru etv. ekki nógu góð slagorð, annað of dónalegt og hitt of gamalt. Kannski að snúa sér frekar að Ögmundi og tönnlast á því að hann sé ekki að hugsa um hag sjúklinga og sjúkrahúsa heldur að hnýta í fv. heilbrigðisráðherrann, Guðlaug af persónulegum ástæðum?

 

Ég er ómögulegur í svona útbíunarskipulagningu gegn VG: Hvernig væri að koma með nokkrar hugmyndir fyrir sjallana hvaða einstakling þeir ættu að einbeita sér að því að ráðast á og hvaða veikleika þeirra væri auðveldast að selja fólki til að viðhalda fyrirlitningunni?

 

PS. Ein hugmynd - Sjallarnir gætu haldið áfram að tala um Kolbrúnu eins og hún væri á þingi. Þegar öllu er á botninn hvolft hætti Davíð Oddsson ekki í pólitík þegar hann hætti í ríkisstjórn. Því mætti ekki beita því á hinn bóginn.


mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er hundfúll út í Vinstri græna í Reykjavík. Það hefði verið lágmarksþakklæti fyrir alla einurð hennar í Helguvíkurbullinu að kjósa hana í efsta sætið.

Ég er reyndar meira en hundfúll- ég er bálvondur!

Árni Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 12:45

2 identicon

Já! ógeðslega sjallapakk ... nú fara "þeir" örugglega bara að borða stúlkubörn fyrst "þeir" geta ekki lengur kjamsað á Kolbrúnu! ööööööö .....

Borat (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Nei, þú misskilur, fyrst að hún endaði í þriðja sæti, sem er þá væntanlega baráttuþingsæti þá eru engar líkur á því að VG nái inn þriðja þingmanninum í öðru hvori Reykjavíkurkjördæminu.

Magnús V. Skúlason, 8.3.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki myndi ég segja að að ég haldi að VG tapi á því að missa Kolbrúnu út, og ekki tel ég að það sé gott fyrir VG að hún sé í baráttusæti, því að þá er sú barátta töpuð....

Kolbrún hefur verið þungt haldin af "eitthvað annað" heilkenni, sem hefur grasserað í VG undanfarin ár.

Aldrei hefur hún getað bent á neinar lausnir í atvinnumálum eða uppbyggingu atvinnulífs á landinu, helst eigum við öll að lifa á því að rækta hitakærar örverur tína fjallagrös og sötra kaffi á kaffihúsum sem víðast.

...

Eiður Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eiður, þú verður að viðurkenna að fjallagrös og kaffisötur hljómar snöggtum betur en að lepja dauðann úr skel sem er afrakstur stefnu sjálfstæðismanna og framsóknar síðustu 16 ár.

En aftur að spurningunni, getur enginn komið með almennilega krassandi persónulegt hatur á þeim sem ERU á efstu sætum listans? Kolbrúnarfyrirlitningin er "old news".

PS. Ykkur að segja þá nær hún líklega inn á þing.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.3.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband