Sjálfstæðisflokkurinn og Mogginn

Mun blaðið nokkru sinni losna úr þessum fortíðarklóm?

Sennilega ekki, og það þótt fullkomlega heiðarleg tilraun verði gerð. Ég held að nasistaflokkurinn hefði ekki losnað við slyðruorðið þótt Móðir Teresa hefði tekið við kanslaraembættinu.

Hætt er við að orðspor Moggans sé að eilífu eyðilagt af íhaldspólitík og dyggum stuðningi við þjóðargjaldþrotastefnu sjálfstæðisflokssins.

Hvíl í friði!

...tja, eða rís eins og frelsarinn. Það væri eftirsjá í lógóinu, þótt ekki væri annað. Blaðið þarf óflokksbundinn/-bundna ritstjóra og eigendur sem koma hvergi nærri innihaldinu - hafa engin völd yfir ritstjórninni. Ég gæti trúað að lykilorðið til endurnýjunar væri endurnýjun og gegnsæi.

Spurning hvort einhver er nógu hispurslaus og hreinskilinn til að vinna í þeim anda?


mbl.is Þrjú tilboð bárust í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hver er aðstoðarmaður heilbrygðisráðherra? hvar vann hún áður? moggin er ESB sinnað blað. mikill meirihluti sjálfstæðismanna er á móti ESB.

þetta blað hefur ekki verið sjálfstæðisblað í áraraðir. ef eitthvað er þá hefur þetta verið flokksmálgang samfylkingarinnar. 

Fannar frá Rifi, 20.2.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott hjá þér Fannar- Góða helgi ! KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.2.2009 kl. 16:48

3 identicon

Fannar, hvar hefur þú alið manninn síðustu áratugina? Hreinna trúboðsrit Íhaldsins gat ekki verið fyrir sjónum almennings, með Styrmir í brúnni , Agnesi með órökstuddar aðdróttanir í garð "ekki blárra" undir heitinu "fréttaskýringar" Blað með fingraförum Kjartans Gunnarssonar, Hannesar Hólmsteins, Björns Bjarnasonar og ótalmargra fleiri "innvígðra og innmúraðra" úr bláustu Elítu sjálfstæðismanna. Svona röksemdafærsla minnir mann helst á gömlu öfugmælavísurnar!!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...hann Fannar er allur í öfugmælavísunum.....þetta er nú ekkert hjá fullyrðingunum um kvótakerfi andskotans í sjávarútveginum..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.2.2009 kl. 18:56

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Nei Fannar, Mogginn hefur alltaf verið sjallasnepill, en er búið að vera að rembast eins og rjúpan við staurinn að má af sér stimpilinn. Pointið með þessari færslu er ekki að kveða af eða á um það og því miður virðist það fara á milli mála.

Það sem ég er aðallega að segja er hvort Mogginn muni nokkru sinni losna við slyðruorðið.

Færsla þín Fannar er alveg KJÖRIÐ DÆMI um óafmáanleg spor pólitíkurinnar á prentletri Moggans, og það er að þú grefur upp einhvern aðstoðarmann Ögmundar sem vann áður hjá Mogganum sem stuðning við þín rök sem hafa aldrei verið efnilsega studd á síðum blaðsins. Mogginn er og mun alltaf vera háður flokkspólitík og aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Blogg mitt er vangavelta um það hvort nokkru sinni verður hægt að lesa hann undir hlutlausu sjónarhorni, og mér finnst sennilegt að svo verði ekki.

Allavega ekki á meðan HHG, BB, Styrmir og aðrir spekúlantar eru með áskrift að forsíðuplássi og leiðarar og miðopnur undirlagðar pólitískum áróðri.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband