Styð Runólf - Skammir til félagsmálaráðherra

Eftir að hafa lesið allt það sem ég kemst yfir að svo stöddu um þetta mál sýnist mér sem svo að Runólfur (sem etv. er í miklum spuna, en ég leyfi honum að njóta vafans) sé alveg hreint EINSTAKLEGA HÆFUR í starfið því hann er einn þeirra sem tapaði öllu í gin bankanna og sparisjóðanna. Merkilegt að allir einblíni ekki á það hvernig eigendur sparisjóðanna borguðu sjálfum sér með fé á ábyrgð Runólfs og náðu aleigunni frá honum í leiðinni heldur á að hluti kaupanna var fjármagnaður með lánum með fáránlegum veðum.

 

Árni Páll kemur út úr þessu sem popúlisti, tækifærissinni og í versta falli heigull og hann ætti að neita að taka við afsögn Runólfs og segja sjálfur af sér. Ég er orðinn langþreyttur á bullinu sem úr honum kemur um þau "kjör sem almenningi standa til boða". Það eru ekki kjör, heldur ókjör.

 

Skuldarar þurfa umboðsmann sem er blóðþyrstur í garð bankanna, mann sem á harma að hefna. Ekki einhverja puntudúkku sem situr og stendur eftir því hvaðan vindar blása fyrir hádegið.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Ég er nú eiginlega sammála þér Rúnar, inn með Runólf út með Árna Pál.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 4.8.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband