Klíkumyndun um mjólk, fisk, kjöt og grænmeti?

Undanfarinn áratug hefur þessi grýla skotið upp kollinum hvað eftir annað. Kvótinn og úthlutun veiðiheimilda er einn sirkusinn. Mjólkurframleiðslan annar. Kartöflur? Kjöt? Loðdýr? Fiskeldi? Minnir eiginlega á ástarsamband samtaka atvinnulífsins og ASÍ. Módel efnahagslegrar og pólitískrar einkavinavæðingarstefnu.

 

Stundum hefur mér fundist ég og þeir sem ég þekki búa í sirkus. En í staðinn fyrir að vera á pöllunum erum við í búrinu á gólfinu að hoppa í gegnum logandi hringi og láta hlæja að okkur. Ljónatemjarinn þarf að kúga ljónið til að stjórna því, en það kemur að því að ljónið étur hann.

 

Þó held ég í þessu tilviki að einmana rödd af austfjörðum komi varla af stað skriðu. Verður sjálfsagt þaggað áfram sem hingaðtil vegna þess að þeir sem áttu að grípa í taumana á þessari efnanotkun eru líka þeir sem eiga að rannsaka málið. Svona eins og greiningardeildir bankanna og Þjóðhagsstofnun Íslands. Reka þá sem láta ekki stjórnast.


mbl.is Krefst opinberrar rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Rúnar - ég vona að þú hafir ekki rétt fyrir þér varðandi það að einmana rödd að austan komi varla af skriðu ..............Bloggarar hafa hingað til sýnt að þeir geta haft áhrif og þarna er ekki bara um að ræða alvöru framleiðslu heldur líka atvinnu og lífsviðurværi heils sjávarþorps..............

Eyþór Örn Óskarsson, 16.9.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er sama hvar borið er niður í bananalýðveldinu Íslandi.  Spillingin er allsráðandi.  Það hefur versnað ef eitthvað er eftir hrun þrátt fyrir málamynda umbætur.  Bankarnir og skilanefndirnar eru kannski skýrasta dæmið.  Þar hefur spillingin náð alveg nýjum hæðum eftir hrun.

Guðmundur Pétursson, 16.9.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Auðvitað vona ég að einmana rödd af Austurlandi sé dropinn sem fylli mælinn. En ef þú spáir í því þá minnka líkurnar til áhrifa í veldisfalli með fjarlægð frá Austurvelli. Ég fjalla þarna aðeins um líkurnar á því að þetta hræri við mönnum, ekki það sem mér finnst æskilegt eða réttlátt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.9.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband