Ríkisstjórn Geirs gerði allt rétt og eðlilega

Hér er smá skammtur:
  • Upplýsingaflæði innan ríkisstjórnar Geirs Haarde var gott og viðeigandi ráðherrar voru upplýstir um sína málaflokka.
  • Geir og Ingibjörg eru svo fjarri því að vera flokksforingjar sem mökkuðu sín á milli án þess að leita álits og ráða sem nokkur getur verið. Foringjaræði var ekki til.
  • Viðbrögð þeirra við að flytja Icesave erlendis eins og reynt var að gera voru ekki bara fullnægjandi heldur gengu þau lengra en búast hefði mátt við.
  • Forsætisráðherrann gætti þess að ráðuneyti sem þurftu að vinna saman á ögurstundu gerðu það vel og örugglega.
  • Sérhagsmunahópar áttu aldrei innangengt hjá Geir Haarde eða hans flokki. Hann bauð yfirgangssömum kvótakóngum í byrgin, afþakkaði styrki frá þeim og vísaði bankamönnum og orkufyrirtækjum sem vildu sölsa undir sig orku Íslands fyrir ekki neitt þvert á dyr!
  • Allt tal um spillingu og sérhagsmunapot á vegum Framsóknar hjá síðustu ríkisstjórnum á undan er út í hött, þeir höfðu aldrei þann atkvæðisfjölda á bakvið sig að geta nokkuð aðhafst eða verið með veruleg áhrif.
  • Geir og sjálfstæðisflokkurinn allur létti skattbyrði af hinum tekjuminni og gættu þess að þeir sem hefðu mest á milli handanna, og græddu mest og notuðu mest af innviðum íslenska ríkisins greiddu hlutfallslega meira til samfélagsins en þeir sem vart máttu við því.
  • Geir og ríkisstjórnir hans upplýstu þjóðina um leið og illa horfði.
  • Ríkisstjórn Geirs og seðlabankastjórn voru sjálfstætt starfandi einingar, faglegar og ákvarðanir þeirra voru ekki aðeins réttar og fyrir bestu heldur afskaplega tímanlegar og teknar af yfirvegun.
  • Geir Haarde, Árni Mathisen, Ingibjörg Sólrún og Björgvin sögðu ALDREI ósatt!

 

...vá maður! Mér tókst að skrifa þetta!


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Guð blessi ísland.

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 06:28

2 identicon

Er þetta kaldhæðni?

Halldór (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 09:08

3 identicon

Gæti verið eftir einhvern af þessum hægribláu moggabloggurum hér sem nóg er af... en efast stórlega um það:).  Nóg er þó af þessum málflutningi!

Skúli (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:35

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þurftirðu í alvöru að spyrja Halldór? :D :D

Fingurnir á mér fóru í uppreisn við að skrifa þessa þvælu og brotnuðu allir saman. Það kom rödd frá himnum líka og sagði mér að skrifa þetta ekki en ég gerði það samt!

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.9.2010 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband