Fyrrverandi stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar

OK, ég er búinn að fá ALVEG NÓG af þessum andskotans liðleskjum á þingi. Það er ekki einn einasti maður þarna sem vinnur fyrir, finnur til með og talar máli hins almenna borgara.

 

"Úrræði" ríkisbankans Kaupþings er móðgun við almenna skynsemi. Fjármála-/peningakerfið eins og það hefur verið rekið virkar ekki. Greiðsluaðlögunin er fyrir minna en 1% af þeim sem þyrftu á greiðsluaðlögun að halda. Loforðin og stóryrðin frá því fyrir kosningar og svo ekki sé talað um síðan fyrir byltingu eru hjóm eitt. Gersamlega máttlaus og merkingarlaus.

 

Arfann þarf að rífa upp með rótum. Nú er bara verið að grisja lítillega til að skapa betri skilyrði fyrir óværuna sem eftir er.

 

Ekki nema vona að ríkisstjórnin vilji losna við bankana úr sinni eigu - Þeir vilja koma pólitísku ábyrgðinni af getuleysi sínu yfir á stofnun sem þarf ekki pólitíska velvild.


mbl.is Þúsundir vilja greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Rúnar, nú ertu farinn að fylgja hjartanu.  Stjórnmálaflokkar eiga það ekki skilið að það sé haldið með þeim.  Það eru kannski eitt og eitt fótboltalið sem verðskulda svoleiðis tryggð.

Magnús Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 17:48

2 Smámynd:

Já mikið djöf..... er maður svekktur yfir þessum liðhlaupum sem sitja á Alþingi. Kosnir til stórra verka sem þeir svo hlaupa frá með skottið milli fóta sér af því þeir eru svo hræddir við þjóðir Evrópu. Segi bara: helvítis fokking fokk og fokk

, 6.8.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Það verður ljósara með hverjum degi að það er AGS sem stjórnar landinu, eða hvað?

Það er hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, þar af leiðandi er bankanum það ekki heimilt.

Það er ómögulegt að segja til um það hvort eða hverju það breytir um endurskoðun biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann. Það getur margt gerst á þremur árum, ekki síst á þeim óvissutímum, sem við lifum nú. En það er engin ástæða til að ætla að gengið verði harðar að skuldurum með innheimtu biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann en þótt hann verði í innlendri eigu. Það er meginregla að nýir eigendur undirgangist þær skuldbindingar, sem fyrri eigandi hefur gert. Skilanefnd gamla bankans er auk þess fulltrúi kröfuhafa, jafnt erlendra sem innlendra, og skuldaaðlögunin var unnin í fullu samráði við skilanefndina og með samþykki hennar.

Viðskiptavinir stofnuðu sannanlega til þeirra lána, sem þeir eru greiðendur að í dag. Mönnum átti að vera ljós gengisáhættan, þótt auðvitað hafi enginn séð fyrir þær gríðarlegu kollsteypur sem gengi íslensku krónunnar hefur tekið síðasta árið. Það er því undir engum kringumstæðum hægt að halda því fram að menn séu að viðurkenna skuldir, sem menn stofnuðu ekki til með því að fara í skuldaaðlögun.

Þessar klausur eru teknar af heimasíðu Kaupþings í dag.  Það er gaman að sjá hversu mjög stjórnvöld, AGS og Kaupþing bera hag almennings fyrir brjósti. Ég skil vel fyrstu sneiðina, en verð að játa að hinar tvær standa ennþá í mér. Getur einhver hjápað mér og útskýrt hvað átt er við?

Þetta hlýtur samt að vera eitthvað gífurlega gott og hagstætt fyrir almenning, ég trúi ekki öðru. Svo er það bara að samþykkja nngöngu í ESB með bros á vör og borga nokkrar millur á mann í Icesave. Framtiðin er björt og lífið leikur við okkur!

Arnmundur Kristinn Jónasson, 7.8.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér arg og garg!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er ekkert vandamál, það þarf bara að setja lög eða reglugerð þar sem segir í stuttum máli:

Neysluvísitalan verður 200 stig.

Þar með er þetta mál leyst.

Eiður Ragnarsson, 7.8.2009 kl. 02:48

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Eða hvað ??

Eiður Ragnarsson, 7.8.2009 kl. 02:48

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Magnús: Eins og ég hef oft sagt í eldri bloggum sem þú hefur etv. ekki lesið, þá "held ég ekki með" flokki eða fylgi í blindni. Ég lít á það sem mitt skjaldarmerki að vera gagnrýninn og óbundinn. Ekki trúmaður í þessu frekar en öðru. Ég er algerlega á móti gerspilltu flokkakerfinu. Það getur leitt aðeins eitt af sér á Íslandi og það eru valdspilling og siðrof. Óhjákvæmileg afleiðing. Hinsvegar er hægt að vera misvondur og misgóður. Og á meðan aðeins er um að ræða vondan, verri og versta kostinn þá styð ég þann sem er bara vondur og læt ekki fagurgala þess versta, sem reiðir sig á hjúp liðins tíma, villa mér sýn.

Arnmundur: Takk fyrir þessa ábendingu. Hún er gagnleg aðallega að því leytinu að manni verður ljósara en ella að stjórnun og peningavaldið í landinu er í höndunum á fólki sem fannst það gott og eðlilegt að blekkja lán inn á fólk, blekkja út úr þeim sparifé og lausafé til að koma þeim í eigin vasa (eða þeim sem voru "þeirra menn"). Hugsið ykkur kaldlyndið að pranga og ljúga lánum inn á fólk svo mánuðum skiptir, vitandi það fullvel að allt mun hrynja og því vera að færa eigið fé til útlanda en fela gjaldeyrisflæðið með því að selja (vísvitandi og með lygum) fólki erlend lán hérlendis. Fyrir utan að vita auðvitað fullvel að þeir væru að búa til verstu verðbólgu í manna minnum (allavega ef þú ert undir fimmtugu).

Eiður: Nokkrar svona þumalputtalausnir og þú vinnur

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.8.2009 kl. 19:34

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og svo tek ég undir með vinkonum mínum Döggu og Jónu auðvitað: Grrr!

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.8.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 60302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband