19.2.2009 | 15:33
CCP er snilldarfyrirtæki
Farið gæti fé betra en að fjárfesta í sprotafyrirtækjum eins og upprennandi CCP-týpum. Þetta fyrirtæki er bara snilld, og er keyrt áfram af hugviti, áræði og krafti.
Slík fyrirtæki gefa fólki í námi, viðskiptum og hverskonar athafnalífi eitthvað til að horfa til, bera sig saman við, læra af og stefna að.
En álver...? Hver stefnir á álver?
Fólk rambar kannski þangað ef það býðst en það segist enginn ætla að vera "rafgreiningarmaður í álveri". Hef reyndar oft séð menn fagna álveri sem hátækniiðnaði. Segðu mér annan... þetta er skítug verksmiðjuvinna alveg sama hvernig hún er tigingerð og skreytt með orðum.
CCP með flesta starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi grein sprotafyrirtækja á örugglega bjarta framtíð á Íslandi. Tími nýrra álfyrirtækja er trúlega á enda runninn í bili að minnsta kosti. Ég er ekki andstæðingur þeirra sem slík, en heilbrigð skynsemi segir mér að nú verði hlé á slíku.
Hátækni iðnaður er fýsilegur kostur og hygg ég að æ meira verði litið í þá átt. Ferðaþjónustan er líka loksins að fá viðurkenningu sem atvinnugrein, en ekki bara sem draumur einhverra þrákálfa sem hafa það sem áhugamál að byggja slíkt upp.
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 16:13
Snilld já?
Ég veit svei mér þá ekki hvort er skárra, álver eða tölvuleikjafyrirtæki.
Hver hefur eiginlega þörf fyrir tölvuleiki? Ekki fíklarnir sem spila flókna félagsleiki eins og Eve og World of warcraft, það get ég sagt ykkur. Ég get auðveldlega réttlætt því að stilla þessu fyrirtæki upp við hliðina á samkeppnishæfum áfengisframleiðanda, t.d. Smirnoff.
Það er eins og ef íslenskt fyrirtæki skilar peningum í þjóðarbúið þá sé það æðislegt - óháð því hvernig peningarnir verða til. Erum við búin að gleyma filleríinu sem við vorum á þegar bankarnir og aðrir skiluðu inn (að-því-er-virtist) peningum og við hrópuðum hvert upp í annað hvað lífið er æðislegt og kölluðum erlenda hagfræðinga sem bentu á vandann "öfundsjúka".
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:42
Hæ bæði
Hólmfríður - Ég var svosem ekki mjög á móti einu álveri eða svo þarna í Straumsvík, enda fæddur eftir að það var byggt, en að treysta á áframhaldandi útskóflun þeirra eins og treyst var á minkabúin er algert slys. Við þurfum fjölbreytni. Það er nóg við orkuna að gera.
Gunnar - Ekki nær samlíkingarkraftur þinn miklum hæðum ef þér gengur svona illa að líkja saman Rio Tinto og CCP :) Nenni varla að útskýra þetta fyrir þér. Tek þó undir það að maður getur hæglega orðið háður EVE Online, en þó er afar mikilvægur munur á því og Smirnoff framleiðandanum þínum. Áfengi gerir þig líkamlega, andlega og félagslega háðan. Fjölnotendaleikir húkka þig hinsvegar félagslega fyrst og fremst, síðan andlega og alls ekki líkamlega. Það þýðir ekkert að væla yfir því þ.s. félagsleg hegðun er manninum mikilvæg og er uppspretta góðs. Maður getur orðið háður öllu sem veitir manni ánægju á einhvern hátt. EVE veitir manni útrás á fjölmargan hátt, og þar er það mismunandi fyrir hvern og einn. Það er einmitt samfélagið og hin raunverulegu tengsl milli manna sem nú telja yfir 260.000 (eða jafnmargir og íslendingar voru þegar ég var 10 ára) sem gera þetta svo stórkostlegan hlut.
Án þess að útskýra þetta nánar vil ég minna á líka að komment mitt er ekki síst til að hvetja sprotafyrirtæki og frumkvöðla til að virkja aflið í sér. CCP er eitt gleggsta dæmið um verðmætaskapandi hátækniiðnað, því í samfélaginu liggja verðmæti.
Rúnar Þór Þórarinsson, 20.2.2009 kl. 15:27
Ekki nenni ég að svara fyrir smáárás þína á mig persónulega út frá samhengislausum forsendum. Þú kannski tekur skrif mín sem árás á þig persónulega af því ég sé að þú ert titlaður leikjahönnuður. Það er þó fjarri lagi.
Varðandi fíkn í tölvuleiki, áfengi og t.d. fjárhættuspil, þá verð ég því miður að segja að ég gef lítið fyrir orðin þín líkamlega, andlega og félagslega háðan. Er tölvuleikjafíkill sem er pirraður yfir því að geta ekki komist heim að spila ekki "pirraður í anda". Svo ég missi ekki af kjarna málsins ætla ég að skrifa um hvernig þessar fíknir birtast:
Skiljanlega er meiri mótstaða gegn áfengisfíkn og fjárhættufíkn í samfélögum heimsins vegna þess að áfengisfíkillinn skemmir líkama sinn hraðar en tölvuleikjafíkillinn og er auk þess líklegri til að skaða samfélagið þegar hann er í vímu. Fjárhættufíkillinn skaðar svo bæði sinn efnahag en einnig fjölskyldunnar ef henni er til að dreifa, ólíkt flestum tölvuleikjafíklum.
Hins vegar skaðar tölvuleikjafíkillinn líkama sinn eins og hinir (en ekki endilega jafn mikið) því áhugi hans er skv. skilgreiningu á tölvuleikjum en ekki líkamsrækt.
Hann einangrar sig frá fjölskyldu og öðrum sem hann hittir bara í raun-heimum og þá jafnvel meira en áfengissjúklingurinn því tölvuleikjafíkillinn getur stundað fíkn sína miklu lengur en hinir fíklarnir (því tölvuleikjaspil er ekki jafn líkamlega erfitt og áfengisneysla og spilafíkillinn á ekki endalausa peninga).
Það sem mér finnst svo hræðilegt við tölvuleikina er að þeir draga að sér fólk sem á erfitt með venjuleg samskipti við fólk. Kannski vegna þess að félagsfælið fólk skaðar sig ekki nógu mikið með tölvuleikjaspilinu að þá getur það stundað þetta áratugum saman án þess að vera fyrir neinum. Það einangrar sig m.ö.o. og lifir með þessum ótta sínum án þess að hafa jafn ríka þörf fyrir að snúa við blaðinu eins og sá sem er að drepa sig og aðra með áfenginu eða sá sem varð gjaldþrota í fjárhættuspilinu. Þessir síðarnefndu geta að þessu leiti séð að það er engin önnur leið en að hætta fíkn sinni og hefja nýtt líf.
En burtséð frá öllum fíknum, hvers virði er tölvuleikjaspil fyrir þann sem stundar það? Skilar það nokkrum árangri? Með því að eiga venjuleg samskipti við vini sína í staðin fyrir online samskipti eða leggja stund á áhugamál sitt getur einstaklingurinn t.d. lært betri samskipti sem gagnast honum á vinnustað og í tilhugalífinu eða t.d. öðlast einhvern nýjan hæfileika sem gagnast samfélaginu.
Með kveðju,
Gunnar Geir
Gunnar (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:59
Sæll Gunnar og takk fyrir tilskrifin.
Þú skrifar: "Það sem mér finnst svo hræðilegt við tölvuleikina er að þeir draga að sér fólk sem á erfitt með venjuleg samskipti við fólk."
Heldurðu það virkilega? Það er alveg kolrangt. Reyndar gefa fjölnotendaleikir fólki með samskiptavandamál möguleika á því að þreifa á samskiptum við aðra í öruggu umhverfi, og geta þannig verið afar jákvæðir. Tökum sem dæmi að eitt hjónaband af hverjum sex í Bandaríkjunum undanfarin 2 ár hafa verið á milli fólks sem kynntist á internetinu, og persónulega þekki ég nokkur slík pör. Ég ber t.d. ásamt fjölda fólks sem var í félagsskap í einum þessara leikja að hluta til ábyrgð á nokkrum barneignum, þ.s. við héldum félagsskapnum saman sem leiddi til þess að fólk kynntist í raunheimum. Það er náttúrulega bara gleðiefni!
Allavega - Smá útúrdúr... kannski best að taka annan. Í þessum félagsskap var ung móðir sem var föst heima með fjölfatlaðan dreng. Komst ekki frá og gat hvergi komið honum á stofnun vegna fátæktar, en hún var í Bandaríkjunum og reið þar ekki feitum hesti. Við sem fórum fyrir félagsskapnum tókum eftir því að hún hafði ekki sést í eina til tvær vikur og fórum að grennslast fyrir um hagi hennar og komumst að því að tölvan hennar (sem var óskaplega léleg fyrir) hafði hrunið. Við tókum okkur saman og stóðum í leynd fyrir söfnun og keyptum handa henni topp græju með öllum útbúnaði og sendum henni, konu sem við höfðum aldrei séð, með skilaboðum um að við ætluðumst ekki til neins annars en að hún gæti haft samband við umheiminn - Hún skyldi bara láta sjá sig þegar of ef hún nennti. Þakklætið var ómælt og við sáum hana eftir sem áður af og til, en aðalatriðið var þarna að fólk sem aldrei hafði sést í raunveruleikanum gaf af sinni inntekt til að létta annarri manneskju lífið og tilveruna - Manneskju sem ekkert okkar hafði séð eða kynnst á annan hátt en þarna í gegnum þennan sýndarveruleika.
Þetta var afskaplega fallegt, og við erum öll stolt yfir þessum tengslamyndunum.
Þetta er jákvætt Gunni minn, sama hvernig þú reynir að vinda upp á þetta - Öllu má þó ofgera eins og ég meðgeng. Hinsvegar er einfalt mál að hætta - Ýta bara á "Cancel Account".
Flóknara er það nú ekki!
Ég afsaka mikla útúrsnúninga en vona að þeir hafi skilað þér einhverju.
Góðar stundir.
PS. Jú ég er reyndar leikjahönnuður og meir að segja hjá CCP. Geri mér ekki upp hlutleysi... en skrifa samt í fullri einlægni og eins mikilli hreinskilni og mér er unnt. Stend við það - CCP er snilldarfyrirtæki!
Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.