Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
23.1.2009 | 03:11
Divide & conquer
OK - Nú geta stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar klætt sig í appelsínugult og með þeirri vissu að Íslendingar ráðist ekki á óvopnaða samborgara tryggt það að ríkisstjórnin fái áframhaldandi starfsfrið og þurfi bara að hundsa einn og einn kurteislegan laugardagsfund.
Og að vera með eyrnatappa inni á þingi. Sem breytir reyndar engu því löggjafarþingið þarf ekkert að heyra,og hafa ekki annað gert en að stimpla allt sem frá ríkisstjórninni kemur.
Það er ekki víst að þetta gerist, en þó er það nokkur möguleiki. Nú er fólkið sem er búið að kúga og misbjóða búið að skrifa upp á að þagga niður í öðrum hópi fólks sem búið er að kúga og misbjóða, til þess að vernda kúgarana. Það hringir viðvörunarbjöllum.
Gerið þetta bara skynsamlega og látið ekki gabba ykkur.
Kveðja að utan.
Mótmælt í góðri sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 17:11
Ástand notað til að útvíkka heimildir til að níðast á eigin fólki
Neyðarástand er ævinlega notað af stjórnvöldum til að vernda sjálf sig gegn sínum skeinuhættustu óvinum - sínum eigin þegnum. Snorri er hér að marséra í takt við gæsagang Bruna B.B. Eins og sést hefur undanfarna daga hefur löggjafinn verið duglegur við að koma þessu að og vorkenna sjálfum sér í stað þess að gera hið eina rétta og boða til kosninga í gjörbreyttu þjóðfélagi. Ef þeir eru svo frábærir, hvað hafa þeir að skelfast í kosningum? Eiga þeir ekki öruggt sæti?
Sjáið seinni hluta þessa myndbands:
Noam Chomsky fer yfir þetta nokkuð vel. Stjórnvöld um allan heim fögnuðu áhrifum 9/11 í þessum skilningi, Birni Bjarnasyni varð ekki kápan úr því klæðinu heima og þessvegna er ekki búið að verða mótmælendum að bana í áhlaupum lögreglu á þá. Fólk er að nota skyr, egg, sleifar með réttsýni og hugrekki á móti kylfum, táragasi, piparúða og skipulögðum, óeirðaþjálfuðum sérsveitarmönnum. Hin móralski sigur verður alltaf fólksins og ef lögreglan gerir skyldu sína og ekki fleiri afglöp en hægt er að fyrirgefa (munum að menn fara í lögguna til að standa í þessu, eru á launum við þetta) mun hún standa hnarreist eftir líka.
Lögreglan gæti leyft sér, líkt og Snorri er hér að óska eftir að vera kleyft, að vera kleift að níðast á þúsundum vegna of djarfrar framgöngu nokkurra tuga mótmælenda. Hann ætti að byrja að hugsa um það nú þegar að í hinu Nýja og ÓUMFLÝJANLEGA Íslandi sem upp mun rísa mun slík óeirðalögregla ekki vera vinsæl. Ég efast reyndar um að þeir fái vinnu framar og verði fremur dregin saman seglin.
Lífsnauðsyn að auka fjárveitingar til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar