Átta í dag, áttatíu á næsta ári, áttahundruð 2012

Íslendingar ættu að setja eitthvert markmið. Kannski dálítið bratt í fyrirsögninni minni, en við ættum að vera metnaðarfull í þessu. Þetta yrði gríðarlegur sparnaður fyrir þjóðarbúið ef þetta kæmist á koppinn.

 

Eini gallinn væri að fyrirmyndarfyritæki eins og Shell, N1 og Olís, sem hafa hag neytenda, sanngirni og sjálfbærni þjóðarbúsins að leiðarljósi myndu fara illa út úr þessu!


mbl.is Auglýsa eftir fólki til að prófa rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Heyr , þú mig Rúnar ! Seg mér , hvenær hefur olíufélögunum ( þ.e.a.s. samráðsfélögunum - hvað varðar verð á olíu og bensíni , en ekki samkeppnisfélögum er skyldi verið hafa ) skipt máli hvað varðar það ER SKIPTIR OKKUR NEYTENDUR MÁLI - HELDUR HVE MARGAR KRÓNUR ÞAU (olíufélögin) GÆTU HAFT AF OKKUR Í GEGN UM ÁRIN ?

  Ég og mínar kvarnir tvær er í höfði mínu búa , hafa ekki orðið varar við annað en það væri það eina sem olíufélögin skipti MÁLI - hvernig hægt væri að ná fleiri krónum af okkur öpunum - sem í apabúri búum - eða ert þú eki einn af þessum neföpum , eins og nefapinn ÉG ?

Hörður B Hjartarson, 20.7.2010 kl. 03:34

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha! Come on maður, sérðu ekki að ég er með íróníu? Eða ert þú kannski líka með glottið í þessu?

Auðvitað hef ég ekki snefil af samúð með samráðsrugludöllunum í olíufélögunum minn ágæti Hörður. Helst vildi ég sjá samgöngur á Íslandi knúnar áfram af innlendri orku, metani og rafmagni og auðvitað sjá þær auðlindir sem það framleiða í almenningseigu sem léti gróða/hagnað af orkuframleiðslunni sig ekki varða. Miklu betra að búa til hagnað á afleiddum iðnaði og störfum heldur en að kyrkja allt athafnalíf með því að halda uppi verði eins og N1, Olís og þeir glæponar hafa gert.

Ef þú spyrð mig, þá lít ég á það sem einn helsta fyrirboða þess sem koma skyldi þegar forstjórar olíufélaganna komust upp með siðleysi og lögbrot um hábjartan dag og fengu nægt rými til að drepa málinu á dreif í fjölmiðlum. Enginn þeirra hefur þurft að gjalda fyrir brot sín er það? Olíufélögin punguðu einhverju út sem þau bættu á bensínverðið jafnharðan. Sjálfstæðisflokkur/Framsókn sáu um sína þar, eða hvað?

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.7.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 60357

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband