Skipuleggið ykkur

Svo það komi skýrt fram þá eiga þessi mótmæli rétt á sér - Þegar yfirvöld beita lögreglunni til að hræða, en ekki vernda, borgarana, þá er mikilvægara en nokkru sinni að grípa til aðgerða.

Stjórnmálaflokkar, lögreglan, sérsveitin og önnur tól sem eiga að þjóna almenningi en ekki að vera til kúgunar eru skipulögð búa að því að tala einni röddu sem vinnur að því að sundra röddunum sem á móti þeim rísa. Mótmælendur eru venjulega óskipulagðir en þegar þeir skipuleggja sig, þá er bylting óumflýjanleg ef nægilega margir eiga í hlut.

Borgarar á íslandi eiga ekki rétt á því að grípa til ofbeldis sama hvað á dynur. Lögreglan ein hefur þann rétt, en æðsti yfirmaður hennar nú er lögregluríkissinni eins og oft hefur komið fram. Hann vílar ekki fyrir sér að beita lögreglunni eins og her gegn eigin borgurum, líkt og fyrirrennarar hans í sjálfstæðisflokknum en þeir líta með stolti til þess hvernig þeir kúguðu þjóðina til hlýðni á Austurvelli á 5. áratugnum. Það er undir ykkur komið að það eigi sér ekki stað aftur - Þeir mega sín einskis gegn margnum.

Íslendingar - Sameinið krafta ykkar og látið ekki þagga ykkur niður með aðgerðum sem þessum! Ég hvet ykkur eindregið til að grípa til þeirra aðgerða gegn óstjórn, spillingu, kúgun og föðurlandssvikum sem ykkur þykir við hæfi EN EKKI GERA ÞAÐ Í EINRÚMI. Ef þið viljið skrifa greinar, sækja mótmælafundi, sletta skyri, flagga fánum eða frelsa fólk úr fangelsi - Gerið það þá! Látið ekki taka ykkur úr umferð eitt í einu, það er helsta vopn þeirra opinberu stofnana sem er hægt að nýta til þess að kúga eigin borgara. Munið að ÞIÐ eigið landið, stjórnvöld eru ekki alvöld heldur vinna í ykkar umboði.

Þessari ríkisstjórn verður ekki komi frá, nauðsynleg endurnýjun (fjárhagsleg, pólitísk, siðferðisleg) mun ekki eiga sér stað án þess að yfirvaldið verði neytt til þess af þegnum sínum.

Gangi ykkur vel að mótmæla!


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband