Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.1.2009 | 09:10
Ótímabær pæling - Klárum byltinguna
Heyrið það - Hættið að velta ykkur upp úr þessu núna.
Við munum ekki vinna í þessu fyrr en eftir stjórnlagaþing - Kosningarnar snúast ekki um þetta, heldur um dauða flokksræðisins og endurnýjun Íslands. Þegar landið er komið úr púpunni skulum við sjá til.
Það þjónar engum tilgangi að fara í ESB á meðan allt er í tómri upplausn. Taka til heima hjá sér fyrst og fara svo að leika sér.
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 09:05
Olræt - Eitt skref enn
Það er ekki verið að misstíga sig enn í þessu. Hænufetin stigin í gætni.
Nú er að sjá hver alvaran er með stjórnlagaþinginu, það ætti að kjósa á það strax fyrir eða eftir alþingiskosningar. Held að SJS hafi haft rétt fyrir sér að gera ekki hvorutveggja nákvæmlega í einu, en t.d. tveim mánuðum milli kosninga er nægur tími til ákvörðunar.
En ég dreifi athyglinni - Mér lýst ágætlega á Gylfa, það væri gott ef birtist á manninum úttekt. Hver er ferillinn?
Gylfi tók ráðherraboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 11:27
FÓLKIÐ BYLTI STJÓRNINNI - FLOKKARNIR GERÐU EKKI NEITT!
Bla-bla-bla... mikið er mér sama! Ætlar þetta lið aldrei að læra? Halda þau að við sjáum ekki að verið er að reyna að endurskrifa söguna?
Það síðasta sem stjórnmálamenn munu minnast á er að FÓLKIÐ Í LANDINU BYLTI STJÓRNINNI. Það er ekki annað að sjá að þeir séu skelfingu lostnir yfir því - "Ó nei þetta gæti komið fyrir mig!"? Hér eru tvær heimskur sem kjarna þetta og ég næ varla upp í:
- Stjórnarandstaðan fyrrverandi - Er hún VIRKILEGA að reyna að eigna sér þetta?
- Stjórnarflokkarnir fyrrverandi - Er hún VIRKILEGA að reyna að kenna hvor öðrum um að hafa "hlaupist á brott" eða verið "ótrygglynd"?
Það er öllum ljóst að þingflokkarnir hafa nú tvo kosti:
- Að róa að því í sameiningu að breiða yfir það hverjir ráða í raun - fyrir hverja þeir vinna - Fólkið! Þessi kostur leiðir til glötunar.
- Að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að þegar þeim var velt úr sessi öllum saman og taka því opnum örmum og af gleði að hér búi kraftmikil þjóð sem lætur ekki bjóða sér þessa vitleysu lengur.
Sá söfnuður (ég segi ekki "flokkur" til að mikla ekki þá sem til einskis hafa unnið enn í baráttunni) sem gengur fram með það að markmiði að umbylta stjórnarfari hér, aðskilja framkvæmdavald og löggjafarþing, aðlaga stjórnarskrána að Íslandi og íslenskum veruleika o.s.fr.v. - Þetta hefur verið sagt milljón sinnum - Sá söfnuður mun skráður á spjöld sögunnar og eiga fylgi og þökk þjóðarinnar.
Hér þarf að GERA UPP en ekki snúa til baka í flokkapólitíkurkjaftæðið - VIÐ HÖFUM FENGIÐ NÓG AF ÞVÍ - Og linni því ekki munum við troða því ofan í kokið á ykkur öllum saman!
Ég vona einlæglega að alþingi hafi lært lexíuna sína, hætti bæði að reyna að eigna sér heiðurinn að hafa bylt sjálfu sér og að kenna einhverju um sem hafði ekkert með það að gera. Sýnið smá auðmýkt og vilja til að breytast og leggist á árarnar með borgurunum til að varða veg framtíðarinnar!
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 17:12
Hljómar óþægilega líkt því sem forverarnir möluðu í sífellu
Því miður þá minna fyrstu orð Obama og félaga í garð Írana óþægilega mikið á froðusnakkið sem Bush var með og allir leiðtogar þar á undan.
Það sem Bandaríkjamenn þurfa að gera er að horfast í augu við sinn þátt í að búa til hryðjuverk og stofna til þess haturs sem ríkir í þeirra garð í Íran með því að orsaka þar byltingu á sjötta áratugnum, velta lýðræðislega kjörnum fulltrúa úr sæti og halda einræðisherra við völd í tvo áratugi og kosta hundruðir þúsunda lífið.
Ef þeir hafa áhuga á að leysa þetta þurfa þeir að biðjast afsökunar fyrir hönd þeirra sem stýrðu landinu fyrir 50 árum. Annars gerist ekkert.
Formið minnir ótrúlega sterkt á aðstæður í ákveðnu norrænu landi þar sem menn gátu ekki beðist afsökunar og gengist við afglöpum og var steypt af stóli. Fólk getur ekki horft til framtíðar án þess að gera upp fortíðina.
Clinton: Íranar standa frammi fyrir vali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 13:44
Ólafur tekur sig vel út
Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 15:49
Ríkisstjórn næstu 100 daga - Einföld skilaboð til ykkar
Til ríkisstjórnarinnar sem mynduð verður
Hvað sem þið gerið þá verður allt snarvitlaust ef þið ekki hugið að grundvallaruppbyggingu stjórnskipunarinnar- Allur almenningur sér í hendi sér að núverandi form getur af sér þennan flokksræðisfjanda sem allt drepur. Við sættum okkur EKKI VIÐ að einungis taki ný stjórn við - Sennilega verður hún leidd af þeim einu sem eru "hreinir" af skítnum sem þjóðinni var bolað í - Vinstri Grænum - En þá er það á ÞEIRRA ábyrgð að móta nýtt Ísland.
Grípið nú tækifærið og lagið það sem VIRKILEGA er að án þess að fólk þurfi að hýða ykkur til þess. Takið fremur frumkvæðið og hafið fólkið með í ráðum. Virkilega, VIRKILEGA hlustið og skiljið hvað það er sem gerir menn því sem næst ódauðlega leiðtoga, en það er stjórnviska og fórnfýsi á erfiðum stundum og mótun framtíðarríkisins. Íslendingar eiga fjölmarga snillinga í sínum röðum sem komið hafa fram á síðustu mánuðum og sitja ekki á alþingi. Haldið fundi og ráðið ráðum með þessu fólki svo leysa megi úr þessu á friðsælan og siðmenntaðan hátt.
Munið að formið mótar leirinn!
Vinstri grænir reiðubúnir til viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 03:11
Divide & conquer
OK - Nú geta stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar klætt sig í appelsínugult og með þeirri vissu að Íslendingar ráðist ekki á óvopnaða samborgara tryggt það að ríkisstjórnin fái áframhaldandi starfsfrið og þurfi bara að hundsa einn og einn kurteislegan laugardagsfund.
Og að vera með eyrnatappa inni á þingi. Sem breytir reyndar engu því löggjafarþingið þarf ekkert að heyra,og hafa ekki annað gert en að stimpla allt sem frá ríkisstjórninni kemur.
Það er ekki víst að þetta gerist, en þó er það nokkur möguleiki. Nú er fólkið sem er búið að kúga og misbjóða búið að skrifa upp á að þagga niður í öðrum hópi fólks sem búið er að kúga og misbjóða, til þess að vernda kúgarana. Það hringir viðvörunarbjöllum.
Gerið þetta bara skynsamlega og látið ekki gabba ykkur.
Kveðja að utan.
Mótmælt í góðri sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 17:11
Ástand notað til að útvíkka heimildir til að níðast á eigin fólki
Neyðarástand er ævinlega notað af stjórnvöldum til að vernda sjálf sig gegn sínum skeinuhættustu óvinum - sínum eigin þegnum. Snorri er hér að marséra í takt við gæsagang Bruna B.B. Eins og sést hefur undanfarna daga hefur löggjafinn verið duglegur við að koma þessu að og vorkenna sjálfum sér í stað þess að gera hið eina rétta og boða til kosninga í gjörbreyttu þjóðfélagi. Ef þeir eru svo frábærir, hvað hafa þeir að skelfast í kosningum? Eiga þeir ekki öruggt sæti?
Sjáið seinni hluta þessa myndbands:
Noam Chomsky fer yfir þetta nokkuð vel. Stjórnvöld um allan heim fögnuðu áhrifum 9/11 í þessum skilningi, Birni Bjarnasyni varð ekki kápan úr því klæðinu heima og þessvegna er ekki búið að verða mótmælendum að bana í áhlaupum lögreglu á þá. Fólk er að nota skyr, egg, sleifar með réttsýni og hugrekki á móti kylfum, táragasi, piparúða og skipulögðum, óeirðaþjálfuðum sérsveitarmönnum. Hin móralski sigur verður alltaf fólksins og ef lögreglan gerir skyldu sína og ekki fleiri afglöp en hægt er að fyrirgefa (munum að menn fara í lögguna til að standa í þessu, eru á launum við þetta) mun hún standa hnarreist eftir líka.
Lögreglan gæti leyft sér, líkt og Snorri er hér að óska eftir að vera kleyft, að vera kleift að níðast á þúsundum vegna of djarfrar framgöngu nokkurra tuga mótmælenda. Hann ætti að byrja að hugsa um það nú þegar að í hinu Nýja og ÓUMFLÝJANLEGA Íslandi sem upp mun rísa mun slík óeirðalögregla ekki vera vinsæl. Ég efast reyndar um að þeir fái vinnu framar og verði fremur dregin saman seglin.
Lífsnauðsyn að auka fjárveitingar til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar