Þetta er ekki rétt!

Hvað er eiginlega að fólki? Þetta GETUR EKKI verið réttlátt og löglegt. Hingað til lands fáum við í heiðursheimsóknir þjóðhöfðingja sem standa fyrir kúgun og jafnvel fjöldamorðum í gegnum tíðina og skjálfum svo í hnjánum við örfáa leðurklædda mótorhjólamanna sem eiga KANNSKI skuggalega fortíð að baki.

Lágmark er, þegar svona er farið að fólki, að útskýrt er fyrir okkur - í nafni hverra þetta er gert - hversvegna!

Þannig að hversvegna er þetta gert?

Það er lítið gjald fyrir frelsið að leyfa vafasömum einstaklingum að koma í HEIMSÓKN hingað og taka þátt í afmælishátíð mótorhjólaklúbbsins Fáfnis.


mbl.is 18 Vítisenglar sendir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið til í þessu hjá  þér,,Mig minnir að hér hafi eitt sinn komið einhver hó sí mín,, sem var frægur sem einn stærsti fjöldamorðingi sögunar,, þá ber að geta þess að ekki má mismuna neinum eftir þjóðerni hvað þetta varðar,, skýtur skökku við meðan hingað flæða menn frá baltnesku löndunum sem og austur evrópu,,menn sem jafnvel eru eftirlýstir fyrir glæpi í heimalandinu fyrir jafnvel morð og annað álíka alvarlegt,,og eru hingað beinlínis komnir til að selja eiturlyf,,stunda innbrot,, og vændi,,Þeim er ekki vísað úr landi heldur er allt reynt til að koma í veg fyrir að þeim verði vísað úr landi,,svo þeim verði ekki refsað í heimalandinu,, Já skrýtið,,!! Þessir eru jú bara hingað komnir til að taka þátt í góðu partíi,,

Bimbó (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:38

2 identicon

Þetta er löglegt, sbr. eftirfarandi lagagreinar:

Lög um útlendinga nr. 96/2002:

18. gr. Frávísun við komu til landsins.
Heimilt er að vísa útlendingi frá landi við komu til landsins eða allt að sjö sólarhringum frá komu ef: 

j-liður: Það er nauðsynlegt vegna allsherjarreglu, þjóðaröryggis eða alþjóðasamskipta ríkisins eða annars ríkis sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu.

52. gr. Sérákvæði vegna öryggis ríkisins o.fl.
Meina má útlendingi landgöngu og synja um útgáfu dvalarleyfis og búsetuleyfis eða setja takmarkanir eða skilyrði ef nauðsynlegt þykir vegna utanríkisstefnu ríkisins, öryggis ríkisins eða mikilvægra þjóðarhagsmuna. Af sömu ástæðum má framkvæma ákvörðun fyrr en greinir í 31. og 32. gr. Útlendingastofnun tekur ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein.

AE (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Takk fyrir ábendinguna - Þarna kemur fram að verulega þung rök þurfi að liggja að baki þessari meðferð. Það þarf enginn að segja mér að hver einasti af þessum 18 einstaklingur hafi ógnað allsherjarreglu, þjóðaröryggi eða stefnt þjóðarhagsmunum, alþjóðasamskiptum eða öryggi ríkisins í hættu.

Við megum ekki leggjast svona lágt - Ég krefst svara við þessu!

Rúnar Þór Þórarinsson, 7.3.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Mikid er eg sammala tessu. Tad er hid besta mal ad visa burt folki sem sannanlega hefur ekkert gott i hyggju eda getur flokkast undir lögin sem visad er til her ad ofan. En tad tarf jafnt yfir alla ad ganga hver sem tad er og tad tarf ad liggja fyrir rögstuddur grunur sem haegt er ad syna fram a eda sanna. Allt annad er bara ut i hött.

Gretar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 7.3.2009 kl. 19:00

5 identicon

Það er ekkert leyndarmál hvað þeir hafa í hyggju, þeir eru að reyna að ná fótfestu hér fyrir sína glæpastarfsemi og Fáfnir fer ekkert í grafgötur með áhuga sinn með að verða fullgildir meðlimir. Svo þarf bara að líta til reynslu hinna norðurlandanna til að sjá hvernig þessi samtök hegða sér það. Það er alltaf auðveldast, ódýrast og sársaukaminnst að fyrirbyggja vandamál en að takast á við það þegar það er orðið slæmt.

Arngrímur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:13

6 identicon

Það er ótrúlegt að sjá þessi bjánalegu komment á bloggum íslendinga. Þið vitið greinilega ekkert hvað þið eruð að tala um þegar kemur að "vítisenglum". Þið ættuð að lesa ykkur til um það hvað fylgir þessum samtökum áður en þið farið að farið að væla um frelsi og jafnrétti þessara manna eins og þeir séu saklausir norskir bændur sem af tilviljun ganga í leðurvestum og eiga mótorhjól. Það á að gera allt til þess að halda skipulagðri glæpastarfsemi frá landinu. Við Íslendingar erum ennþá einfeldningar þegar að þessum málum kemur.

Jóhann (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:33

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mennirnir eru sekir um tengsl við glæpasamtök og eru síður velkomnir hér.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 19:42

8 identicon

Hlýtur að vera með elstu trikkum í bókinni...

Á meðan lögreglan eltist við ljóta karlinn í leðurvestinu og félaga hans, þá fara örugglega nokkrir fínir gæjar í gegn um tollinn með fullt rassgatið af kóki, vatnsgreiddir og í jakkafötum.

Já Íslendingar geta verið svo einfaldir þegar kemur að þessum málum.....

magus (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:40

9 identicon

þetta eru engir kórdreingir, líttu til hinna norðurlandana hvernig saga þeirra er þar, ísland verður ekkert öðruvísi ef þeir ná fótfestu hér.ekki kvarta svo þegar þeir hefja eiturlyfja innflutning, mannsal, skotárásir og eithvað þaðan af verra.

þessa menn verður að stoppa strax.

Bjoggi (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:33

10 identicon

Magus: Hefur þú einhvern tímann séð fólkið sem er tekið með fíkniefni í Leifsstöð? Ég get sagt þér að Þau líta ósköp venjulega út langflest, og já, líka fólk í jakkafötum og á öllum aldri, sbr sjötugu konuna með kókain saumað í hárkolluna sína og gamla þjóðverjann fyrir austan.

Arngrímur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:08

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hæ Arngrímur - Ég held að það hafi verið nákvæmlega það sem Magus var að koma á framfæri.

Guðmundur, Hilmar og aðrir hér í þræðinum sem vilja brjóta mannréttindi á fólki sem er frjálst fólk heima fyrir í sínum löndum -  Málflutningur ykkar dæmir sig sjálfur. Skoðanabræður ykkar hér þar sem ég bý eru m.a. þeir sem halda fólki án dóms og laga í Guantanamo, Írak og Afghanistan. Sumum sem eru hættulegir an öðrum sem tengjast þeim einhvernveginn t.d. fjölskylduböndum, landfræðilega eða eru bílstjórar þeirra eins og frægt er. Fólk sem "mögulega" gæti brotið lög og eru sviptir mannréttindum af geðþótta.

Hilmar, lestu það sem þú skrifar maður! "Mennirnir eru sekir um tengsl við glæpasamtök..." - Er í lagi með þig? Þú refsar ekki hverjum einasta einstaklingi sem vinnur með einhverjum lögbrjóti með því að svipta hann mannréttindum. Ef þú lifir lífinu skv. þessu ertu stórhættulegur einstaklingur!

Guðmundur: Þetta er einmitt málið - Segjum nú að þú hafir alveg 100% rétt fyrir þér og einhver einn maður hafi "veist að" landamæragæslunni hvað sem það nú þýðir (reifst hann í þeim, réðst hann á þá, mótmælti hann meðferð?) - Hvaða rétt gefur það fólki til að vísa öðrum sem eru eins klæddir t.d. eða eru í sama klúbbi úr landi? Ef þú sérð ekki til hvers svona lögleysa leiðir gildir það sama um þig og Hilmar. Þetta er stórhættulegt viðhorf sem yfirleitt er kennt við hatur á þjóðfélagshópum, eins og kynþáttafordómar t.d. eða pólitískar hreinsanir.

Ég gek enn og aftur fram að ég er algelega mótfallinn því sem þið öfgamennirnir sakið hvern einasta mann úr þessum mótorhjólaklúbbi um. En hagur okkar liggur ekki í svona þrælslegri fyrirhyggjupólitík og öfgavitleysu. Það sem ég er að kalla eftir er eðlileg málsmeðferð og upplýsingar um málið. Lögreglan á að gera grein fyrir þessum að gerðum, því hún er að þeim í okkar nafni og sem stendur - Án upplýsinganna og andmælaréttarins - Þá lítur þetta út eins og lögreglufasismi og ofríki og ekkert annað. Ég vil ekki, og ég held að ekkert okkar vilji, að lögreglan okkar líti þannig út. Hafi þeir eitthvað að fela hinsvegar, þá er engin furða að þeir vilji ekki skýra mál hvers og eins þessara einstaklinga.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 18:42

12 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og NEI ég treysti lögreglunni ekki til að haga sér rétt og eðlilega ef hún hefur leyfi til að gera það fyrir lokuðum dyrum og halda því fram sem hún vill. Spilling og misbeiting valds er ÓUMFLÝJANLEG í þannig ástandi því þar vinnur fólk eins og ég og þú sem er etv. upp til hópa mun ósennilegra til að breyta rangt, en eiga allt sitt undir því að taka á því þegar það á sér stað. Menn þar gera mistök og eru ekki fullkomnir. Ekkert grefur undan lögreglunni jafn mikið og pukur og samtrygging þeirra lögreglumanna sem verður á og breiða yfir það fyrir hvorn annan.

Fyrir mitt leyti er ég mun fremur tilbúinn að fyrirgefa yfirsjón sem gengist er við, svo lengi sem hún er ekki alveg út í Hróa, heldur en litla yfirsjón sem breitt er yfir og kemst svo upp. Slík yfirhylming grefur undan okkur öllum og lögreglunni okkar ekki síst!

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 18:48

13 identicon

Rúnar: Takk fyrir svarið en ég hef nokkrar athugasemdir:

1) Samanburðurinn við það, þegar menn eru sviptir mannréttindum án þess að nokkur lagaheimild standi til er ekki tækur, þar sem í þessu tilviki eru skýrar lagaheimildir. Löggjafanum er heimilt að skerða stjórnarskrárbundin mannréttindi að vissu marki, ekkert frelsi er algert, sbr lagaheimildir til að hlera síma, framkvæma leit, handtöku, haldlagningu, gæsluvarðhald osfrv.

2) Það er dómsmálaráðherra einn sem getur beitt þessum lagaheimildum, ekki lögreglan sem slík. Lögreglan sér svo um að framkvæma ákvörðunina. Ef núverandi dómsmálaráðherra hefði ákveðið að aðhafast ekkert í tengslum við Vítisengla, hefði lögreglan ekkert getað gert í málinu.

Arngrímur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:50

14 identicon

"Það á að gera allt til þess að halda skipulagðri glæpastarfsemi frá landinu. Við Íslendingar erum ennþá einfeldningar þegar að þessum málum kemur."

Lengi lifi bankakerfið og spillingin sem gerði svo örfáa ríka.

Árni (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband