30 milljón króna auglýsing - Kosningar í nánd

Sjálfstæðismenn eru að reyna að selja fólki nú á elleftu stundu fyrir kosningar að:

a) einstaklingar hafi brugðist ekki flokkurinn

b) flokkurinn hafi endurnýjað sig

 

Hugsið nú aðeins málið... ef þú kaupir þetta gagnrýnislaust ertu um það bil að fara að skipta um skoðun. Annars ertu K-J-Á-N-I.

 

30 milljóna endurgreiðsla? Hlægilegt svona rétt fyrir kosningar. Ef þetta á að vera áreiðanlegt þarf að endurgreiða þetta UM LEIÐ. Hvernig væru 500 milljarðar fyrir stolinn og veðsettan kvóta?

 

Hvernig væri að láta 30 milljónirnar renna til eins þeirra hundruða fjölskyldna sem nú eru á götunni eftir óstjórn ykkar í stað þess að henda þeim í hít FL Group? Ne-e-ei... moka undir rassgatið á þeim sem komu öllu á helvítis fokking hausinn.


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÁSKORUN TIL SJ'ALFSTÆÐISMANNA

8.4.2009 | 23:48

Þetta er góð ákvörðun - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin".

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA.

LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.

10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.

20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Hlédís

Ekkert hefur heyrst um endurgreiðslu með verðbótum/vöxtum Samt hefði hver meðal okurstofnun á Íslandi "ávaxtað" 55 milljónir króna upp í amk 76 milljónir á þessum 2,25 árum,  um  2 herbergja íbúð !!

Hlédís, 9.4.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Jónína Óskarsdóttir

Sammála. Það er bara hlægileg hræsni hjá Sjálfstæðisflokknum að ætla að greiða þetta núna.

Er þetta ekki það sem kallað er á íslensku  "að klóra yfir skítinn sinn"!?

Baráttukveðjur.

Jónína Óskarsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:31

4 identicon

Anna og Jónína - takk fyrir ykkar þátt í því að styrkja og efla Sjálfstæðisflokkinn. Mokið sem mest - allt ykkar tal - rógur - dylgjur og skítkast - þjappar okkur saman og gerir okkur enn og aftur ljóst hve flokkurinn er nauðsynlegur til þess að viðhalda jafnvægi í samfélaginu. Vissulega ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk.

Þgar Sjálfstæðisflokkurinn tók við fyrir um 18 árum síðan var ríkið að sökkva í skuldafen - innlendar og erlendar skuldir voru óheyrilegar. Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra tók til hendinni í þessum forarpytti sem vinstri óstjórnir skildu eftir sig. Davíð Oddsson upprætti sjóðasukkið og svo mætti áfram telja. Nokkrum árum seinna var Ísland ( sennilega eina þjóðin í heiminum - kanski að frátöldum einhverjum olíuríkjum ) komið í þá stöðu að vera yfir 0 punktinum. Það var meira að segja búið að borga upp óheyrilega skuld við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.

Lífskjör hér voru með því allra besta sem þekktist í heiminum.

- það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að líta framhjá þessum staðreyndum og klína hruninu á Sjálfstæðisflokkinn eins og ykkur er tamt. Eins og Bandaríkjaforseti sagði - að þegar húsnæðiskaupendur í Florida stóðu ekki í skilum setti það efnahagslíf á Íslandi í rúst.

Skoðaðu heildarmyndina -

Ég er ekki að verja þessa styrki - þótt þeir hafi ekki verið ólöglegir þá var það gjörningur sem átti ekki að eiga sér stað. Það verður lagað en rógstungurnar og ofbeldið gegn flokknum heldur áfram og það er gott.

Gott vegna þess að það þjappar okkur saman - styrkir okkur í baráttunni - og eflir okkur á alla vegu.

Svo mokið sem mest þið getið.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 05:17

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"...Þgar Sjálfstæðisflokkurinn tók við fyrir um 18 árum síðan var ríkið að sökkva í skuldafen - innlendar og erlendar skuldir voru óheyrilegar..."

HAHAHA!

Hrólfur: Heildarskuldir ríkissjóðs á þessum tíma (og það eftir hrunið 1987) voru 90 milljarðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú gersamlega rústað hér öllu svo við skuldum TUTTUGU SINNUM MEIRA.

Þjóðin var ekki skuldlaus - Þið Sjálfstæðismenn fluttuð bara skuldirnar á millil staða og földuð þær í lánatöku bankanna og létuð þjóðina ábyrgjast sukkið.

Ykkar er ekki  þörf nema til að sópa göturnar eftir Búsáhaldabyltinguna.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.4.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Þórarinn Lárusson

Þessi athugasemd um endurgreiðsluhræsni íhaldsins er nákvæmlega það, sem ég hugsaði við sama tækifæri (við hljótum að vera eitthvað skyldir...!).

Með vöxtum og með styrk Landbankans yrð þetta sennileg ekki undir 100 miljónum t.d. til ungs fólks, sem á í geiðslubaksi..

Það er með öllu eilífðarráðgáta, hversu lágt menn leggjast, sem eru að reyna að réttlæta slíkt framferði, dapurlegt...

Þórarinn Lárusson, 10.4.2009 kl. 11:54

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sammála - Þetta væri stórfyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt. Og þá á ég ekki við aðstæðurnar heldur ósvífni fólks við yfirklórið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.4.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband