Færsluflokkur: Bloggar
26.8.2009 | 13:38
Gerið ykkur engar vonir
Þetta eru sömu bankarnir, sama starfsfólkið og sama fjármálaumgjörðin og áður sem bankarnir eru að vinna í. Munið hvaða "aðlögun" Kaupþing bauð fólki upp á. Tilboð þeirra hljóðaði upp á að blóðmjólka fólk í nokkur ár og SVO að taka eigur þeirra upp í stóra hluta lánsins sem þá félli á það.
Í kjölfar hrunisns þarf að breyta lánunum í lán sem eru eins og þau sem fólk tók á sínum tíma ef fólk á að geta greitt af þeim. Bankarnir yfirtóku þessi lán með gríðarlegum afföllum sem eiga að skila sér til viðskiptavinanna/eigendanna sem er fólkið í landinu.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2009 | 13:26
Hverjir tæmd sjóði bankans í Bretlandi
Ætli hann sjái ekki eftir því eins og hinir ræningjarnir að hafa tæmt sjóði bankans í Bretlandi og komið eigiðfénu undan til Tortóla og annarra leynireikninga- og skattaparadísa?
Hvað var það mikið hlutfall sem var komið frá Bretlandi? Voru það 10 til 20% á einni eða tveim vikum? Ætli hinir bankarnir sem varðir voru falli hafi gert slíkt hið sama, tæmt höfuðstól sinn? O, ætli...
Í hverju falli, þá ber Exista ábyrgð á stöðutöku gegn þjóðinni með því að leika sér með líf og gæfu fólks - Þeirra eigin lands og þjóðar - og leggja allt þeirra undir í baráttu sinni í að skálda peninga í lánum með veði í eignum sem aldrei voru til en Íslendingar voru bundnir sem heild til að ábyrgjast.
Þetta er fáránlegur skrípaleikur.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 13:20
Efst á bálkestinum
Hinir vammlausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2009 | 19:00
Ljótt mál - Ekki lokið
Hver hefur ekki lesið fréttir af t.d. frönsku og norsku fólki sem var tekið af lífi þegar þýskir hermenn féllu við eftirlit og aðra daglega kúgun.
Hver man ekki eftir fjöldamorðum Ísraelsmanna á palestínumönnum eftir að ísraelskir hermenn falla á landamæravaktinni.
Bandaríkjamenn eiga eftir að vera lengi að vinna sig út úr þessu.
Unglingi sleppt úr Guantánamóbúðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2009 | 13:22
Búinn að fá bita hjá öllum!
EINHVER heldur í tauminn, ég veit ekki hversvegna ég er að elta skottið á mér!
Ég meig utan í orðspor Íslands og allir hinir hundarnir gerðu það sama.
Ég þurfti ekki að borga fyrir beinin mín.
Enginn má benda á mig.
Beinabanki Íslands átti að krúkka sig fyrir mig.
Voff!
Ég er ekki auðhundur!
Ég fékk 20 milljónir beina á mánuði í 5 ár og ég á ekki eitt bein.
Ég er svangur.
Það þarf að gera eitthvað fyrir þá sem ég lét missa aleiguna, hundakofann, tauminn og auðvitað öll beinin.
Voff!
Hundar heimsins munu naga skinin bein Íslendinga í áratugi
Urrr!
Fengu ekki að flytja hlutabréf í félög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 12:51
Boom Boom Pow er eitt meistaraverka tónlistarsögunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 20:51
Ha!?!?
Fá þeir EKKI að steypa þjóðinni í 1.2 trilljón króna skuld og skjóta peningum undan á leynireikninga á Tortóla fyrir ekki neitt!
Ég er svo aldeilis hissa... Það skyldi þó ekki eiga að fara að taka á þessu máli með því að láta þá ekki borga neitt formlega heldur að borga ekki neitt óformlega með gjaldþroti kennitalna?
Milljarðalán Björgólfsfeðga í innheimtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 17:23
Þar saumaði hann fyrir að ganga í annan flokk...
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 16:50
Kjarnorkuveturinn það besta
Horfið ekki í ljósið! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 12:36
Geri upp Borgaraflokkinn
Ef eitthvað er alveg 100% öruggt, þá er það það, að allt sem Birgitta Jónsdóttir kemur nálægt fer í rjúkandi rúst á mettíma. Vera hennar á listanum er eina ástæðan fyrir að ég kaus þau alls ekki, þótt ég hafi sannarlega vonað að þau myndu sem hópur ná að rísa upp yfir þetta klassíska rugl. Dauðadæmt. Því miður alveg hreint því þau voru ein sýnilegasta afleiðing merkilegustu hreyfingar á Íslandi síðustu 50 ár, þótt þau hafi hvert um sig verið peð í henni.
Þór og Margrét... eru þau lakari? Hef ekki hugmynd, ekki hljómar bréf Margrétar sérlega glæsilega skv. fréttinni. Hinsvegar er það sterka hlið Birgittu að beita fólki fyrir sig með áhrifamiklum hætti og ég væri ekki hissa á að þar lægi hundurinn grafinn. Það væri frábær eiginleiki hjá stjórnmálamanni ef það sem hún fengi fólk til að gera beindi því ekki alltaf þrjú skref nærri glötun.
Og trúið mér - Ég veit hvað ég er að tala um. Löng saga.
Varðandi Þráinn... tja, veit ekki. Hann virðist þó hafa munað hvað fólkið sem kaus hann á sínum tíma vildi varðandi ESB á meðan hin létu snúa sér eins og skopparakringlum af spunameisturum hinna flokkanna. Það er ein hliðin. Á hinn bóginn er hann alltof ósýnilegur og þögull. Ber hann harm sinn í hljóði? Eða er hann þögull vegna þess að hann er alveg ráðþrota? Eða hafi aldrei vitað hvað hann ætti að gera? Erfitt að vita.
Það kom í ljós að þessi hreyfing var dauðadæmd fyrir löngu vegna meinsins í henni, eins og ég vissi og sagði alltaf.
Nú er spurningin hvert meinið flytur sig, hvort nokkur vill taka við því eða hvort það nær að smita fleiri með loforðum um að vera til góðs, hafa bakland og kraft byltingarinnar með sér. Það getur líka verið að BH verði einhverskonar skel sem rúllar áfram í blindni. Þetta er jafn hlægilegt og þetta er sorglegt því eins og ég varaði við fyrir kosningar á heimasíðu fyrsta þingmanns RV suður, þá notar flokksvélin nú þetta hlægilega klúður þeirra til að sýna og sanna að búsáhaldabyltingin var... hvað sem þeim langar til að segja að hún hafi verið. T.d. klúður sem átti ekki rétt á sér. Sem er náttúrulega vitleysa.
Edit: Margrét - Mikið svakalega klúðrarðu þessu. Gerir svo illt verra á heimasíðunni.
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar