Kveikjum eld, kveikjum eld, landið brennur...

Grasframleiðendur og fíknefnasölumenn fóru yfir strikið með því að leita inn í grunnskóla eftir kúnnum.

 

Mér er sama hvað fullorðið fólk gerir við þetta fíkniefni - reyki það eða hendi því - Lög eru lög og löggan böstar þá auðvitað þar til lögunum verður breytt, það liggur í hlutarins eðli að þeir sem púa þetta dót brjóta lög en aftur á móti eiga lög ekki að seilast inn í rétt einstaklingsins.

 

En hinsvegar þegar farið er með vímuefni inn á skólalóðir og gert í því að ánetja barnungt fólk efnum, hvort sem það eru sígarettur, áfengi eða gras, þá er það ALGERLEGA óviðunandi og ófyrirgefanlegt. Við VITUM að þessi efni eru skaðleg að mörgu leyti og börn eru ekki í standi til að taka ákvarðanir af þessu tagi.


mbl.is Kannabisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins heyrir maður einhvern mæla af skynsemi í þessum málum og auðvitað var það hann góðvinur minn Rúnar:) Vonandi hefurðu það gott og fjölskyldan líka.

Heilsist,

 Eiríkur

Eiríkur Stefán Einarsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Fyrirgefu Rúnar, en hvar er talað um það í þessari frétt að einhver hafi verið að selja gras á skólalóð?

Er þetta staðfest? Einhver handtekinn? Einhver uppvís að verknaðinum?

Það er auðvitað rétt hjá þér að slíkt er óviðunandi...en það eru flökkusögur líka...

Haraldur Davíðsson, 2.4.2009 kl. 19:29

3 identicon

Hvar var verið að selja gras á skólalóð? Ég skal lofa þér því að ef þetta eru ekki einhverjir guttar sem eru í skólanum sjálfir þá er þetta bull. Það er alveg staðreynd að ef einhver eldri maður eða gaur kominn á tvítugsaldur er eitthvað að sýslast inn á skólalóð og bjóða krökkum dóp hefði hann verið bustaður og það gert að mesta fjölmiðlafári í heimi. Helduru að allir sem koma nálægt kannabisi séu gersamlega sálarlausir eða þá að einhver harðsvíraður díler sé það heimskur eða örvæntingarfullur eftir kúnnum að hann væri á skólalóð smá common sense vinur. Þetta er ekkert að fara að ala af sér in the long run þessar aðgerðir við eigum löngu að vera búinn að snúa þessu samfélaginu í hag.

G (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:14

4 identicon

Þetta er væntanlega rétt hjá þér "G" en burt séð frá því þá biðja dílerar ekki um skilríki. Það myndi ríkið hinsvegar gera ef þetta væri löglegt. Það er eitthvað sem ber að athuga =)

Ég tel skaðsemi kannabis ekki mikla en ef reykt er áður en heili nær að þroskast getur það fari illa með einstaklinginn. Það er eitthvað sem mér finnst skipta hvað mestu máli. Þegar einstaklingur er orðinn fullþroskaður á hann/hún að eiga rétt um að velja hvort hann/hún vilji reykja þetta.

Einar (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 07:01

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það hefur lengi tíðkast að selja eiturlyf nálægt framhaldsskólum, ég veit ekki um grunnskólana. Það gengur ekki að hafa dópista á kreiki í samfélaginu, ekkert frekar en hvítabirni og kyrkislöngur. Sniðugt væri að stofna fyrir þá dópnýlendu þar sem dópistar allra landa geta hafst við og dópað. Þetta svæði yrði vandlega einangrað og enginn fengi að koma þaðan aftur. Kannski Íslendingar gætu lagt í þetta Hrísey eða Flatey á Skjálfanda og grætt stórar fúlgur á því að geyma þar útlenda dópista. Hugmynd?

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 09:04

6 identicon

Sæll Rúnar Þór.

Góð grein hjá þér og þörf.

Kveðja.

ps. sendu mér E-Mail,ég þarf að tala aðeins við þig þar. Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 02:04

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

G : Ertu semsagt fylgjandi sölu fíkniefna til ungs og óharðnaðs fólks? Ert etv. einn þeirra sjálfur? Ófær um að sjá stöðuna utan frá?

Sjáðu til ungi maður, ég er ekki sérlega gamall - 36 ára - á vini sem eru í mismikilli neyslu og vini sem eru í lögreglunni. Allt er þetta úrvals fólk. Gef þér prik fyrir að hella úr skálum reiðinnar yfir mig alveg að ósekju, ég skrifa það á að þú ert óharðnaður (annað hvort í árum eða anda) eða ert bara að skemmta þér við það - Ég er ekki saklaus af því sjálfur   Hinsvegar vil ég mælast til þess að þú dragir aðeins andann og lesir aftur það sem ég skrifaði og endurtakir það þangað til þú skilur samhengi orðanna.

Haraldur: Þú munt ekki vinna deilumál um það hvort fíkniefnasalar séu að selja til fólks undir aldri. Það er bókstaflega kjánalegt, eins og að rífast við vegginn. Hinsvegar kíkti ég á síðuna þína, t.d. WTF færsluna þína og sýnist við vera að töluverðu leyti á sama máli. Þú átt bara eftir að greina vandann almennilega og vega alla þættina skynsamlega. Mér sýnist skoðanir þínar vera félagslyndar og stefna að samfélagssamfellu að flestu leyti. Brýndu þetta bara aðeins betur hjá þér og slípaðu. Þá verðurðu talsmaður skynsamlegrar nálgunar. Eins og ég!

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.4.2009 kl. 18:57

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég hygg að besta leiðin til þess að minnka neyslu unglinga á þessu efni sé að lögleiða það, því ég hef aldrei heyrt um sala sem tók skilríki...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 60549

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband