27.4.2009 | 15:39
Þjófur og lygari alþingismaður sjálfstæðismanna
Þrátt fyrir 17% útstrikanir kusu Sjálfstæðismenn þjóf og lygara á þing enn einu sinni eftir að málið sannaðist á hann.
Mér er svosem sama um Árna, hann er bara spilltur pólitíkus. Það sem þarf að athuga er að 83% sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi VILL hafa dæmdan og iðrunarlausan þjóf og lygara sem sinn fulltrúa á alþingi Íslendinga.
83% - Spáið í því.
Árni Johnsen niður um þingsæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Rúnar Þór.
Ég er og var einn af þeim sem var afar ósáttur hvernig Sjálfstæðismenn NÁÐUÐU ÁRNA " að nóttu til meðan forsetinn var í útlöndum.
Ég mun altaf muna þennan gjörning.
Það hefði mátt náða hundrað saklauasari menn og konur fyrir þennan eina tiltekna Sjálfstæðismann.
Og þetta er SANNLEIKUR MEÐ NÁÐUN HANS.
HUGSI NÚ HVER SEM EKKI VEIT EÐA VILL VITA.
Aldrei í sögu þjóðarinnar hefur Alþingi verið eins vanvirt með þessum gjörningi. Þetta er mín persónulega skoðun.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:03
Sjálfstæðismenn náðuðu Árna,kjósa hann í prófkjöri og strika hann síðan út í kosningum.Er ekki eitthvað að hjá þeim????
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:12
Ótrúlegur málflutningur, Árni er búinn að fara í gegnum tvö prófkjör, þar sem fólk hefur kosið af fúsum og frjálsum vilja, ef það er ekki lýðræði þá veit ég ekki hvað.
Elvar Atli Konráðsson, 27.4.2009 kl. 16:38
Prófkjör eru ekki lýðræðisleg - þau eru flokksræðisleg en Sjallar vilja ekki sjá muninn þarna á eins og Elvar Atli hér að ofan. Þessi lýðræðislega útstrikun (sem skilar þó ekki neinu þar sem hann heldur sæti á þingi) er aftur mun lýðræðislegri því það eru jú ekki allir kjósendur Sjálfstæðisflokks flokksbundinir Sjálfstæðisflokkst (þótt þeim finnist það skrítið þeim sem sjá lífið í gegnum blá gleraugu).
Hitt sem Þórarinn bendir á - hvernig FLOKKSRÆÐIÐ náðaði Árna þegar forsetinn brá sér af bæ - er dæmi um hversu viðurstyggilegt það er og hversu djúpt það ristir í auðvalds-, spillingar, og mútuflokknum sem vill viðhalda FLokksræði en hafnar Lýðræði.
Þór Jóhannesson, 27.4.2009 kl. 16:44
Þakka svör.
Elvar - Árni er aukaatriði hér. Uppreist æra er aukaatriði líka. Það liggur þarna ákveðin afskræming á lýðræðinu eins og Þór bendir á, en förum ekki út í það - Það er aukaatriði í minni athugasemd, en ég er sammála þér Elvar um það að lýðræðisleg vinnubrögð hafi verið viðhöfð en innan vébanda sjálfstæðisflokksins.
Aðalatriðið er að 83% sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vilja frekar iðrunarlausan þjóf og lygara sem fulltrúa sinn á alþingi en ærlegt fólk sem yfir slíkt er hafið.
Árni sjálfur er algert aukaatriði, leiksoppur örlaga og aðstæðna. Lundarfar sjálfstæðismanna er aðalatriðið. 83% þeirra vilja spillingu, iðrunarleysi, þjófnað á almannaeigum og lygara í embætti. Árni er knúinn af einhverjum persónubrestum sem við vitum ekki hverjir eru, til fjandans með þá. Valið var afskaplega skýrt fyrir sjálfstæðismönnum og voila! Þeir nýta það til að sýna hvaða "mannkosti" þeir meta mest.
Elvar, ég geri mér grein fyrir að þú getur ekki ávarpað þetta argument beint því það tvístrar rökum þínum út í hafsauga en ég vona að þetta veki aðra sem þetta lesa til umhugsunar.
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.4.2009 kl. 18:00
Og athugið að það var hinn "lýðræðislega flokkspólitík" sem afhjúpaði þessa afskræmingu. Það er kjarninn. Árna var ekki troðið upp á einn eða neinn. Sjálfstæðismenn kusu hann sjálfir... í tvígang!
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.4.2009 kl. 18:02
Er ekki lýðræðið dásamlegt? Íslendingar hafa alltaf elskað þá sem falla og rísa upp aftur. Hirði ekki um að nefna dæmi, en þau eru nokkur.
Björn Birgisson, 27.4.2009 kl. 18:28
Árni hefur beðist afsökunar á þjófnaði sínum, hafðu það í huga Rúnar minn.
Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 21:17
SpillingarFLokkurinn minnkaði sem betur fer í liðnum kosningum. Þeir áttu það skilið, og miklu meira tap skilið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:30
Æ það er nú "gott" hvað Sjálfstæðismenn eru umburðarlyndir Auðvitað á að fyrirgefa mönnum þjófnaði og lygar ef þeir bara biðjast afsökunar Stundum held ég samt að fólki sem kýs þetta yfir okkur sé ekki alveg sjálfrátt
, 28.4.2009 kl. 02:41
Síðan hvenær hefur það skipt máli hvort menn biðjist afsökunar á þjófnaði?? Þeir eru jafnmiklir þjófar eftir sem áður. Mín persónulega skoðun er sú að ef menn hafa á annað borð fengið dóm fyrir lögbrot, eins og Árni gerði, þá eiga þeir ekki að eiga afturkvæmt í opinber störf, uppreist æra eður ei.
Hann hefur sýnt það að honum er ekki treystandi til að meðhöndla almannafé og því á hann ekkert erindi á þing, þar sem almannafé er úthlutað til hinna ýmsu verkefna.
Tómas Þráinsson, 28.4.2009 kl. 10:27
Upphaflega var hugmyndin með hina "uppreistu æru" sú að menn sem hafðu verið RANGLEGA dæmdir gætur fengið "uppreista æru" en svo komu flokksræðistilburðir lögræðinga SpillingarFLokksins til sögu og hófu að túlka lög og reglur sér til handa - og nú fá glæpahundar "uppreista æru" út á flokksskírteini í FLokknum!!!
Siðlaust land - og sá sem tekur ómarkvissa afsökunarbeiðni sem gild rök til að kjósa SjálfstæðisFLokkinn áfram gengur ekki heill til skógar - en það er svo sem ekkert nýtt!
Þór Jóhannesson, 28.4.2009 kl. 12:36
Það er lykilatriði (í mínum huga í það minnsta) er það að árni iðraðist aldrei, þetta voru "tæknileg mistök" og hann hélt því fram fram í rauðan dauðan að hann hefði ekki gert neitt rangt, ekki einu sinni eftir að hann var dæmdur.
Ef hann hefði sannarlega iðraðst (reyndar er erfitt að meta það) og viðurkennt sinn glæp, þá væri auðveldara að horfa framhjá þingsetu hans, en einmitt af því að hann er enn sannfærður um eigið ágæti (og sakleysi) þá er málið enn verra..
Öl getum við gert mistök, en viðurkenni maður það ekki fyrir sjálfum sér hver þau eru þá læriri maður ekki af þeim og því er nokkuð víst að mistökin verða framkvæmd aftur, eða í það minnsta eru líkurnar meiri...
Hverju stelur hann næst?? Og það sem meira er hverju var hann búinn að stela áður??
Eiður Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 19:35
Tek undir það sem Eiður segir - Það er akkúrat það sem ég ætlaði að svara þér Hilmar.
Þakka ykkur öllum innleggið í umræðuna. Mér finnst þetta enn liggja nokkuð ljóst á borðinu.
Undirstrika að maðurinn hefur setið af sér glæpinn og á rétt til lífs eftir það. Hann má gera flesta hluti fyrir mér, spila á gítar, planta kartöflum, smala kindum og fylla á gossjálfsala. Hinsvegar á maðurinn ekkert erindi inn á Alþingi... nema, jú - Sjálfstæðismönnum er sama þótt hann sé ekki yfir svona spillingu hafinn. Og það er, og verður, lykilatriðið.
Rúnar Þór Þórarinsson, 2.5.2009 kl. 05:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.