Tímamótaverkefni!

Þetta er algerlega nauðsynlegt - Mun nauðsynlegra en annað sem þarf að taka á.

Hér þarf að tryggja að ekki sé tjaldað til einnar nætur með framtíð landsins, heldur þarf að ráðast að rót vandans sem er ósjálfstæði löggjafarvalds og framkvæmdarvalds gagnvart hvoru öðru.

Það fólk sem stýrði hér landinu í þrot var í raun, ef svo má segja, ekki sjálfrátt heldur er skipbrot sem þetta óhjákvæmileg afleiðing gallaðs forms. Formenn flokkanna, sem iðulega eru ráðherra/framkvæmdavaldið, eru sama fólkið í núverandi formi og leggur fram lögin. Þeir flokksmenn sem rísa gegn formanninum/ráðherranum/frumvörpunum eru svo útskúfaðir sem uppreisnarseggir og liðleskjur - Tökum Kristinn H. Gunnarsson sem dæmi - Fylgdi ekki flokkslínunni og veitti virkt aðhald og var innan skamms eins og bastarðurinn sem flokkurinn skammaðist sín fyrir.

Ástæðan fyrir því að ég segi ÓHJÁKVÆMILEG er að ráðherrunum skjátlast eins og öðrum, og þurfa virkt, sjálfstætt og gagnrýnið aðhald fólks sem er sjálfstætt frá ráðherrunum.

Það er því ekkert vit í öðru en að koma á kerfi sem svipar til þess sem t.d. tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem forsetinn og ráðuneyti hans starfar sjálfstætt gagnvart þinginu og öfugt. Það verður að eiga sér stað virk samræða á milli framkvæmdarvaldsins og löggjafans.

Sem stendur er lögþingið svo ósjálfstætt að þeir gætu alveg eins verið heima, og við sparað okkur að þurfa að greiða þingfararlaun til allra þessara þingmanna sem er gert að fara eftir því sem formennirnir segja eða kveðja frama sinn innan flokksins ella. Flokkskerfið íslenska stuðlar að því að þeir sem hafa sterkast hjarðeðlið veljast fremst í flokkana og hugsi á endanum sem minnst sjálfir og geri bara það sem þeim er sagt.  Ísland hefur ekkert við slíka "forystu" að gera.

Ef þetta er hinsvegar bætt, þá mun þetta lagast af sjálfu sér, þess er ég algerlega fullviss. Meðal annars vegna þess að ég held að fólk flest sem situr við stjórnvölinn ætli sér góða hluti en það sé ekki í mannlegu valdi að komast hjá hinu hræðilega heilaþvottaruppeldi sem flokkskerfið krefst.
mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Nokkuð til í þessu

, 24.1.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband