Lítum okkur nær!

Björn Bjarnason að barma sér yfir að AGS sló á sjálfsunaðarputtana á Sjálfstæðisflokknum... þetta er svosem athyglisvert. Það ER mikilvægt að athuga hvernig taka má upp almennilegan gjaldmiðil eða laga krónuna.

 

Áður en farið er út í það þarf að fara í þetta mál - Lesið þessa tilvitnun í Björn Þorra Viktorsson, lögfræðing hjá Lögfræðingar í Laugardal:

 

"Það liggur fyrir að rúmum 200 milljörðum var varið í að lagfæra stöðu peningamarkaðssjóðanna nú á haustdögum með því að kaupa verðlausar eignir út úr þeim. Lítið hefur farið fyrir umræðu um þá aðgerð og engum virðist að fullu ljóst hver stóð fyrir þeirri ákvörðun. Fjárhæðin vekur verulega athygli, sem og sú staðreynd að einungis voru keyptar ónýtar eignir út úr peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna, en ekkert úr sjóðum annarra banka eða fjármálafyrirtækja. Svo við setjum þessa fjárhæð í samhengi, þá nemur framlag ríkissjóðs til endurreisnar gömlu bankanna 385 milljörðum og með þessari einu aðgerð var meira en helmingi þeirrar fjárhæðar varið til að bæta fjármagnseigendum fyrirsjáanlegt tjón. Mikilvægt er að átta sig á því að þessa fjármuni lagði ríkissjóður fram í beinhörðum peningum. Heildarskuldir einstaklinga og heimila í erlendri mynt nema u.þ.b. 160 milljörðum ikr. og telja verður að þar sé vandinn mestur, enda hefur gengisfall íslensku krónunnar valdið þar mestum búsifjum. Hvers vegna bregðast sömu menn og ákváðu 200 milljarða framlag úr ríkissjóði til fjármagnseigenda ekki við með því að veita eins og fimmtungi þeirrar fjárhæðar til að færa niður skuldir heimilanna í erlendri mynt? Það er hægt að gera án beinna fjárframlaga, enda liggur fyrir að það er nú þegar búið að sættast á verulega niðurfærslu þessara lána með samningum skilanefndanna við erlenda kröfuhafa! Af hverju fást ráðamenn ekki til að lagfæra stöðu skuldara (án beins kostnaðar ríkisins) á sama tíma og þeir hafa lagt fram 200 milljarða (sá kostnaður fellur að fullu á ríkið) til að lagfæra stöðu ákveðins hóps fjármagnseigenda?"

 

Ég spyr HVER ÁKVAÐ ÞETTA? HVAR ENDUÐU PENINGARNIR OKKAR - ÞETTA REIÐUFÉ KOM ÚR RÍKISSJÓÐI!

 

Hverskonar fádæma rugl er þetta eiginlega? Hægt hefði verið að létta öllum skuldum af þúsundum íslendinga sem nú eru á vonarvöl. Þess í stað hendir ríkið fjármunum í að kaupa verðlausar eignir og nota MUN HÆRRI upphæð... til hvers?

 

Áfram Lögmenn í Laugardal! Ég er hérmeð búinn að skrá mig.


mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er algjör viðbjóður, og við skattgreiðendur borgum allt í topp.  AAAAARRRRGGGGG, ég er reið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband