Merkilegt fyrir tvennar sakir...

Í fyrsta lagi:

Þetta fólk getur, án þess að nokkur segi neitt á meðan á því stendur, náð eignunum (Högum) út úr Baugi með því að selja sjálfum sér þær undir nýju nafni, greitt skuldir í bönkunum fyrir 50% af upphæðinni (ætli það hafi ekki verið peningarnir sem þau fengu lánað hjá bönkunum sem þau áttu, til kaupanna og náð einhvernveginn öðruvísi út úr Baugi?) og notað restina til að láta Baug kaupa bréfin af sjálfum sér aftur á yfirverði og þar með gert Baug eignalausan á Íslandi - Og þar með náð Högum frá kröfuhöfum sem áttu að eiga aðgang að því upp í skuldir Baugs - OG mokað Baugspeningum, sem aðrir áttu þegar tilkall til, í sjálf sig.

 

Í öðru lagi:

Blaðagreinin talar um þetta sem hinn eðlilegasta gjörning því skiptaráðandi segir það eitt að kaupverðið sem þau greiddu sjálfum sér hafi verið of hátt (en ekki að Haga hafi ekki mátt selja út úr fyrirtækinu því út á það höfðu verið tekin lán).

 

Vaknið nú! Þetta fólk var að stela eignum og fjármunum af kröfuhöfum með því að sitja  öllum megin við borðið - Þeim var leyft að eiga lánafyrirtækin/bankana (sem höfðu peninga landsmanna í greipum sér), Baug, 1998, Haga og hvaða önnur fyrirtæki sem það nú voru sem þau notuðu sem skálkaskjól. Þau voru, og eru, að ræna ykkur/okkur öll og það eina sem sagt er að "þau rændu okkur aðeins of mikið."

 

Er nema von að allt fari til helvítis með svona fólk í að sækja rétt almennings?


mbl.is Vill rifta kaupum Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

http://www.dv.is/frettir/2009/9/15/solu-haga-rift/

 Þessi frétt er síðan 15 september  og er greinilega plömmað hér upp í polí-TÍKAR-tilgangi. 

Brynjar Jóhannsson, 26.11.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ótrulegt þetta - en við svo mörg "göpum" af undrun að jaðrar við aðdáun eða hitt þó heldur 

því sleppa svona "stórir" hlutir í gegn

Jón Snæbjörnsson, 26.11.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband