5.1.2009 | 21:04
Umtalsverð upphæð
OK, hvernig væri svo að ganga í lið með fólkinu sem þráir breytingar og mæta í mótmælagöngur til að koma þeim frá sem LEYFÐU honum, eða skulum við segja KRÖFÐUST þess að menn eins og hann fengju fríspil til að setja þjóðfélagið á hliðina. Nota þetta pólitíska fríspil til að gera eitthvað gáfulegt kannski...
Maðurinn ÞURFTI ekki tæknilega séð að endurgreiða þetta, á reyndar ca. 4.5 milljarða eftir, en samt góðra gjalda vert. Klöppum fyrir því. Hann gæti kannski orðið eins og Neró að dreifa gullpeningum til Rómarbúa rétt eftir að hann lét brenna borgina. Keisari í nokkur ár og svo fer hann á Ólympíuleikana 2012 og er svo höggvinn af sínu fólki eftir að hann kemur heim. Er það ekki Framsókn? Smeðjusvipurinn á Birni hefur einhverveginn alltaf verið af Finns-Ingólfssonar taginu frekar en Davíðshrokanum.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 20:56
Satan rís úr öskunni
Styrmir vill halda þeirri stefnu að selja kvótann, raforkuna og annað sem þjóðin á til vina sinna... engin furða enda er hann maður sem vex seinast upp úr því sem raunverulega dró þjóðina í súginn. Þeir sem styðja hann finnst sjálfsagt að beita pólitískum völdum til að tryggja að Sjálfstæðisflokksmenn (ekki þjóðin) græði á auðlindunum þótt það sé aðeins rétt á meðan þær eru seldar... til þeirra sjálfra eða fólki sem þeim tengist.
ESB er langt frá því jafn slæmur kostur og að afsala fiski og vatnsfalla- eða varmaorku í hendur Sjálfstæðismanna. Þið sjáið hvað þeir gerðu við það síðast. Kvótinn var notaður til að fjármagna peningabóluna, bankahrunið og að lokum skuldsetningu þjóðarinnar og vatnsorkan, hálendið og þegar öllu er á botninn hvolft - náttúran - var selt til umhverfismorðingjanna í álversiðnaðinum Rio Tinto/Alcan og Alcoa.
Ekki halda í eitt augnablik að Styrmir sjái eftir því að hafa verið fremstur í röð þeirra sem eyðilögðu efnahag Íslands og gerðu þúsundir eignalaus. Hann kallar eftir "umboði til að verja auðlindirnar", en hver á að verja auðlindirnar fyrir sjálfum Satan úr kjallara Valhallar? Engin furða að Bjarni Ben skjálfi á beinunum núna, Engeyjarættin búin að spila andlitið úr buxunum og hann er núverandi forsmetti á henni... og heldur DAUÐAhaldi í sporðinn á síðustu þorskunum.
Það er fáránlegt að ræða ekki um ESB aðild og hefðum við LÖNGU átt að vera búin að því. Sjálfstæðisflokkurinn ber langstærstu ábyrgðina á því að við stöndum utan ESB og þar með vinnur hann sér inn enn eina gjaldþrotsrósina í hnappagatið.
![]() |
Umboð til að verja auðlindir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2009 | 09:23
Draugar fortíðar
![]() |
Obama á draugahóteli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 09:19
Gerið svo vel og ælið.
Er einhver annar en ég við það að æla, sem hefur lesið Moggann undanfarna 3 áratugi og orðið vitni að þeirri spillingu, siðblindu, eigin- og einkavinahagsmunasemi, virðingarleysi fyrir almenningi og réttindum hans í þeim sora sem erkifíflið Styrmir hefur skrifað í leiðara og öðrum viðbjóðslegum pólitísku fyrirgreiðslugreinum, miskunnar- og fyrirhyggjulaust dreift um allt blað.
Ég held hann ætti að halda sig við að negla Jónínu Ben á naglabrettinu sínu og sem allra lengst frá stjórnmálum.
Við nánari umhugsun - Haltu endilega áfram að skrifa og tala Styrmir. Það er EKKERT sem fælir mann jafn kyrfilega frá því að kjósa saumaklúbbinn þinn.
![]() |
Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 08:24
Gjaldþrot er sennilega eina lausnin
![]() |
Óttast hrun stáliðnaðarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 07:22
Þetta er allt í lagi!
Þetta er í góðu lagi. Almennir borgarar standa skil á skuldbindingum bankanna og taka á sig skellinn fyrir vanhæfni og seinagang FME, Seðlabankans og Alþingis.
Enginn þarf að hafa áhyggjur af neinu af því fólki sem stjórnar þarna heldur, né Hreiðari Má, Björgólfunum, Lárusi, Sigurjóni og kvótakóngunum sem stungið hafa þjóðarauðnum í eigin vasa í erlendum skattaparadísum. Almenningur - Hafið ekki áhyggjur, þeir auðguðust á ykkar kostnað svo og þeir sem standa þeim næstir, og það verður pottþétt í lagi með þá.
Nú er bara að láta þá komast upp með að kaupa allt á brunaútsölu og sitja við völd - Helst kjósa þá aftur sem þess eiga kost og þá verður allt eins og fyrr. Þegar allt kemur til alls er fólkið sem stýrði landinu í gjaldþrot og brást almenningi með því að sitja á upplýsingum og þegja þegar annað hefði komið sér tímabundið illa fyrir þá en vel fyrir almenning eina fólkið sem er treystandi fyrir því að stjórna.
Bara nokkra mánuði í viðbót og þá hafa þeir náð því kverkataki sem þeir hafa stefnt að undanfarin ár.
![]() |
Vextir 22% af skattfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 19:18
Loksins, Ingibjörg - LOKSINS!
Fram að þessu hefur mér þótt, til mikillar gremju að þú hefur mælt á móti kosningum áður en kjörtímabilið er liðið og talað um "umboð þjóðarinnar" sem einkaeign þína og þinna (sem er íhalds(þv)æla). En ÞÓ hef ég á sömu stundu verið að vona að þitt lið hafi verið að reyna að ná nokkuð lygnum sjó fjárhagslega áður en talað hafi verið um kosningar (þótt ég sé ekki sammála endilega um hversu gáfulegt það hafi verið að draga úr fólki trúna og þróttinn með því, en það er önnur saga).
Þannig að hrósa skal því sem á það skilið - Gott mál að kjósa til alþingis í vor, kominn tími til að endurnýja umboðið. Kominn tími til að tala um það.
Hinsvegar vil ég í sömu andrá minna á það að ef þú snertir þá ráðherra sem mælt hafa fyrir kosningum - Björgvin og Þórunni - í augljósum refsihugleiðingum mun ég gera mitt besta til að tryggja það að VG fái þau atkvæði sem annars féllu til ykkar úr mínum frændgarði!
Haltu nú áfram að gera eitthvað af viti í þessum málum og fáðu utanaðkomandi snillinga, nóg virðist vera af þeim fyrir Silfur Egils vikulega - og vinn þú svo með forsetanum í að móta Nýtt Ísland, þar sem hreinskiptni, heiðarleiki og heilbrigt siðferði í viðskiptum og stjórnmálum ræður för. Þá verður þín etv. minnst sem eins merkilegasta stjórnmálamanns fyrr og síðar.
![]() |
Alþingiskosningar samhliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2009 | 16:46
Átti þetta ekki að reddast?
Hvernig getur staðið á þessu? Áttu fáránlegar eignatilfærslur ekki að redda þessu?
Á krepputímum tekst Bakkabræðrum að halda því fram að matvælavinnsla sé dúbíus bísness og rekstur Símans sem býr að einokun á grunnneti símaþjónustunnar á Íslandi. Hvernig væri að fara að smíða kassabíla strákar? Þetta eru grunnþjónustufyrirtæki. Ef þið getið ekki látið þau ganga ættuð þið að gera eitthvað annað. T.d. að bera inn ljós í húfum?
![]() |
400 störf í hættu hjá Bakkavör í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 16:35
Ljúkið þessu nú af!
Exista átti í Kaupþingi sem Bakkavör átti í sem átti Exista sem átti í Bakkavör og Ágúst og Lýður áttu Bakkavör sem átti Ágúst sem Lýður seldi til Exista sem seldi Kaupþing til Bakkaxta og Lýður og Ágúst líður illa Kaupþing kvóti eignatengsl hringamyndun bókhaldssvik hvítflibbaglæpamenn þjófnaður sami hálfvitagangur og Exista og hjól atvinnulífsins.
Það er tímabært að hætta þessari vitleysu, fara á hvínandi hausinn og byrja upp á nýtt með eitthvert smá viðskiptasiðferði að leiðarljósi. Megi þessir kennitölujólasveinar verða úti á Esjunni og koma nýir og betri menn.
![]() |
Bakkabræður taka yfir Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 21:20
Aðrar 150 milljónir í illa undirbúið mál?
![]() |
Ég er hreinlega gáttaður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
runarogmaria
-
toti1940
-
trassinn
-
thoragudmanns
-
disdis
-
jenfo
-
hlynurh
-
eirag
-
lehamzdr
-
sibba
-
hlini
-
kreppan
-
maggib
-
dofri
-
omarragnarsson
-
haukurn
-
larahanna
-
gmaria
-
susannasvava
-
godaholl
-
skodun
-
thoragud
-
gussi
-
robertb
-
nanna
-
bjarnihardar
-
killjoker
-
skarfur
-
jonb
-
jonhalldor
-
joik7
-
brylli
-
gullvagninn
-
manisvans
-
gullib58
-
holmdish
-
haugur
-
dadihrafnkelsson
-
gorgeir
-
einaroddur
-
ninaos
-
raggiraf
-
hlf
-
svartur
-
joihallgrimss
-
hoskars
-
haddih
-
brell
-
juliusbearsson
-
jgfreemaninternational
-
maeglika
-
olii
-
sumri
-
thj41
-
graenaloppan
-
vilhjalmurarnason
-
kikka
-
gummi-p
-
kvistur
-
rosalinda
-
siggi-hrellir
-
gudborg
-
smg
-
redaxe
-
snjolfur
-
reykur
-
birgitta
-
gattin
-
doggpals
-
emilkr
-
tungirtankar
-
ea
-
gretarogoskar
-
hreinn23
-
gbo
-
halldojo
-
veravakandi
-
hildurhelgas
-
drum
-
daliaa
-
fun
-
jas
-
jonfinnbogason
-
jhe
-
krilli
-
grjonaldo
-
snorrima
-
sveinnhj
-
tara
-
vallidjofull
-
oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar