Minnir á samúðina með Ingibjörgu

Eða hvað? Minnir þetta þig ekki á alla samúðina sem Ingibjörg hefur fengið í sinni baráttu?

 

Eða minnir þetta kannski á það hvernig síðustu 10 mínútur fyrir tilkynningu Geirs í hádegisfréttum RÚV fóru í að skíta yfir samfylkinguna fyrir að vera ekki búin að gera hallarbyltingu á móti Ingibjörgu þ.s. hún hefur ekki getað verið 100% við stjórnvölinn upp á síðkastið. Vitna í allskyns "Flokkurinn er stjórnlaus." yfirlýsingar, og gera að því skónum að flokkurinn standi og falli með Ingibjörgu einni vegna þess að hún hefur ekki viljað stíga til hliðar sökum æxlismyndunar sem reyndist GÓÐKYNJA en ekki illkynja.

 

Kemur engum þetta spánskt fyrir sjónir - Geir kynnir þessar hræðilegu fréttir (sannarlega finn ég til samúðar með honum og fjölskyldu hans) fyrir miðstjórn sjálfstæðisflokksins, og þeir setja strax í gang með því að nýta sér ítökin á fréttastofunni til að undirstrika meinta arftakamenningu sjálfstæðisflokksins og bera hana saman við meint arftakaleysi  Samfylkingarinnar sem snýr ekki bakinu svo glatt við Ingibjörgu, sem er frömuður á margan hátt, þótt hún hafi misstigið sig nokkuð á síðasta ári.

 

Mér finnst þetta viðbjóðslegt, en það er ekki við öðru af sjálfstæðisflokknum að búast. Að nota umhyggju og hlýjar tilfinningar Samfylkingarinnar til síns formanns sem á í veikindum til þess að gefa í skyn að þau séu óstjórntæk en nota krabbameinið í sínum formanni (sem í raun endurspeglar flokkinn) til að undirstrika hvað þau séu æðisleg.

 

Veikindi eru bara veikindi. Vonum það besta fyrir sjúklingana og hættum að notfæra okkur veikindi þeirra til að níða þau niður og gera lífið erfiðara.

 

Góðan bata.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega átt þú bágt.

hs (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hefur ekki hvarflað að þér að leita þér aðstoðar?

Þráinn Jökull Elísson, 23.1.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband