Þetta er allt í lagi!

Þetta er í góðu lagi. Almennir borgarar standa skil á skuldbindingum bankanna og taka á sig skellinn fyrir vanhæfni og seinagang FME, Seðlabankans og Alþingis.

Enginn þarf að hafa áhyggjur af neinu af því fólki sem stjórnar þarna heldur, né Hreiðari Má, Björgólfunum, Lárusi, Sigurjóni og kvótakóngunum sem stungið hafa þjóðarauðnum í eigin vasa í erlendum skattaparadísum. Almenningur - Hafið ekki áhyggjur, þeir auðguðust á ykkar kostnað svo og þeir sem standa þeim næstir, og það verður pottþétt í lagi með þá.

Nú er bara að láta þá komast upp með að kaupa allt á brunaútsölu og sitja við völd - Helst kjósa þá aftur sem þess eiga kost og þá verður allt eins og fyrr. Þegar allt kemur til alls er fólkið sem stýrði landinu í gjaldþrot og brást almenningi með því að sitja á upplýsingum og þegja þegar annað hefði komið sér tímabundið illa fyrir þá en vel fyrir almenning eina fólkið sem er treystandi fyrir því að stjórna.

Bara nokkra mánuði í viðbót og þá hafa þeir náð því kverkataki sem þeir hafa stefnt að undanfarin ár.


mbl.is Vextir 22% af skattfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú ert alveg með þetta.

Vilhjálmur Árnason, 3.1.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband