5.12.2008 | 14:09
Rúnni Júl auðgaði tilveru mína - Kveðja
Maður er gríðarlega feginn að hafa kynnst Rúnna Júl og fjölskyldu hans. Fyrir utan sorgina sem ég finn til við að heyra þessi tíðindi, fylgir feginleikur þar fast á eftir - Það munaði svo litlu að ég missti af því að hitta mann sem hagaði lífi sínu nákvæmlega eins og hvern tónlistarmann dreymir um. Og jafnvel gott betur.
Það var fyrir aðeins tveimur árum sem ég hafði samband við nafna minn með því að senda honum geisladisk með þungarokkssveitinni Trassar sem ég stofnaði á unglingsárum með vini mínum Birni Þór. Við höfðum þá nýlega endurreist hávaðavélina með nýjum mannskap og unnið í um ár að plötunni þegar við létum á það reyna að hafa samband við Rúnni Júl. Hann svaraði því til nánast umsvifalaust að gefa okkur út og það varð úr, við gerðum samning, masteruðum plötuna í stúdíóinu hjá honum og hann sá um kostnað við prentun og dreyfingu.
En framangreint er aðeins umgjörðin. Þú þurftir að þekkja manninn, tala við hann, spjalla um rokkið, söguna og rétt og rangt í bransanum til að geta mögulega skilið hvers virði Rúnni Júl var fyrir tónlistina á íslandi. Það var meiri sál í honum en flestum öðrum samanlagt. Maður í jafnvægi, fullur ánægju, og stolti yfir því hvernig hann hagaði lífinu, viðskiptunum og tengslum við sitt fólk. Hann var maður sem gerði fólk eins og okkur einbeitta í að selja nægilega mikið af plötunni því við vildum ekki bregðast honum. Því okkur þótti einfaldlega vænt um hann. Flóknara er það ekki.
Við þekktumst ekki lengi en honum tókst að auðga tilveruna hjá mér, styrkja trú mína á því að tilvera eins góðs manns sé nóg til að afsaka tilveru alls annars.
Lýsandi dæmi um það hversu mikill rokkari karlinn var, þá rifja ég það upp þegar við Bjössi Trassi hitti Rúnna Júl um daginn - Mann sem hafði lagt hundruðir þúsunda, tíma og vinnu í að gefa út plötu sem hann græddi ekkert á sem slíkri, þungarokksplötu en það var tónlistarstefna sem hann hlustaði ekki neitt sérlega á, með hljómsveitarmeðlimum á milli 35 og 43 ára sem eru í þessu meira af innri þörf en að græða á þessu - Hvað haldiði að hafi verið það fyrsta sem Rúnni Júl segir? "Hvernig er það strákar, voruð þið ekki með helling af lögum? Við verðum að drífa í að gefa út aðra plötu!"
Þvílíkur endemis úrvals maður! Heill og hlýr til endaloka.
Um leið og ég samhryggist Maríu og fjölskyldu hans, þá vil ég senda þeim hlýjustu uppörvunarkveðjur og vona að þau leyfi sér sem fyrst að gleðjast yfir góðu lífi sem nú er liðið.
Rúnar Júlíusson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Rúnar Þór Þórarinsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- runarogmaria
- toti1940
- trassinn
- thoragudmanns
- disdis
- jenfo
- hlynurh
- eirag
- lehamzdr
- sibba
- hlini
- kreppan
- maggib
- dofri
- omarragnarsson
- haukurn
- larahanna
- gmaria
- susannasvava
- godaholl
- skodun
- thoragud
- gussi
- robertb
- nanna
- bjarnihardar
- killjoker
- skarfur
- jonb
- jonhalldor
- joik7
- brylli
- gullvagninn
- manisvans
- gullib58
- holmdish
- haugur
- dadihrafnkelsson
- gorgeir
- einaroddur
- ninaos
- raggiraf
- hlf
- svartur
- joihallgrimss
- hoskars
- haddih
- brell
- juliusbearsson
- jgfreemaninternational
- maeglika
- olii
- sumri
- thj41
- graenaloppan
- vilhjalmurarnason
- kikka
- gummi-p
- kvistur
- rosalinda
- siggi-hrellir
- gudborg
- smg
- redaxe
- snjolfur
- reykur
- birgitta
- gattin
- doggpals
- emilkr
- tungirtankar
- ea
- gretarogoskar
- hreinn23
- gbo
- halldojo
- veravakandi
- hildurhelgas
- drum
- daliaa
- fun
- jas
- jonfinnbogason
- jhe
- krilli
- grjonaldo
- snorrima
- sveinnhj
- tara
- vallidjofull
- oddikennari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.