Barátta á villigötum

Ég gæti skrifað um þetta nokkuð langan inngang, en kjarninn í honum yrði: Ekkert eyðileggur baráttu betur en þöggun og yfirklór.

 

Annars er baráttan gegn klámi gersamlega vonlaus, t.d. vegna þess að klám er huglægt orð. Konur sem ekki eru í búrkum finnst einum klám á meðan annar segir kynlíf af þessu eða hinu taginu.

 

Það sem réttlátt er að berjast gegn er ekki "klám" sem slíkt heldur brot á einstaklingum, t.d. á réttindum þeirra. Stundum tengjast þau brot kynlífi í hagnaðarskyni, satt er það. Þau geta hinsvegar tengst hverju sem er - Trú, ást eða áfengi. Kannski ættum við að ráðast til atlögu við þetta allt saman?

 

Það sem fólk er almennt að hneykslast á núna hjá "femínistunum" (sem er frekar barðastór hattur, ég tel mig t.d. rúmast þokkalega þar undir því stefnan snýst um mannréttindi) er vanhæfni ákveðins hluta þeirra til að greina A frá B. Þannig lít ég á þetta.


mbl.is Gáfu Jóni heimildarmynd um áhrif kláms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Kannski er líka ákveðinn munur á feminisma og femifasima.

Einar Þór Strand, 9.9.2010 kl. 19:08

2 identicon

Mjög sammála þér.  Skilgreiningin á klámi er mjög víð, það sem einum finnst klám finnst öðrum eðlilegt og öfugt. Mér finnst líka merkilegt að klám fékk allt í einu undanþágu frá gríni. Þú mátt (smekklega að sjálfsögðu) gera grín að minnihlutahópum, mannréttindum, húðlit en ekki klámi.

Hvað varðar feminisma þá hefði ég ekki getað orðað þetta betur. Ég hef alltaf vilja kalla mig feminisma en skilgreiningin virðist vera á flakki. Þó segja flestir feministar að hún sé: "þú vilt jafnrétti en viðurkennir að í dag hallar á konur". Þessu er ég sammála. Svo lokst þegar ég hef sagt "jæja þá, ég er feminismi" þá koma allskonar aðrar skilgreiningar með og þar með klám. Þú ert ekki feminismi nema þú sért á móti klámi. 

Einnig er búið að vera tala um að klám sé gróft ofbeldi. Hvernig þá? Hverni getur allt klám verið gróft ofbeldi? (eða er þetta aftur spurning um skilgreiningu á klámi). Nauðganir, barsmíðar, niðurlæging get ég verið sammála um að sé gróft oflbeldi. En ég held til dæmis að fáir myndu segja að nektarmyndartaka hennar Ásdísar Ránar væri gróft ofbeldi, en það er samt klám! Mörg pör taka sig upp við samfarir til þess að horfa á það, en það er ekki klám. Hins vegar ef 3 aðili sér sömu spólu þá er það orðið að klámi. Til þess að ég geti verið á móti klámi þá þarf fyrst að skilgreina nákvæmlega hvað sé klám! Ég er á móti ofbeldi en því miður þá get ég ekki skilgreint allt klám sem ofbeldi. 

Jakob Ó (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 19:50

3 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Já ég er afar sammála því hvernig þú setur þetta upp.

Haukur Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 20:13

4 identicon

Jakob og Rúnar, hvernig væri bara að vera "jafnréttissinni" og játa að það hallar á bæði kynin á mismunandi hátt. Þá þurfið þið ekki að setja ykkur undir sama hatt og svona öfgasinnar eins og Feministafélögin virðast vera.

Gulli (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 22:03

5 identicon

Gulli: Ég er jafnrétta sinni og er ég alveg sammála þér að auðvitað hallar ekki bara á konur. Hins vegar verður að viðurkenanst að það hallar mun meira á þær t.d með minni laun og fleira. Þó eru til dæmi þar sem hallar mjög á karlinn. Þar má nefna lög um barneignir og forsjá. Þar hefur karlinn nánast engin réttindi.

jakob (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 01:22

6 Smámynd: Ellý

Gaman að sjá svona umræðu um málin, takk fyrir þetta :)

Ellý, 10.9.2010 kl. 13:18

7 identicon

Algjörlega sammála þér Ellý. Þessi bloggfærsla gladdi mig mjög. Því meiri hlutinn af þeim bloggum sem eru hér á MBL.is er órökstudd og með miklum fordómum. Það mætti halda að sumir blogga aðeins til að sjokkera. Og þar sem þessi var rökstudd þá þýðir það að hann fær færri komment og minni athygli.

En þessi færsla var góð.

Jakob (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband