Fyrir hvað var hefnt?

Mér finnst alltaf jafn merkilegt þegar fréttir eru fluttar af svona atburðum í Ísrael, eins sorglegir og þeir eru fyrir fólk sem lendir í þeim og ættingja þeirra, að afar sjaldan er hin hliðin sýnd samhliða. Nákvæmlega sömu atburðir í Palestínu - þegar Ísraelar keyra fólk niður á jarðýtum, eyðileggja hús þeirra og aðrar eignir, og ræna það öllu sem það á - Fá ekki umræðu í samræmi við tilefnið. Aðgerðum Palestínumanna í Ísrael er ætíð tekið mun alvarlegar og fluttar ítarlegri og einhliða fréttir af þeim, á meðan apað er upp eftir erlendum fjölmiðlum að morð Ísraela á Palestínumönnum séu "svar við árásum" og að Ísraelski herinn segi að fórnarlömbin hafi verið grunaðir hryðjuverkamenn, jafnvel þegar um börn eða heilu fjölskyldurnar er að ræða.

Ég ætlast til þess af íslenskum fjölmiðlum að þeir sýni meira sjálfstæði en þetta.

Ég ítreka að þetta er sorglegur atburður, en við skulum muna hver er að hernema hvern, og að ef fréttaflutningur ætti að vera í samræmi við atburðina ættum við að heyra tífalt meira af morðum Ísraelsmanna í Palestínu, þ.s. hlutfall fallinna borgara er einn á móti tíu.


mbl.is Fjórir látnir í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 60407

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband