20.4.2010 | 14:41
Alþingi sameinað um andstöðu við forsetann
Þetta er þvílíka bullið og snýst bara um pólitík. Ég hlustaði á viðtalið og forsetinn lagði áherslu á að hér væri allt í lagi, en að náttúran væri að minna okkur að hafa varann á því hún gæti verið stjórnlaus og kraftmikil.
Ríkisstjórnin er að hefna sín á Ólafi fyrir að hafa stöðvað Icesave, Sjálfstæðismenn og Framsókn að hefna sín á honum fyrir að hafa ekki skrifað undir fjölmiðlalögin og ákveðinn hluti þjóðarinnar fyrir að hafa verið málsvari bankamanna erlendis (reyndar til jafns við önnur fyrirtæki sem um það báðu hérlendis).
Og þótt hann hefði verið stórorður (sem hann var ekki), hvaða áhrif haldið þið að orð forsetans hafi, sem eldfjallaaskan sem liggur yfir Evrópu hefur ekki? Í alvöru. Sjáið þið ekki að alþingi er að búa sig undir að afturkalla eina öryggisventilinn sem þjóðin hefur gegn valdstjórninni, þótt ófullkominn sé?!
Ef eitthvað er, þá ættum við að STYRKJA þennan öryggisventil, en ekki að gefa alþingi frekara alræðisvald en það hefur haft og leitt hefur hörmungar yfir þjóðina.
Og að lokum, þá ætti ferðaþjónustan að nýta sér eldgosið með þeim hætti að markaðssetja landið sem öruggt og þjóðina fyrirhyggjusama (eins og hún er) þegar kemur að eldgosum og að hingað verði auðvelt að ferðast og skoða vegsummerki gossins. Óbeisluð náttúra og hamfarir sem skoða má úr öruggri fjarlægð hefur mikið aðdráttarafl.
Óþarft að skapa óróa og hræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ferðaþjónustan fer bara væluleiðina enda eina leiðin sem hún kann undir þeirri fávitastjórn sem hún er og hefur verið undanfarna áratugi. Var ekki ráðinn á dögunum ferðamálastjóri með líffræðimenntun en öllum ferðamála- og ferðamarkaðsfræðingum hafnað? Árangurinn er bara í takti við fáránlegar ráðningar á þeim bæ og forsvar óhæfa langlegusjúklingsins í stöðu framkvæmdastjórans.
corvus corax, 20.4.2010 kl. 14:52
Ólafur er greindur maður og hefur hag landsins fyrir brjósti. Ég held að enginn geti neitað því, þó svo hann hafi gert mistök með því að upphefja útrásarvíkingana þá held ég að enginn í landinu vissi hversu spillt þetta kerfi væri hjá þeim og ég tel Óla ekki undanskilinn þar.
Hann er að mínu mati góður forseti og hann var að gera það sem var rétt í stöðinni og gæti mögulega bjargað heilmiklum fjármunum og lífum ef að ríkisstjórnir evrópu taka þetta til sín og gera viðbragðsáætlanir.
Jón, 21.4.2010 kl. 00:54
Hann vissi ekki, frekar en ég eða þú, að verið var að blekkja og ljúga að okkur. Við vissum þegar óeðlilegir og siðlausir hlutir fóru fram rétt undir yfirborðinu, en enginn vildi hlusta á neitt, síst þeir sem gátu raunverulega brugðist við. Því þetta var þeirra barn.
Því er ekki að neita að Ólafur var í aðstöðu til að hafa uppi varnaðarorð, en hann hafði ekki vald til að gera neitt hvort eð var. Tók bara þátt í rússíbananum og að því leyti held ég að siðfræðihluti rannsóknarskýrslunnar hafi rétt fyrir sér.
Því miður er ríkisstjórnin og þá sérstaklega leiðtogar hennar, of uppteknir af því að leggja áherslu á að "leggja forsetaembættinu siðareglur". Nær væri að styrkja það, gera það sjálfstæðara og óháðara umhverfinu. Það gengur ekki að bankar, fyrirtæki og stofnanir geti leikið sér með forsetaembættið eins og það lék sér með stjórnvöld (þótt þau muni ekki viðurkenna það fyrr en í fulla hnefana) og til að stöðva það þarf mun meira og ANNAÐ en siðareglur. Jóhanna (eins og aðrir flokkar í ríkisstjórn fram að þessu) eru fyrst og fremst upptekin af því að þagga niður í forsetanum svo þau geti farið sínu fram. Því miður verður maður að horfast í augu við það.
Rúnar Þór Þórarinsson, 22.4.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.