25.1.2009 | 15:50
Að vinna vinnuna sína
Ég tileinka þenna blogg þeim sem eru að vinna vinnuna sína:
Fjöldafunda mótmælendur með áherslu á málefnin: Þetta eru Raddir Fólksins. Þau eru stjórnmálaarmur Sinn Fein -Tala skýrt og skiljanlega. Þeir vinna vinnuna sína - Skynsemisvinna
Fjölmiðlar: Loks búnir að taka við sér eftir áratugarsleikjuskap við fjármálafylleríið. Mikið leið mönnum vel þá, loksins eru þeir að vinna vinnuna sína .
Ofbeldisfullir mótmælendur: Þetta er fólkið sem ekkert gerist án. Hver maður man ekki þá stöðu að flokkarnir ætluðu fyrir viku síðan að sitja út kjörtímabilið. Þeir eru ekki að ganga yfir strikið að neinu verulegu leyti, fyrir utan nokkrar gangstéttarhellur sem fengu að fljúga. Þetta fólk er að vinna vinnuna sína og ljá orðum Radda Fólksins brodd og kraft. Það er ekki hægt að líta framhjá því að þetta ofbeldi er algerlega nauðsynlegt til að gera fólkinu sem situr í skjóli gallaðra laga ljóst, að Fólkið Er Lögin. Þetta fólk er að vinna vinnuna sína.
Appelsínugulir: Forða skal meiðslum á fólki í lengstu lög. Þetta réttsýna hugrakka og friðsæla fólk stendur á milli ofbeldismanna og þeirra sem stjórnvöld stilla fyrir framan sig til að verja sig í nafni eigna þjóðarinnar eins og t.d. þess að "alþingishúsið má ekki brenna". Þetta fólk er að færa ofbeldið nokkra metra fjær lögreglunni, forða því að byltingin fari að snúast um fórnarlömb og fókusinn haldist á framtíðinni. Þetta fólk er að vinna vinnuna sína.
Lögreglan: Þetta fólk er ekki síður hugað. Það hefur skrifað upp á að viðhalda lögum og reglum sem í hinum fullkomna heimi endurspeglar vilja fólksins - Lögin eru þjóðin í hinum fullkomna heimi. Yfirleitt eru þeir að fylgja eftir lögum sem sett eru og virka í þágu borgaranna. Hinsvegar eru þeir í erfiðri aðstöðu þegar lögreglan veit að lögin, umgjörðin og afleiðingar laganna eru orðin rotin. Lögreglan hinsvegar þarf að vinna fólki tíma til að gera það sem rétt er. Lögreglan þarf líka að beita ofbeldi á móti öfgamönnum úr hópi mótmælenda - Án lögreglunnar hefur valdstjórnin enga vernd, og svoleiðis á það etv. að vera. Hinsvegar, á meðan lögreglan hangir inni sem andlit valdstjórnarinnar og reiðinni beint að henni veitist mönnum dýrmætur tími til að bregðast við óróa. Þann tíma þarf bara að nota. Hinsvegar velkist enginn í vafa um að lögreglan er að vinna vinnuna sína.
Ég gæti bætt við nokkrum málsgreinum um þá sem eru EKKI að vinna vinnuna sína. En ég vil tileinka þennan blogg því fólki sem er að leika sitt hlutverk í byltingunni - Bæði þeim sem drífa hana áfram með líkamlegu afli, óforsjálni og viðspyrnu eða með því að tala fyrir hana eða til að tempra hana.
Mótmælt á tveimur stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rúnar: þú mátt ekki blanda saman aðgerðasinnum, sem beita borgaralegri óhlýðni og þeim sem grýttu Lögguna með grjóti, þetta eru tveir gjörólíkir hópar. Þeir sem grýttu grjótinu eru ekki mótmælendur.
FLÓTTAMAÐURINN, 25.1.2009 kl. 15:57
Þessir grjótkastarar eru, eins og maðurinn sagði, mjög mikilvægur hluti af heild mótmælanna. Aðskiljanlegur, já, en mikilvægur. Ég er til dæmis ekkert viss um að það væri búið að boða til neinna kosninga án þeirra. Ég held ekki að Geir H. væri búinn að segjast munu ekki bjóða sig fram (hvað er með það?) í næstu forstjórakosningum út af einhverjum háls-eymslum án þeirra.
Þeir eru mikilvægir.
Það sem mér svíður meira en nokkrar fljúgandi hellur, er að þeir skuli vera mikilvægir. Af hverju í dauðanum er ekki bara hægt að rökræða við yfirvöld?
Það vantar alveg að hægt sé að vóta fólk af eyjunni fyrir afglöp ef það fer ekki af sjálfu sér. Þess vegna eru ofbeldismenn mikilvægir.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2009 kl. 16:09
Það má vel vera að ofbeldismótmælendur séu að vinna vinnuna "sína" en ekki mína og án þeirra hefði allt sem hefur gerst hjá stjórnvöldum í búsáhaldabyltingunni alveg eins heppnast. Ef eitthvað er þá var frekar hætta á því að þeir eyðilegðu fyrir og gæfu stjórnvöldum frekar ástæðu til að sitja kyrr og "tryggja" ástandið.
Ég set stórt spurningamerki við fyrir hvern eða hverja þessir ofbeldismenn voru að vinna. Í mínum huga voru þeir að hjálpa stjórnvöldum mun meira en mótmælendum.
Gunnar Þór Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 16:31
Það er klárt mál að þeir sem stugguðu við þessu vanhæfa ofríkisliði innan Alþingis með því að grýta Alþingishúsið með eggjum og málningu, ásamt því að berja húsið allt að utan, eru mestu áhrifavaldar þeirrar mótmælaöldu sem hér hefur risið gagnvart yfirvöldum.
Ég hef það haft eftir einum alþingsmanni úr röðum sjálfstæðismanna að það hafi verið sú bylgja mótmæla sem gerði þeim grein fyrir að þjóðin væri búinn að fá nóg af stjórnarfarinu. Þeim var verulega brugðið og á þeim degi skynjuðu þeir í fyrsta skipti að þjóðin var þeim verulega reið.
Fimmtán vikna mótmæli Harðar höfðu fram að þeim degi ekki haft nein áhrif. Alþingismen voru í afneitun fram að því að þessi atburður varð og trúðu því statt og stöðugt, og vonuðu, að þjóðin hefði ekki úthald í þessi mótmæli.
Ég bendi á að Hörður hefur sjálfur sagt að fimmtán vikna mótmæli hans hafi ekki verið búin að ná hænufeti þegar þarna var komið.
DanTh, 25.1.2009 kl. 16:39
Kæru samlandar
Já, ég mæli því ekki bót að senda gangstéttarhellu á lögregluna, en að fara ekki að tilskipun hennar og streitast hóflega á móti - Það er alveg nauðsynlegt. Að vera ógnandi? Já, þess þarf að vissu marki. Málið er að svona hlutir séu keyrðir upp hægt og rólega svo alvaran fari ekki á milli mála.
Gangstéttarhellan var klárlega prik handa ríkisstjórninni, tek undir það, en mótþrói mannfjöldans var til algerrar fyrirmyndar í heildina.
Hér er kjarni málsins: Ef einhver þessarra þátta hefði brugðist, þá væri Ísland ekki að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga sem nú eru framundan.
Hmm... þetta síðasta atriði er nokkuð sem ég held að fólk geri sér ekki fulla grein fyrir ennþá og mun verða rannsóknarefni samfélags og stjórnmálafræðinga um árabil. Þetta er etv. fyrsti sproti hins beina lýðræðis? Hver veit? Það sem er alveg nauðsynlegt beinu lýðræði er EITT torg þar sem allir borgarar taka þátt í samræðunum, og í þjóðfélagi samtímans er enginn staður sem býður upp á það annar en internetið.
Það er hinsvegar enn hægt að klúðra málunum og láta þetta fjara út - EKKI LÁTA ÞAÐ GERAST! Fara alla leið núna...
Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 16:29
Kannski að ég bæti því við hér sem ég hef minnst á í fjölda blogga - Þegar mótmælin eru komin á þetta stig er óhjákvæmilegt að út brjótist ofbeldi sem fer yfir strikið eða er "of snemma" á ferðinni (þ.e. líta út eins og borgarastyrjöld þegar mótmælin eru í raun aðeins lítillega að harðna).
Óhjákvæmilegt er ekki það sama og æskilegt. Hinsvegar þarf enginn að vera hissa á því og samfélagið tilbúið að taka á því.
Tökum t.d. piparúðann sem ýrist yfir þá sem "ekkert gera". Það er að ákveðnu leyti óhjákvæmilegt.
Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.