Bandarískir ríkisborgarar (börnin) --> Bandarísk réttarhöld

Er þetta ekki kjarni málsins? Krakkarnir eru fæddir í Bandaríkjunum og eru bandarískir þegnar og þurfa því að fá meðferð þarlendis.

 

Fólk sem er að giftast á milli ríkja veit ósköp vel að til þessa getur komið. Það verður að vera undir þeim komið að ganga frá sínum málum.

 

Hún hefur komist til Bandaríkjanna á hjónabandsvísa eða eitthvað þannig, hann hefur barnað hana, upp úr sambandinu slitnað og þar af leiðandi grundvöllur hennar til veru þarlendis farinn. Þetta er orðað þannig að "hann hafi gengið svo frá málum" en svoleiðis virkar þetta ekki - Ég bý hér í augnablikinu, og það er bara vegna þess að fyrirtækið mitt sem er að hluta bandarískt þarf á mér að halda. Líkt og karlinn þarf ekki á henni að halda lengur, þá hefur hún ekki rétt í Bandaríkjunum lengur.

 

Nú er ég bara að giska á þegnskapinn en strákarnir litlu eru áreiðanlega bandarískir ríkisborgarar og þar liggur hundurinn grafinn.

 

Það er ekki þar með sagt að maður finni ekki til með þessari konu. Alveg átakanlegt! Og hver veit hvernig föðurnum líður. Vonandi að RÚV eða Mogginn eða þaðanaf lakari fjölmiðlar hafi upp á honum og taki við hann viðtal.


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það kemur fram í fréttinni að konan var í námi.  Þar sem dvalar og vinnuleyfi hennar er útrunnið hefur hún að akkúrat ENGU að hverfa hér í Bandaríkjunum!  Hún getur ekki unnið fyrir sér og án þess hefur hún engan dvalarstað.  Þegar hún kemur hingað bíða hennar tveir kostir:  Hún verður send aftur til baka til Íslands án barnanna, sem verða þá væntanlega í umsjá bandaríska innflytjendaeftirlitsins þar til faðirinn tekur við þeim, eða hún verður sett í fangelsi með ólöglegum innflytjendum.  Þriðji kosturinn er ef hún hefur verið nógu lengi á Íslandi þá gæti hún fengið að koma inn í landið sem ferðamaður, en það eru strangar reglur um slíkt fyrir þá sem flytja aftur frá Bandaríkjunum og það fer eftir visa status hjá henni.  Ég get ekki sé að neinir af þessum kostum séu góðir og ég get ekki séð að þetta komi heim og saman við íslensk lög.  Hér er um að ræða íslenskan ríkisborgara hvað konuna áhrærir og börnin eru með bæði íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt, þar sem þau eru fædd í Bandaríkjunum en annað foreldrið er íslenskur ríkisborgari. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.8.2009 kl. 18:44

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sæll Rúnar,

Krakkarnir eru fæddir í Bandaríkjunum og eru bandarískir þegnar og þurfa því að fá meðferð þarlendis.

Þetta er akkúrat það fyrsta sem manni datt í hug við þessa frétt, einnig er bara önnur hlið á málinu hér svo það er rosalega erfitt að halda einhverju fram um hvar börnin eru best sett.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.8.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, árétta að ég veit ekki hvernig málaumbúnaðurinn er í raun.

Arnór: Er það virkilega svo að börnin hafi bæði US og íslenskan ríkisborgararétt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.8.2009 kl. 19:19

4 Smámynd: Sjóveikur

þetta með sjálfkrafa ríkisborgararétt er svolítið "loðið" í dag, mín börn fá ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt vegna einhverra "mistaka" við lagasettningar ! það urðu nokkur ár utanvið sýstemið, ég skrifaðist á við Björn Bjarnason um þetta mál og hann tjáði mér að hann gæti "því miður" ekkert gert, þar sem þetta væru lög og það þyrfti meirihluta þingmanna til að breita þessum "mistökum" ! hann benti mér á að fara bónarleið til einhverrar stofnunar innan kerfisins, sem ég hafnaði algjörlega, þetta er lögskipaður réttur íslensks foreldris og má ekki afnema ! ég benti Birni á að þar sem nú væru þessi "mistök" sem ég myndi vilja kalla handvömm og hugsunarleysi í framkvæmd Alþingis, þá væri það hans mál að taka þetta upp og laga til, en Björn Bjarnason tjáði mér að hann gæti því miður ekkert gert, maður yrði að lúta lögum  ég mun birta póstinn í sinni heild bráðlega á www.icelandicfury.com og það eina sem ég get ráðlagt þessari dömu er að "Ekki fara frá landinu" !!!

kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 10.8.2009 kl. 19:57

5 identicon

Rúnar: Já það er rétt. Börn upp að 18 ára aldri hafa það sem er kallað dual citizenship, t.d. ef það er fætt í einu landi en á foreldri/a frá öðru.

Hildur (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 20:37

6 identicon

Drengirnir eru EKKI fæddir í bandaríkunum og hafa tvöfaldan ríkisborgara rétt!!!!!!!!!!!!

Valgerður (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 20:38

7 identicon

Nú þekki ég báða foreldra og segi því alveg upplýst - eldri strákurinn er fæddur á Íslandi og sá yngri í Þýskalandi.

Brynhildur (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:17

8 identicon

ef að hún væri karl, væru þá ekki börnin íslensk gagnvart íslenskum stjórnvöldum ?

þetta var svona, er það en ?

mér finnst eins ég hafi lesið það einhvern tíman eða heyrt það í einhverjum þátt í ríkisútvarpinu, að ef að Íslenskur karlmaður eignaðist barn erlendis með erlenda konu þá væri það barn Íslensk. En ef að kvenmaður eignaðist barn erlendis þá væri það erlent.

Rafn (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:31

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég hef heyrt talsvert margt nýtt um þetta síðan í gær og börnin eru a) fædd á Íslandi og í Þýskalandi.

Það er þó ekki aðal málið, heldur er það að Sveinn Andri hélt eftir mikilvægum gögnum, hljóðupptökum, sem heimildakona sem ég þekki persónulega heyrði sjálf og ég tel alveg víst að til þess megi mikið vinna að halda börnunum hjá móður sinni hér á landi og frá brjáluðum föðurnum.

Þetta blogg og umræðan almennt sýnir að einhliða fréttaumfjöllun skapar meiri tortryggni en tvíhliða.

Boggu og sömuleiðis Svein Andra varð illilega á í messunni - skv. dómi hæstaréttar fór hún krókaleiðir til að koma börnunum úr landi (það er allavega hægt að sýna fram á eitthvað óeðlilegt í hæstarétti) og það vinnur gegn henni. Sveinn Andri hélt hinum gögnunum til baka.

Ef Colby er ofbeldisfullur og hægt er að sýna fram á að hann sé hættulegur á hún mjög góða möguleika á að vinna hér úti, hljóðupptökur og "leikhús" sönnunargögn virka vel hér. Ef ekki, þá munu Bandaríkjamenn taka málstað "síns manns" - Hetju og morðingja úr Íraksstríðinu. Það er ekki flókið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.8.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband