20.1.2009 | 23:06
Er andhverfan við mótmæli ekki meðmæli?
Menntamálaráðherra skilur kannski ekki orðið: "Mótmæli" ef henni finnst það ekki mega snúast upp í meðmæli Eða er það kannski "Meðmæli" sem hún ekki skilur? Eða er hún kannski bara að rugla í okkur með þessum kjánalegu kommentum í einhverjum óljósum tilgangi? Hvað fleira segir hún... "Við verðum að halda þessu kerfi okkar gangandi." - Þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt líka því hún verður brátt ein um þá skoðun. Það er nákvæmlega það sem verið er að mótmæla svo kröftuglega.
"Við erum með traustan meirihluta á þingi", segir Geir. Það má allavega treysta því að hann læðist í gegnum neðanjarðargöng til að komast óséðir undan fólkinu sem þeir eiga tæknilega séð að vera að vinna fyrir. Ekki skrýtið, þ.s. eftir daginn í dag mundi vinnuveitandi Geirs og Katrínar sennilega segja þeim að hengja sig í næsta ljósastaur ef af þeim næðist tal.
Þegar Þorgerður var hér um daginn að styðja við bakið á útrýmingarherferð Ísraelsmanna fyrir hönd Íslendinga uppnefndi ég hana "Sorpgerði Fratrínu" og saumaði henni blótsyrðahettu. Hettan passar henni enn - hún og Geir eru með höndina svo djúpt á kafi í afturendanum hvort á öðru að maður sér löngutöngina gægjast upp um kokið á þeim í öðru hverju sjónvarpsviðtali. Hinsvegar er komið tími á ný uppnefni og í tilefni mótmælanna í dag þá mælist ég hér með til þess að þau Standa á Gatrín og Fleir í Görne druslist til að segja af sér, og ganga til nýrra kosninga eigi síðar en í vor.
Næst kveikir fólk í alþingishúsinu.
PS. Hafi lögreglan handleggsbrotið miðaldra mann með því að þusta að honum þar sem hann stóð að fylgjast með, þá mælist ég eindregið til þess að fólk bjóði lögreglunni upp á krepputilboðið: "Tveir fyrir Einn."Þeir eru kannski hraustir, en ég held að löggan sé áreiðanlega ekki með handleggi úr stáli.
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var einmitt að hugsa þetta sama...
Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2009 kl. 23:14
Mér fannst lögreglan ganga allt of langt í gær. Þeir segja að þeir hafi verið að svara grjótkasti en fólk sem þarna var við vinnu sína segir þetta hafa verið tilefnislaust. Að berja gamalt fólk er takmarkaður hetjuskapur og að gera það með kylfu er bara aumingjaskapur. Fólk fer að mæta vopnað á þessi mótmæli ef lögreglan heldur svona áfram og þá er ég ekki að tala um 2 cm vasahnífa.
Ég er viss um að flestir lögreglumenn töpuðu miklum fjármunum vegna afglapa ráðamanna. Þeir ættu kannski frekar að nota piparúðann sinn og rýma alþingi því þar situr fólk sem er að beita miklu ofbeldi gegn fólkinu sem það á að vera að þjóna.
Björn Þ. Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:40
Ég held nú að það að tala um lögregluna sem eitthvað skrímsli í þessu samhengi sé ekki réttlátt, þarna er bara samansafn ágætra manna sem eru bara breyskir sem við hin.
Ástandið sem skapaðist við þinghúsið okkar í gær er eitthvað sem öllum ætti að bera gæfa til að forðast, því að skrílslæti sem þessi eru engum til góðs, aðeins til tjóns...
Eiður Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.