Afsakið þessa færslu!

Ég biðst forláts á að þessi færsla er ekki í þráðbeinni tengingu við fréttina, en þó á ská.

Mig langar að velta upp einni pælingu úr sögunni.

Menn segja að það hafi verið skynsemi af VG að standa á sínu eftir síðustu kosningar og láta ekki glepjast af valdahjali og að sama skapi hafa margir - Ég þar á meðal - Hallmælt þjóðinni fyrir að hafa kosið Sjallann og Framsókn í raun til valda eftir síðustu kosningar. Hvernig það gat átt sér stað segir sitt um fíflin í landinu. En þvílík ROKNAheppni fyrir Samfylkinguna og VG sérstaklega, því það er engin spurning að þeir hefðu ekki getað afstýrt hörmungarlest Sjálfstæðismanna og þið getið bölvað ykkur upp á það að þeir hefðu skellt skuldinni á VG og Samfó fyrir að "kunna ekki á peningamál" og úr hefði orðið gríðarlega misvísandi og lygumklæddur áróður.

Þvílík heppni í raun að þjóðin hafi verið svona ógeðslega vitlaus fyrir 2 árum. Verst að hún var búin að vera það í 18 ár á undan líka, sleitulaust.

Hvernig haldið þið að þetta hefði farið?

Hve stór hluti haldið þið að hefði séð í gegnum þetta?

Haldið þið að stjórn VG og Samfylkingarinnar hefðu getað spornað við t.d. með því að koma í veg fyrir Icesave ruglið? Gerið þið ráð fyrir að viðvaranir IMF hefðu náð að skila sér gegnum ríkisstjórn þeirra með markvissum aðgerðum þegar aðilar úr sjálfstæðisflokknum sitja út um kerfið allt og eitra það með nærveru sinni - í þágu flokksins auðvitað, og blindri trú á að hörmungarnar hefðu aldrei dunið yfir ef Sjallinn hefði haldið völdum?

Hefði eftirleikurinn orðið verri, og ef svo - Hvernig hefði það mátt verða?


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þig skortir ekki hugmyndaflugið, Rúnar.

Emil Örn Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 08:17

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Óvænt svar atarna! Því miður er varla nokkur vottur um hugmyndaflug í þessari færslu. Það væri kannski skemmtilegra? Þetta er lýsing þess sem átti sér stað annars vegar og lauslegar pælingar um hvað átt hefði sér stað, hefði öðruvísi farið í síðustu kosningum.

Í hverju liggur hugmyndaflugið finnst þér?

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.3.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki vottur af hugmyndaflugi, segir þú. Þetta er náttúrlega bara skemmtilegur spuni um hvað hugsanlega hefði kannske getað orðið ef þannig hefði nú staðið á og einhver hefði þá gert þetta en ekki hitt. Og fyrst að við erum nú búin að færa "rök" fyrir þeirri niðurstöðu þá erum við alveg rosalega heppinn.

Áhugaverðar pælingar um að fíflin í landinu og einnig áhugavert að heyra að þjóinni hafi verið hallmælt fyrir kosningaþáttöku. Einhver sagði að hver þjóð ætti skilið þá stjórn sem hún kysi yfir sig.

Spurning hvort VG finni sér ekki bara einhverja aðra þjóð. Mér heyrist Noregur vera að koma sterkur inn.

Emil Örn Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ummm... fíflskan var einmitt að þjóðin kaus yfir sig mennina sem voru búnir að stíma þjóðinni niður á fertugt hafdýpi í hátt á annan áratug og markvisst hampa og innræta heilli kynslóð viðskiptasiðblindu, hroka og græðgi. Það er ekki mikið að marka þig ef þú þverskallast við að gangast við því.

Jafnvel menn eins og þú alveg hinum megin í litrófinu hlýtur að sjá hvernig sú niðurstaða að Sjallinn og Framsókn stóðu tæknilega séð eftir síðustu kosningar reitti fólk til reiði. Fíflskan við það er vart umdeilanleg lengur nú þegar þjóðin er komin á hausinn. Meirihlutinn reyndist hrifinn af því að fleygja bönkunum í hendurnar á mönnum sem höfðu það helst að gera við þá að prenta peninga ofan í sjálfa sig með því að veita hverjum öðrum lán á víxl. Ef þú ert ekki með því hlýturðu að vera á móti því... þetta tekur á er það ekki. Það má fyrirgefa mönnum sem sjá að sér og bera kennsl á það að hafa verið blindaðir eða afvegaleiddir, en svona kjánaleg þrjóska er ekki mikils virði.

Merkilegt að þú skulir hallmæla VG svona, tékkaðu á því sem SJS var að predika löngu fyrir hrun - http://www.youtube.com/watch?v=riojMcRCJ3w - Það er ekki of seint að átta sig.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.3.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband