A Hundred Days of (Muted) Rage

Hverskonar fávitafrétt er þetta eiginlega að éta svona upp eftir horsætisráðherranum fráfarandi?

Stjórnin féll því fólkið bylti henni. Hér er grein úr vefritinu "Counter Punch":

A Hundred Days of (Muted) Rage

"..the Icelandic example provides powerful instruction that, when a people reject violence and take up a struggle together, they can still actually win."

Geir (og sjálfslæðismenn allir sem einn) hlustaðu nú - ÞJÓÐIN SEGIR: ÞÚ.... ERT.... REKINN!

Það hefur ekkert með Samfylkinguna að gera, hversu mikið sem þú gaular um það eftirá. Núverandi stjórn verður hent út sömuleiðis ef hún gerir ekki það sem hún Á AÐ GERA. Ég hef grun um að hún átti sig hinsvegar á því, andstætt þér og þínum.

Ekki nóg með það, geri þau rétt og setji stjórnlagaþing verður þeirra minnst sem "landsfeðranna " líkt og B. Franklin, Washington og þeirra fornu frægðarmanna hér í Bandaríkjunum.Og eins og ég skrifaði fyrir löngu verður Sjálfslæðisfokksins minnst sem "Helvítis fokking fokks", og þín, Davíðs og annarra utanþings-hugmyndasmiða þjóðargjaldþrotsins s.s. Hannesar Hólmsteins, Hannesar Smara, Sigurðar Einarssonar og co. verður minnst í sömu andrá og brennuvarga og landráðamanna Sturlungaaldar.

Til hamingju með það. Æðisleg arfleifð!


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Geirs verður vart minnst fyrir að vera leiðtogi.  Mér sýnist ný stjórn ætla að vanda sig....en vandinn er ærinn

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Fyrirsögn fréttarinnar mætti reyndar umorða:

"Geir: Stjórnast af eins manns hatri."

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Rúnar Þór.

Þú er greinilega reiður ungur maður með skoðanir, það er nefnilega gott að vera með skoðanir. Þá er vitað hvert á að stefna. Mér sýnist að við getum sennilega verið sammála um suma hluti og það er bara ansi fínt. Eignarhaldsfélög Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks hafa fengið að valsa um þjóðfélagið í áratugi. Mín ævi nær bara aftur til stríðsloka og minnið aðeins styttra. Þegar ég var að alast upp voru mjög skýrar línur.

Framsókn - SÍS - Kaupfélögin - ESSO - Samvinnutryggingar - Búnaðarbankinn "áttu" landsbyggðina og Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturhornið.

Þar voru kaupmenn - heildsalar - olíufélög BP og Shell - tryggingafélag man ekki nöfnin - Landsbankinn - Útvegsbankinn það voru þeir sem voru í útgerð - Iðnaðarbankinn iðnaðarmenn -  Verslunarbankinn verslunarmenn. Smámsaman var þjónustan fjölbreyttari en samt í skorðum.

Okkur á landsbyggðinni fannst þetta í lagi eða þannig, þekktum ekki annað. Ég veit ekki með fólkið fyrir sunnan, þá var ekki svo mikið samband.

Í stórum dráttum eru enn leifar af þessu kerfi og trúlega meira en við gerum okkur grein fyrir. Kvótinn skiptist milli kerfanna, bankar - tryggingafélög - olíufélög og svona mætti lengi telja.

Svo gerðist það voðalega, fleiri fóru að keppa í verslun. Fyrst kom Pálmi í Hagkaup sem var voðalegt og svo kom Jóhannes í Bónus og hann var enn voðalegri.

Þú veist hvað hefur gerst síðustu ár. Þetta eru málin eins og mér kemur það fyrir sjónir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Jónína Óskarsdóttir

Tími Sjálfstæðisflokksins úti! Vonandi.

Jónína Óskarsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:31

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vona að tími flokkseigenafélaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks séu úti. Sá draumur verður að veruleika þegar búið verður að kjósa Stjórnlagaþing sem fær það hlutverk að endurskoða/semja nýja Stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland og semja/endurskoða reglur um kosningar til Alþingis. Með því er hægt að gera nýjann grunn í stjórnskipan fyrir okkur. Minni á síðuna www.nyttlydveldi.is  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 22:59

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vér mótmælum öll!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:50

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Takk fyrir tilskrifin öll, og áminningarnar Hólmfríður. Ég er svona meðal-ungur geri ég ráð fyrir - 35 ára - en þú hefur rétt fyrir þér með það að ég sé bálreiður. Þar kemur margt til, og ég nenni ekki að fara út í það hér. Reiðin út í flokksræðið og vanhæfi sjálfstæðisflokksins er mjög réttmæt, og ég er búinn að vita eins og þorri landsmanna að af spillingu þeirra leiði ekkert gott - Fyrr eða síðar hlaut blekkingin að hrynja undan eigin þunga.

Flokkseignir Sjálfstæðismannans eru að uppistöðunni til fiskikvótarnir. Þjóðin á að fá þá aftur. Þjóðlendur eru annað atriði, tilraun Framsóknarmanna til að stela landréttindum af bændum eins og Sjálfstæðismenn stálu fiskinum af þeim fyrir 70 árum eða svo.

Eg er búinn að skrifa undir www.nyttlydveldi.is - takið nú reynið að hvetja þetta fólk sem er að sækjast eftir sömu hlutunum að vera ekki að dreifa orku sinni í mörg framboð. Annaðhvort vera sterkur þrýstihópur eða bjóða fram sem einn flokkur.

Þrýstihópar á Islandi eru búnir að sanna sig, nú kann fólk á þetta. Það er ekkert verri kostur. Þó mundi ég sennilega kjósa flokk sem ætlaði að umbylta stjórnarfarinu á Íslandi ef það væri eina stefna hans.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.2.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband