Færsluflokkur: Bloggar

Snillingur

Obama og liðið sem stendur á bakvið hann er meðal mestu PR snillinga nokkru sinni. Í þessum harða veruleika sem við búum nú í þar sem allir eru ofan í kokinu á hver öðrum í gegnum fjölmiðlana er meira en að segja það að koma alltaf vel fyrir og hafa réttu svörin.

 

Enn sjaldgæfara er þó að kunna að biðjast afsökunar þegar maður gerir eitthvað rangt eða fer út fyrir valdmörk sín og sýna eindrægni í að breyta rétt hvað sem þrýstihópum eiginhagsmunaseggja líður.

 

Og ENN sjaldgæfara er að slíkur maður leiði stórveldi á borð við Bandaríkin og takist að umkringja sig með viðlíka fólki.

 

Ég er eiginlega alveg bit á því hvað forsetatíð hans fer vel af stað. Gróf mistök má telja á fingrum annarrar handar og eiga jafnvel putta afgangs að því loknu.


mbl.is Obama fundar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arðránslán IMF að segja til sín

Skoðið gengisþróunina á vefsíðunni M5 - Þar sést hvenær gengið hrundi. Hvað gerðist á sama tíma?

Jú - Gengið hrundi um leið og við borguðum afborgunina af láninu frá IMF. Þetta mun eiga sér stað á 3 mánaða fresti. Heimskan er að við erum ekki einusinni með þessa peninga hér - Þeir eru í seðlabanka bandaríkjanna, í dollurum á reikningi SÍ (sem þýðir ekki að þeir SÉU þar í alvörunni). Við erum bara að borga fyrir að hafa þá skráða þar því hinn bandaríski banki reiknar þetta sem innlán - sem þýðir að þeir geta lánað meira út.

 

EINA VITIÐ er að skila láninu algerlega og harka þetta af okkur. Við erum að borga þeim morð fjár á þriggja mánaða fresti fyrir ALLS EKKI NEITT. Burtu með þessa blóðpeninga - Við viljum ekki sjá þá! Þeir munu drepa okkur.


mbl.is Gengisvísitalan yfir 200 stig á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt! Æðislegt!

Mikið voðalega var nú gott að lesa þessa frétt! Maður fær svona hlýja tilfinningu og finnst allt vera fjarlægt og gott og allt hafa tilgang og eiga möguleika.
mbl.is Bruce Willis kvæntur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grandi sverti sjálfan sig! Jóhanna benti aðeins á hið augljósa

Þessi viðkvæmni segir sitt um siðvitund Vilhjálms. Hann á greinilega erfitt með að kyngja því að forsætisráðherra sé með viðskiptasiðferðið í lagi - Gott hjá Jóhönnu, þótt hún hafi aðeins verið að enduróma það sem almenningi fannst er það góðra gjalda vert að taka afstöðu með almenningi gegn siðleysi. Og ef einhver skyldi hafa gleymt því hvað er siðlaust:

 

Það ER siðlaust að knýja fólk til að lækka laun sín með því að hafa í hótunum við að því verði ella sagt upp og borga svo hinum megin við borðið fólki sem vinnur ekki handtak mikinn arð í stað þess að draga saman seglin þar einnig.

 

Vilhjálmur Egilsson dæmir þar með sjálfan sig líka - Verði honum að því.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru sér á báti með vitleysuna...

Hvað hafa bloggarar eiginlega á móti því að þessi kona sé fengin í tiltektina? Þvílík öskrandi vitleysa.

 

Þetta nær ekki nokkurri átt. Maður skilur að fólk sem vill ekki láta koma við kauninn á sér verði ómögulegt, en annað fólk á eitthvað bágt.


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glatað fyrir listamenn

Segi hver það sem hann vill um hvert tónlistin stefnir, mér finnst algerlega glatað að tónlistarmenn sem búa yfir þeim hæfileikum sem Bubbi býr yfir (ok, bjó yfir, myndu sumir segja - læt það liggja milli hluta - hann er alltaf leitandi) fái ekki tekjur af sinni list vegna niðurhals.

 

CD er kannski úrelt form, en aftur á móti þá er rafræn sala og dreifing líka bömmer - Hluti verksins eru umbúðir, textar, listaverk í sjálfu sér. Hvernig væri t.d. Sgt. Pepper í niðurhali eða Led Zeppelin IV ? Það MUNDI vanta eitthvað er það ekki?

 

Einn bloggari við þessa frétt sagði að ungt fólk myndi aldrei kaupa gömlu verkin - Þvílík og önnur eins della.Ég á 5 og 9 ára syni sem syngja Fjöllin Hafa Vakað upp úr næturvaktinni á hverjum degi. Ég mundi telja það miður ef þeir gætu ekki fengið plöturnar þegar þeir yrðu eldri vegna þess að það svarar ekki kostnaði að prenta þær.


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi stal 1000 kr. frá hverju íslensku mannsbarni

Tryggvi er í þeirri fágætu stöðu að hafa persónulega stolið 1000 kr. af hverju íslensku mannsbarni með því að hirða 300 milljón króna kúlulán sem svo var fellt á íslensku þjóðina OG að hafa á sama tíma kostað þjóðina milljónfalda þá upphæð með því að sitja á upplýsingum um tilboð breskra yfirvalda til þeirra íslensku að yfirtaka Icesave!

 

Hvað þurfa sjálfstæðismenn að gera á hlut samborgaranna til að vera ekki launað með þingsæti? Endurtökum þetta aðeins - Spillingarkóninn Tryggvi fékk sitt 300 milljón króna kúlulán afskrifað og fellt á þjóðina, stórgræddi á þessu og hans menn á þingi létu hvern einasta Íslending taka við 1000 kr. skuld á kjaft fyrir hann.

 

Hverskonar sadó/masókistar eru í Sjálfstæðisflokknum? Hvílík illmenni? Því verri sem einstaklingurinn er, því ofar kemst hann á listann! Er Illuggi Gunnarsson etv barnaníðingur eða fjöldamorðingi? Hann hlýtur að vera alveg stórkostlegur glæpamaður fyrst hann rústaði Guðlaugi í nýafstöðnu prófkjöri, en Gulli er svo gjörspilltur einkavinahyglari að það hálfa væri nóg til að láta siðvant fólk sviðna af skömm.

 

Eru inntökuskilyrði í þetta flokksskrípi etv. að svíkja móður sína og geta hlegið innilega að tárum hennar? Eða eru kjósendur sjálfstæðisflokksins bara svona ógeðslega heimskir? Ég er eiginlega farinn að óska þess, því tilhugsunin um svona stóran hluta þjóðarinnar gjörsamlega siðblindan og ekki við bjargandi, vekur með mér fyrirlitningarblandna viðbjóðstilfinningu.


mbl.is Í takt við það sem ég lagði upp með
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Alþingi er orðinn skrípaleikur

Það er einhvernveginn sama hvaða lið stígur á stokk hjá flokkunum í dag, þetta lið er allt einhvernveginn skælt og vitlaust eftir rugl undanfarinna 15 ára a.m.k.

 

Stjórnkerfið er ónýtt og fulltrúarnir orðnir að paródíum. Segi það satt - Mér finnst ég sjá í gegnum yfirborðið á nánast hverjum einasta þingmanni eða tilvonandi þingmanni og mistýnda sauði þar undir, vaðandi í mýrunum allir saman leitandi að slóð.

 

Grátlega hlægilegt einhvernveginn. Ég ber því miður enga virðingu fyrir stofnuninni lengur og mig tekur það sárt - Mér finnst það hreinlega alveg einstaklega leiðinlegt hvað stjórnvöld undanfarinna áratuga eru búnir að eyðileggja stofnunina með hroka, spillingu og samtryggingu.


mbl.is Fann fyrir víðtækum stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Texta þetta strax og út í heim!

Þetta verður mikilvægasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi þar til næsta mynd verður gerð um efnahagshrunið og bestuvinaaðalheimsspekina þar á bakvið.

 

Náin og órjúfanleg bönd liggja á milli græðgis- og hræðsluáróðri stóriðjustefnunnar og efnahagshrunsins. Þar liggja að baki mjög svipaðar kenningar um það hversu langt er eðlilegt að ganga í nafni gróða. Blekkingar og baktjaldamakkk gengur á víxl, það gera börnin sem fyrir þeim er haft!

 

Við höfum verið grátt leikin eins og Steingrímur tók til orða, nú er komið að okkur! Við eigum leik, og það fyrsta sem við gerum er að fletta ofan af öllu saman!


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálaunamaður!

Einn milljarður - Sgarbi hefði þurft að sofa hjá fimmhundruð BMW gellum til að græða jafnmikið á þeim og Bakkavararbræður, Robert Tchenguiz (hvernig sem það er stafsett) og Ólafur í Samskip tóku fyrir að þræða viðskiptavini Kaupþings upp á limina á sér. Þeir eru semsagt 500 sinnum meiri menn en hann og sennilega mun meiri því þeir voru auðvitað búnir að stunda þetta árum saman!

 

Sgarbi er bara nýgræðingur þegar maður spáir í því - Hálfdrættingur! Hálaunamaður! Íslendingar eru sko bestir.

 

Gleðigosarnir frá Íslandi!

 

Sex ár handa honum og núll ár handa okkar mönnum?


mbl.is Gleðigosi dæmdur í sex ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband