Tryggð við flokkinn borgar sig!

Maður spyr sig hversvegna þessi maður var valinn. Nokkrir kostir koma til greina, og maður hlýtur að velta þessu fyrir sér:

A. Geir H. Haarde notar tækifærið og kemur sínum manni að í æðstu stöðu. Innanflokksmaður í stærsta fyrirtækisyfirtöku sem um getur á landinu hlýtur að vera góður til að viðhalda klíkupólitíkinni.

B. Reynsla hans af því að stýra Icebank í gjaldþrot var ómetanleg. Hann endurtekur varla þau mistök.

C. Sem starfsmaður seðlabankans, var hann náinn samstarfsmaður hinna sem stýrðu landinu í gjaldþrot - Davíðs Oddssonar, greiningardeildarinnar og annarra þar sem manni dettur helst að séu búnir að vera á fylleríi í fimm ár.

D. Sem ráðgjafi Geirs á hann gott eitt skilið eftir að hafa stýrt þjóðarskútunni þangað sem hún er strönduð.

...maður spyr sig hvað er milli eyrnanna á Geir & félögum. Það skiptir engu máli þótt maðurinn sé væri hæfasti maður í heimi, þá er það eitthundrað prósent ábyrgðarleysi - pólitískt og raunsætt séð - að skipa manninn í þessa stöðu. Nú hef ég engar upplýsingar aðrar um manninn en það sem hann hefur komið nálægt að þessu leyti, og allt sem ég segi er - Hann lyktar af innherjamykju.


mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

og svo eru ofurlaunin náttúrulega hætt þannig að hann neyðist til að sætta sig við 2 milljónir tæpar á mánuði.  Það eru ekkert ofurlaun ef maður miðar við það sem bankastjórar höfðu... en halló hvernig væri að miða við það sem hinn almenni, atvinnulausi maður hefur sem verður sjálfsagt fjölmennasta stéttin hér á landi bráðlega. 

Sigurður F. Sigurðarson, 21.10.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband