Það borgar sig að hóta og sveifla um sig vopnum

Íslendingar fíla ofbeldismenn. Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi er nákvæmlega engin refsing.

 

Skilaboðin til ofbeldishneigðra manna eru: Ógnið og hræðið fólk - Það eru litlar líkur á að þið verðið a) kærðir b) dæmdir. Og ef þið verðið dæmdir skiptir dómurinn engu. Haldið ykkur á mottunni í 2 mánuði og takið svo aftur til við ógnanir.


mbl.is Hótaði að skjóta mann með fjárbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu rólegur. Það er lítið sem fæst út úr því að loka fólk inni til lengri tíma, nema aukinn kostnaður. Rannsóknir hafa sýnt lítil áhrif af löngum fangelsisdómum, nema í besta falli bara það að fólkið er tekið úr umferð. Þ.e.a.s. "skilaboðin" um að svona sé ekki liðið hér (sem eru send með löngum dómum) skila sér bara alls ekki. Þetta á sérstaklega við um árásir, ógnanir og þess háttar, glæpi sem eru í eðli sínu þannig að fólk sest ekki niður og planar þá fyrirfram.

Ég er ekki að segja að ofbeldishneigðir einstaklingar eigi ekki að gjalda fyrir ofbeldisverk sín, þeir eiga vissulega að gera það, og hættulega menn á að taka úr umferð. En ég algerlega neita að láta loka menn inni sem skilaboð til annarra án þess að það hafi neinar afleiðingar nema auknar byrðar á skattgreiðendur. Nóg er nú samt! 

Ágústa (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Svona karlfauskum má refsa á margan annan hátt en með löngum dómum. T.d. með þungum sektum sem renna til fórnarlambsins.

Þín færsla, Ágústa, er einhvernveginn týpísk fyrir Íslendinga sem vilja að fólk kyssi vöndinn. Þið horfið alltaf á "aumingja brotamanninn, hann á svo erfitt, bú-hú!"

Ófullnægjandi refsing hvetur fólk m.a.  til þess að taka völdin í sínar hendur og það veldur yfirleitt jafnmikilli vanlíðan hjá fórnarlambinu að gera ekki neitt. Og Kyssa Vöndinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.7.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 60279

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband