27.4.2009 | 14:26
Þetta er ekki flókið - Aðgerðaröðin á að vera svona!
1. Sækja um aðild með fyrirvara um samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykki breytingar á stjórnarskrá.
2. Samfylkingin - Dyggustu stuðningsmenn ESB flytja sinn boðskap fyrir þjóðinni af fullum krafti MEÐ aðild.
3. VG flytur fyrir þjóðinni sterkustu mögulegu rök GEGN aðild.
4. Þjóðin tekur í þetta tíma
5. Þjóðarkosning um málið.
Þetta er svo grátlega einfalt að það er fáránlegt að menn takist ekki í hendur upp á þetta. Hvorugur flokkurinn hefur leyfi til að halda þjóðinni í gíslingu á hvorn veginn sem er. Við viljum taka meðvitaða ákvörðun um þetta SEM ÞJÓÐ. Ekki sem örfáir ryðgaðir þingfulltrúar. Þingið á að upplýsa þjóðina og þarna erum við með þá flokka - væntanlega næstu ríkisstjórnarflokka - sem eru sterkastir með og sterkastir á móti. Við fáum hreinlega ekki betri mynd af stöðunni og betri grunn til að kjósa.
ÞETTA mál á ekki að leysa í flokkaklíkunni hvort eð er.
Þjóðin verður að ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér, það mætti halda að fjölmiðlar séu að reyna að slígja samf. og VG í sundur með því að etja þau gegn hvor öðrum og koma í veg fyrir að þau nái svona einfaldri og augljósri niðurstöðu.
Eina sem ég í raun óttast er ef að fjölmiðlum tekst þetta því ef Ísland á einhverntíman að fara í aðildarviðræður þá treysti ég persónulega engum betur til að leiða þær en Steingrími J. og Jóhönnu
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:42
Efnahagsástandið er hrikalegt hér á landi, fólk er að missa atvinnu sína, húsnæði og viðtekur vonleysi. Ríkisstjórnin verður að taka á þessu og endurreisa efnahagsmálin. ESB rifrildi er ekki það sem þjóðin þarf í dag. Það tekur mörg ár að fá inngöngu og enn lengur að fá Evru. Það er þekkt stærð að þjóðir með her fara í stríð til að beina athygli landans frá innanlandsmálum.
Palli (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:49
Finnst þér almennt í lagi að íslensk stjórnvöld geti samið við önnur ríki um samning með fyrirvörum um breytingar á stjórnarskrá eða er ESB málið sérstakt að þessu leiti?
Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 15:08
Íslensk stjórnvöld hafa samið við önnur ríki um atriði sem ekki tengdust okkar úreltu stjórnarskrá, svo hver er munurinn??
Ég vil að við sækjum um, þannig að við fáum allt upp á borðið. Andstæðingar aðildar halda því fram að við vitum nú þegar að 75% leiti hvað við fáum og því þykjast þeir vera á móti. Hvað með þessi eftirliggjandi 25%??? Á almenningur ekki að fá að vita um hvað þau snúast og taka upplýsta afstöðu með eða á móti??
Hræðsluáróðurinn er farinn að pirra mig allverulega, þar sem þessi þingmannaskrímsli halda alltaf að almenningur sé ekki marktækur á nokkurn hátt, ja nema í kosningum, þegar þeir lofa öllu fögru í nafni flokksins.
Ég vil fá að kjósa um þetta, eftir að hafa fengið að vita hvað er uppi á borði, ekki láta misvitra þingmenn og ráðherra þagga svona mál niður óskoðað. Þess vegna er ég alveg hjartanlega sammála Rúnari hérna, það er okkar lýðræðislegi réttur að fá að kanna kosti og galla aðildar, og í framhaldinu greiða atkvæði eftir því hvernig tilvonandi samningur gengur í okkur.
Tómas Þráinsson, 28.4.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.