7.10.2009 | 01:24
Íslendingar of miklir ruddar til að geta tekið afsökunarbeiðni
Að lesa bloggana um þessa afsökunarbeiðni forsætisráðherra sem ekki sat við "kjötkatlana" í hruninu, er alveg út úr öllu korti. Hún gerir það rétta og uppsker svona steypuvitleysu.
Íslendingar eiga sér vart viðreisnar von með svona fífl út um allt og fólk þetta ætti að skammast sín.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Rúnar.
Þetta er hárrétt hjá þér.
Hrokinn og þessi yfirgengilega vitlaysa í galgopuunum, lýsir best þeim sem eru að derra sig.
Geir ítrekaði á sínum tíma að þetta væri ekkert honum að kenna og þess vegna þyrfti hann EKKI að biðja þjóðina afsökunar.
Kveðja á þig og alla þína .
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 01:42
Ekki eru spöruð stóru orðin þegar forysta þjóðarinnar á í hlut. Þeir sem þannig skrifa eru fyrst og fremst að hallmæla sjáflum sér. Jóhanna er stærri persóna en svo að orðagjálfur gasprara setji hana út af laginu. Afsökunarbeiðni hennar sem forsætisráðherra var dförf og góð, Hún tók að mínu mati til máls um þetta efni fyrir hönd ráðamanna síðari ára, þar með Geirs H Haarde. Hafi hún þökk fyrir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2009 kl. 02:29
Ekki eru spöruð stóru orðin þegar forysta þjóðarinnar á í hlut. Þeir sem þannig skrifa eru fyrst og fremst að hallmæla sjálfum sér. Jóhanna er stærri persóna en svo að orðagjálfur gasprara setji hana út af laginu. Afsökunarbeiðni hennar sem forsætisráðherra var djörf og góð. Hún tók að mínu mati til máls um þetta efni fyrir hönd ráðamanna síðari ára, þar með Geirs H Haarde. Hafi hún þökk fyrir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2009 kl. 02:31
mér sýnist þeir sem hér á blogginu fari mikinn í að skammast yfir afsökunarbeiðni forsætisráðherra séu bara íhaldspúkar í afneitun,einsog guðm jónasson,sigurður jónsson,loftur altice og fleiri sem ekki kunna að skammast sín fyrir hryðjuverkin sem flokkur þeirra stóð hér að,nei þessar gungur tala bara um icesave ríkisstjórnina sem sé að eyðileggja landið-erum við ekki búin að fá reikninginn fyrir þeirra landráð.hvernig dirfast þeir.
zappa (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 02:36
Flokkur hennar var í stjórn og fékk margar aðvaranir, sem ákveðið var að stinga undir stól. Þessum flokki verður ekki fyrirgefið frekar en sjálfstæðisflokknumeða framsóknarflokknum. Þetta fólk á alla fyrirlitningu skilið fyrir bolabrögð sín, leynimakk og lygar. Það er bara svo einfalt. Fyrirgefning er skilyrt fyrirbrigði. Fyrst þarf að bæta fyrir brot sín og sýna betrun. Það hefur ekki skeð enn og virðist ekkert vera á leiðinn að gerast.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 04:45
Gott hjá Jóhönnu. Ekki skortir hana réttlætiskenndina og kjarkinn. Viðbrögð öfga hægri manna eru aumkunarverð. Þeir sjá ekkert fyrir siðblindu. Hún er víst ólæknandi.
Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 09:39
Sæl öll og takk fyrir svörin. Afsakið að ég komst ekki fyrr í yfirferð á þeim.
Jón Steinar: Sjálfur fagnaði ég afsökunarbeiðni Ólafs Ragnars á sínum tíma þótt ég væri alveg stórkostlega hneykslaður á blindum stuðningi hans við bankamennina í hruninu. Fólk má ekki tapa réttlætistilfinningunni í ofsareiði. Minni ég sjálfan mig oft og mörgum sinnum á það. Afsökunarbeiðni þarf ekki að koma í kjölfarið á refsiherferð og betrun. Þvert á móti er afsökunarbeiðni hluti af báðum þessum ferlum og meir að segja algerlega óaðskiljanlegur hluti. Beittu orð þín dálítilli gagnrýninni hugsun og þá er ég sannfærður um að þú sjáir þetta.
Mér sýnist þú vilja fá fólk til starfa sem ekki keyrði allt í kaf, og það vil ég og flestir held ég líka sem ekki eru þrælbundnir í flokksskóna eða eru svo uppteknir af hagsmunaglímunni að þeir geta ekki breitt stöðu sinni. Það er þó verulega langt í land með þá þróun og ég hef mesta trú á því að íslenska þrælslundin verði öðrum öflum sterkari.
Kjarni málsins er að til að eygja von um viðreisn þá þarf að vera góður og heiðvirður kjarni í þjóðinni. Um hann þarf að standa vörð og efla. Við ofurefli er að etja innan lands og utan, en það síðasta sem deyr er vonin og ég hef enn von um að Íslendingar grípi til þeirra aðgerða sem þörf er á.
Rúnar Þór Þórarinsson, 9.10.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.