Alveg kolvitlaus þessi fyrirsögn

Stjórnvöld eiga að vera dauðhrædd við fólkið. Allavega eftir síðustu daga.

 

Annars virka þau ekki (ekkert aðhald).

 

Trixið er að fela aðhaldið í lög þannig að til ofbeldis þurfi ekki að koma heldur verði slíkum tilfinningum veitt í lýðræðislegan farveg. Þar þurfa hugsjónir að ráða för en ekki eiginhagsmunir flokkanna sem setja lögin. Og þar liggur hundurinn grafinn. Stjórnarform landsins þarf að vera annað en nú er. Löggjafinn má ekki vera undir hæl framkvæmdavaldsins eins og nú er! Þetta kerfi er löngu úr sér gengið.

 

Hvernig förum við að þessu? Leggjum hart að minnihlutastjórninni sem mynduð verður að hún gangi frá því, og leggi drög að þeim stjórnarskrárbreytingum sem þörf er á til að það megi verða að veruleika. Og hvernig leggjum við hart að henni? Ef hún ætlar að reyna að sigla inn í nýjar kosningar án þessara breytinga, þá endurtekur fólk bara leikinn og lætur hana ekki komast upp með það.

 

Þjóðin má alls ekki ýta þessu vandamáli á undan sér, það kemur til uppgjörs fyrr en síðar og ég vil fremur að það verði á okkar vakt en hjá börnum okkar eða barnabörnum.

 

Áfram Ísland!


mbl.is „Eigum ekki að óttast þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Sammála þér. Nú er rétti tíminn til að vaka yfir öllu sem verður að gerast.

Vilhjálmur Árnason, 22.1.2009 kl. 06:19

2 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Sæll Rúnar, auðvitað eiga stjórnvöld að hræðast almenning, eins og þú segir þá er hætta á að þau virki ekki rétt.

En hvaða stjórnarskrárbreytingar þarf að knýja í gegn sem laga allt saman?

Hallgrímur Egilsson, 22.1.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Reyndar er ekkert athugavert við þessa fyrirsögn... Vitleysan felst í orðum Ágúst Ólafs sem sagði þessi orð. Blaðamaðurinn tók áhrifamestu orð hans og notaði þau sem fyrirsögn. Þau eru áhrifamest, því þau eru svo vitlaus!

Hallgrímur Egilsson, 22.1.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sælir, og takk fyrir tilskrifin.

Stjórnarskrárbreytingarnar sem knýja þarf í gegn lúta að því að breyta hinu undirliggjandi vandamáli, en það er flokkræðið sem leiðir til þess fámennisveldis - óligarkís - sem ríkir á landinu í dag. Núverandi stjórnarform hefur verið mönnum ljóst að virkar ekki sem lýðræði, þ.s. löggjafanum og framkvæmdavaldinu er steypt saman þannig að framkvæmdavaldið samanstendur af formönnum flokkanna, eru þingmenn og það að fella þá felur í sér sundrung ríkisstjórnarinnar og þar með að þingmenn missi starf sitt og völd (sem fælir þá auðvitað frá því að kjósa samvisku sinni samkvæmt - enginn vill vera gerður útlægur af eigin fólki).

ÞETTA er það sem ekki gengur. Það má ekki sofna á verðinum þótt hér sé verið að knýja fram kosningar - Þeir sem kosnir eru þurfa að ganga frá því að aðskilja þessa valdaþætti, t.d. fara í átt að Bandarískri fyrirmynd. Vel má hugsa sér að forsetaembættinu yrði breytt verulega, það er hálf ómögulegt að halda því svona mitt á milli þess að vera fyrst og fremst táknrænt og þess að vera valdaembætti (með neitunarvald). Til þessa þarf stjórnarskrárbreytingu, náist um þetta samstaða.

Þetta er ekki neitt nýtt reyndar, hér hafa menn verið að tala um þetta í 30 ár, en nú fyrst að komast skriður á hlutina.

EKKI MISSA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ LAGA FORMIÐ ÚR GREIPUM YKKAR KÆRU LANDAR!

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.1.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband