16.9.2010 | 15:48
Klíkumyndun um mjólk, fisk, kjöt og grænmeti?
Undanfarinn áratug hefur þessi grýla skotið upp kollinum hvað eftir annað. Kvótinn og úthlutun veiðiheimilda er einn sirkusinn. Mjólkurframleiðslan annar. Kartöflur? Kjöt? Loðdýr? Fiskeldi? Minnir eiginlega á ástarsamband samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Módel efnahagslegrar og pólitískrar einkavinavæðingarstefnu.
Stundum hefur mér fundist ég og þeir sem ég þekki búa í sirkus. En í staðinn fyrir að vera á pöllunum erum við í búrinu á gólfinu að hoppa í gegnum logandi hringi og láta hlæja að okkur. Ljónatemjarinn þarf að kúga ljónið til að stjórna því, en það kemur að því að ljónið étur hann.
Þó held ég í þessu tilviki að einmana rödd af austfjörðum komi varla af stað skriðu. Verður sjálfsagt þaggað áfram sem hingaðtil vegna þess að þeir sem áttu að grípa í taumana á þessari efnanotkun eru líka þeir sem eiga að rannsaka málið. Svona eins og greiningardeildir bankanna og Þjóðhagsstofnun Íslands. Reka þá sem láta ekki stjórnast.
Krefst opinberrar rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2010 | 02:56
Ríkisstjórn Geirs gerði allt rétt og eðlilega
- Upplýsingaflæði innan ríkisstjórnar Geirs Haarde var gott og viðeigandi ráðherrar voru upplýstir um sína málaflokka.
- Geir og Ingibjörg eru svo fjarri því að vera flokksforingjar sem mökkuðu sín á milli án þess að leita álits og ráða sem nokkur getur verið. Foringjaræði var ekki til.
- Viðbrögð þeirra við að flytja Icesave erlendis eins og reynt var að gera voru ekki bara fullnægjandi heldur gengu þau lengra en búast hefði mátt við.
- Forsætisráðherrann gætti þess að ráðuneyti sem þurftu að vinna saman á ögurstundu gerðu það vel og örugglega.
- Sérhagsmunahópar áttu aldrei innangengt hjá Geir Haarde eða hans flokki. Hann bauð yfirgangssömum kvótakóngum í byrgin, afþakkaði styrki frá þeim og vísaði bankamönnum og orkufyrirtækjum sem vildu sölsa undir sig orku Íslands fyrir ekki neitt þvert á dyr!
- Allt tal um spillingu og sérhagsmunapot á vegum Framsóknar hjá síðustu ríkisstjórnum á undan er út í hött, þeir höfðu aldrei þann atkvæðisfjölda á bakvið sig að geta nokkuð aðhafst eða verið með veruleg áhrif.
- Geir og sjálfstæðisflokkurinn allur létti skattbyrði af hinum tekjuminni og gættu þess að þeir sem hefðu mest á milli handanna, og græddu mest og notuðu mest af innviðum íslenska ríkisins greiddu hlutfallslega meira til samfélagsins en þeir sem vart máttu við því.
- Geir og ríkisstjórnir hans upplýstu þjóðina um leið og illa horfði.
- Ríkisstjórn Geirs og seðlabankastjórn voru sjálfstætt starfandi einingar, faglegar og ákvarðanir þeirra voru ekki aðeins réttar og fyrir bestu heldur afskaplega tímanlegar og teknar af yfirvegun.
- Geir Haarde, Árni Mathisen, Ingibjörg Sólrún og Björgvin sögðu ALDREI ósatt!
...vá maður! Mér tókst að skrifa þetta!
Röng niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2010 | 18:40
Trúðu lyginni
Sturla segir í löngu máli að Samfylkingin hafi trúað lyginni, flóknara er það ekki.
Það er nokkuð til í því, trúa því bara og þá gerist það, Sturla er í 2007 alveg upp fyrir haus og er einn þeirra sem er gersamlega rotinn niður úr rótum og upp í lauf. Svona Ted Bundy týpa sem í vantar rofann sem stýrir fólki flestu.
Og því er nú andskotans ver og miður þ.s. hann var forseti alþingis um árabil. Er nú klikkun til þess að hugsa!
Töldu stöðuna sterka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2010 | 08:25
Klám!
SKRATTANN Á VEGGINN - KLÁM! KLÁM!
...eða kannski er þetta í lagi því svo fáir lesa Moggann lengur.
Ástardýnan slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2010 | 07:05
Og sjallarnir öruggir með sig eða hvað?
Fréttir Morgunblaðisins alveg kostulegar. Efnisvalið og umfjöllunin eftir eðlinu. Og það er sko SAMFYLKINGIN sem skelfur á beinunum... Sjálfstæðismenn eru svo hugrakkir!
Random thought: Það er móðgun við fortíð okkar að kalla klíkukofa Sjálfstæðismanna "Valhöll". Sæti Óðins á betra skilið en þá niðurlægingu. Hvernig væri "Skítapleis"?
Jóhanna beitti þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2010 | 17:32
Barátta á villigötum
Ég gæti skrifað um þetta nokkuð langan inngang, en kjarninn í honum yrði: Ekkert eyðileggur baráttu betur en þöggun og yfirklór.
Annars er baráttan gegn klámi gersamlega vonlaus, t.d. vegna þess að klám er huglægt orð. Konur sem ekki eru í búrkum finnst einum klám á meðan annar segir kynlíf af þessu eða hinu taginu.
Það sem réttlátt er að berjast gegn er ekki "klám" sem slíkt heldur brot á einstaklingum, t.d. á réttindum þeirra. Stundum tengjast þau brot kynlífi í hagnaðarskyni, satt er það. Þau geta hinsvegar tengst hverju sem er - Trú, ást eða áfengi. Kannski ættum við að ráðast til atlögu við þetta allt saman?
Það sem fólk er almennt að hneykslast á núna hjá "femínistunum" (sem er frekar barðastór hattur, ég tel mig t.d. rúmast þokkalega þar undir því stefnan snýst um mannréttindi) er vanhæfni ákveðins hluta þeirra til að greina A frá B. Þannig lít ég á þetta.
Gáfu Jóni heimildarmynd um áhrif kláms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.8.2010 | 14:40
OK, þá lögreglurannsókn STRAX!
Sterkur grunur leikur á að lög um eignarhald hafi verið brotin. Sé ekki samvinna við nefndina rennir það frekari stoðum undir það.
Þessvegna á að hefja lögreglurannsókn á þessu STRAX!
Reynist þetta ólöglegt er það að segja að "viðskiptin séu búin" það sama og að innbrotsþjófur segi "Ég slapp í burt á bílnum svo nú er ég í stikki." Þetta er barnalegt í meira lagi.
Hvernig væri nú að það vaxi pungur á menn niðri í dómsmálaráðuneyti og þeir bregðist við af krafti þegar grunur leikur á um svo alvarlegt lagabrot sem þarna kann að vera í gangi.
Umboðslaus rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2010 | 00:05
Ísraelsmenn fóru yfir landamærin
Varar við frekari ófriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.8.2010 | 06:52
Styð Runólf - Skammir til félagsmálaráðherra
Eftir að hafa lesið allt það sem ég kemst yfir að svo stöddu um þetta mál sýnist mér sem svo að Runólfur (sem etv. er í miklum spuna, en ég leyfi honum að njóta vafans) sé alveg hreint EINSTAKLEGA HÆFUR í starfið því hann er einn þeirra sem tapaði öllu í gin bankanna og sparisjóðanna. Merkilegt að allir einblíni ekki á það hvernig eigendur sparisjóðanna borguðu sjálfum sér með fé á ábyrgð Runólfs og náðu aleigunni frá honum í leiðinni heldur á að hluti kaupanna var fjármagnaður með lánum með fáránlegum veðum.
Árni Páll kemur út úr þessu sem popúlisti, tækifærissinni og í versta falli heigull og hann ætti að neita að taka við afsögn Runólfs og segja sjálfur af sér. Ég er orðinn langþreyttur á bullinu sem úr honum kemur um þau "kjör sem almenningi standa til boða". Það eru ekki kjör, heldur ókjör.
Skuldarar þurfa umboðsmann sem er blóðþyrstur í garð bankanna, mann sem á harma að hefna. Ekki einhverja puntudúkku sem situr og stendur eftir því hvaðan vindar blása fyrir hádegið.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2010 | 00:16
Bank Bailout í praxís
Svona virkar þetta vestan hafs sem á Íslandi. Stjórnvöld gefa hundruðir milljarða króna eða dollara, fer eftir atvikum, og bankarnir færa það sem hagnað í sínar bækur, eftir að hafa borgað sínu fólki feita bónusa fyrir að draga andann.
Eins fór um peningana sem dælt var inn í nokkra banka í Bandaríkjunum eins og þá sem dælt var inn heima - Þeir voru ekki lánaðir út, heldur lagðir inn á reikninga og setið á þeim á meðan allir sem ekki fengu milljarða urðu gjaldþrota, svo þeir eigi hlutfallslega miklu meira en aðrir þegar allt er komið í kalda kol
Þá er líka ágætt að gera eins og Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn og geta þá tekið peningana út af reikningum hjá Seðlabankanum sem greitt hafa feita og pattaralega vexti beint úr... ríkissjóði. Það skerðir enn frekar það sem ríkið getur notað í þágu almennings. Peningarnir eru þess í stað notaðir til að fita bankana og skuldsetja þá sem ekki eru fluttir brott.
Er þetta ekki fallegt? Hvern hefði grunað að vinstristjórn myndi gera nokkurnveginn það sama og íhaldsstjórnin þegar kemur að bönkunum, og í stað þess að draga úr völdum þeirra að setja þá yfir rústabjörgunina?
Djöfulli skal ég kjósa hvað sem er annað nokkurnveginn en það lið sem situr á þingi núna. Tækifærissinnar allt saman.
Góð afkoma hjá Morgan Stanley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar