Ruglið dregið saman

Er ekki eðlilegt að ákvarðanir sem teknar voru í ofþenslu og gufupeningafylleríi séu dregnar saman? Mér finnst það. Skellurinn kemur á menn sem fjárfestu í vélum í góðri trú auðvitað og það er afleitt. Látið var við þá sem alla aðra að undirstöðurnar væru "rock solid" og að stjórnmálamenn hefðu vit á stefnunni.

 

Það þarf því að draga saman, en líka að koma á móts við einkaaðila sem fjárfestu í vélum með úrræðum lík þeim sem ráðist hefur verið í fyrir heimilin (og kannski einhver sem er ekki enn búið að ráðast í fyrir heimilin).

 

Það væri æskilegt að þetta þyrfti ekki, en taka verður með í reikningin hvenær ákvarðanir um þenslu næstu árin í þessum geira voru ákveðin. Kúpla niður án þess að setja heila stétt í skuldafjötra vegna klúðurs fyrri ríkisstjórna og fjárníðinga.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Það eru ekki bara eigundur bíla og tækja sem munu líða fyrir þetta það eru fólk sem er ennþá með vinnu við framkvæmdir sem verða núna atvinnulaus það er bar hluti af þynkuni eða hvað það geta ekki allir unnið á kassa hjá bónus enda mun engin hafa peninga til að versla guð sé lof fyrir fjölskylduhjálp og mæðrastyrksnefnd þangar mun straumurinn bara aukast hjálpasrstofun kirkjunar getur sleppt því að senda beiðni um hjálp fyrir fólk erlendis þjóðinn þarf á alli þeiri hjálp sem henni býðst eins gott að ég hitti ekki þessa þingmenn verð ekki ábyrgur gerða mina þá

Jón Rúnar Ipsen, 21.6.2009 kl. 18:40

2 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

eða hvaða aðgerða vilt þú grípa til það er ennþá eitthvað líf eftir hér á landi kanski hægt að brenna kofana ofan af þessu fáu sem eru með skjól ????

Jón Rúnar Ipsen, 21.6.2009 kl. 18:42

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég mæli með því að virkja fólk til framleiðslu vöru sem selja má úr landi. Einhvers sem eykur tekjur. Tvöföldun Suðurlandsvegar þjónar t.d. ekki þeim tilgangi. Sjálfur vinn ég hjá fyrrverandi nýsköpunarfyrirtæki, núverandi hugbúnaðarþróunarfyrirtæki.

Ég get auðvitað ekki fundið starf handa Pétri og Pál upp á eigin spýtur. Fólki hentar mismunandi störf. En hafi maður farið út í einhverju sem engin framtíð er í, þá er ekkert annað að gera en að breyta framtíðinni. Gengur þetta ekki allt út á það? Við getum ekki öll verið geimfarar, skipstjórar eða þingmenn. Líttu á þetta sem svo að ríkisstjornin og atvinnulífið hafi spunnið alþingi upp í slíkar hæðir að 500 alþingismenn ættu að fara á þing og allir að fá einkabíla og einkaskrifstofur. Svo rennur upp fyrir fólki: "Heyrðu - Þetta er rugl!"

Þetta er kannski dálítið skökk samlíking, en samt ekki - Við erum að borga brúsann fyrir óeðlilega ofsaþenslu og það þýðir ekki að halda bara áfram.

Ef þú lest vandlega það sem ég skrifa, þá sérðu að ég tek fram að það er að það þurfi að: "Kúpla niður án þess að setja heila stétt í skuldafjötra vegna klúðurs fyrri ríkisstjórna og fjárníðinga."

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband