Repúblikanar ruglaðir

Ef þið væruð í Bandaríkjunum...

Hér er í alvörunni flokkur í landinu sem er með næstum 50% fylgi sem trúir því ENN að skattalækkanir á hátekjufólk sé eina leiðin til að rétta fjárhaginn af.

Allar hugsjónir og draumar þeirra, líkt og sjálfstæðismanna heima, hafa nánast gengið af þjóðinni dauðri, og samt eru stórir hópar kjósenda hér, líkt og heima  nógu miklir hálfvitar til að trúa að þeir séu rétta liðið til að bjarga málunum.

Ég beini því til kjósenda sjálfstæðisflokks og framsóknar að við fyrirgefum þeim afglöp fortíðarinnar - ykkur er vorkunn því yfirhylmingin var MJÖG professional - en að því tilskildu að þeir bæti nú fyrir. Ég beini  því til kjósenda hinna flokkanna að þvingan nú sína menn til að setja stjórnlagaþing á stofn og manna það stórum hópi sérfræðinga af Íslandi - okkar hæfasta fólki - og taka grunneiningar stjórnkerfisins í gegn. Ég vil hvetja almenning til að láta minnihlutastjórnina vita svo ekki verði um villst að við erum ekki að hvetja ríkisstjórnina til dáða af því að við viljum ÞAU endilega, heldur að við vitum að ÞAU eru eina fólkið sem mögulega mun standa fyrir gerð réttlátra kosningalaga, eðlilegrar stjórnarskrár, standa fyrir greinilegum aðskilnaði framkvæmda- löggjafar- og dómsvalds í eitt skipti fyrir öll og í gegnum það endurlífga þær hugsjónir sem ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar hafa afskræmt og nauðgað í gegnum árin.

Þá opnast fyrir möguleika á því að við veitum þeim áframhaldandi umboð að kosningum loknum, því engin verk stæðu þessum jafnfætis.


mbl.is 819 milljarða framlag samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sagði ekki Ingibjörg Sólrún að hátekjuskattur hérna væri aðeins táknrænn?  Það þarf að setja hátekjuskatta, eignaskatta fyrir stóreignamenn og hærri fjármagnstekjuskatt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 03:28

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Rebbarnir og Sjallarnir virðast ennþá búa í einhversskonar "bubble" veruleikafirringar.  En þeirra tími er liðinn!

Hvernig er það - eruð þið nokkuð að bæta við ykkur þarna suður í Atlanta?  Er orðinn svo helvíti leiður á frostinu hérna í Minnesota.    Værir þú nokkuð til í að senda mér upplýsingar um hverjum ég gæti prófað að senda ferilskránna mína? 

Með fyrirfram þökk fyrir aðstoðina - robert.bjornsson@gmail.com

Róbert Björnsson, 29.1.2009 kl. 05:28

3 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Skrítnir þessir rebúblikanar. Allt í fína að setja hundruði milljarða í vonlaust verkefni í Írak en að bjarga landsmönnum frá efnahagshruni, nei þá skal sparað!

Óskar Steinn Gestsson, 29.1.2009 kl. 06:15

4 Smámynd:

Góður pistill

, 29.1.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband