Ég er anti-fíkniefnamaður en...

...hvernig væri nú að hætta að elta ólar við þennan andskotans tittlingaskít sem marijúana/kannabis er? Underground-stemningin í kringum þetta er hálfur vandinn, en það er sama liðið sem er í innflutningi harðari og meira eyðileggjandi efna.

Fremur ætti að taka frekar harðar á því sem er verulega skaðlegt og/eða gerir fólk hættulegt umhverfi sínu. Mæli frekar með því að fólki sé bara í sjálfsvald sett að dunda sér við svona jurtadrasl ef það langar til. Ég hef alltaf verið á móti fíkniefnum, enda fjölmargir af mínum vinum orðið að eyða ótal árum í að hanga á AA fundum og snúa baki við eðlilegri vináttu í nafni edrúmennsku. Reyndar hefur áfengið þar verið í 50% orsakahlutfalli.

En þrátt fyrir það hefur mér ætíð þótt hluti vandans vera að troða öllum fíkniefnum undir sama hattinn. Fólk veit ósköp vel að munur er á þessum efnum. Drögum frekar línurnar einhversstaðar þar sem þær hafa einhvern virkilegan tilgang og möguleiki er að framfylgja þeim.


mbl.is Sex handtekin vegna fíkniefnamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu ekki breyta hjá þér fyrirsögninni?

Nefnilega ef þú ert anti fíkniefnamaður, þá ertu á móti kannabisefnum, ekki satt? Þau eru fíkniefni og þau eru verulega skaðleg.

Eins og þetta lítur út núna hjá þér þá ertu í mótsögn við sjálfan þig.

svenni (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:42

2 identicon

kannabis er ekki meira fíkniefni en kaffi og skaðleg ? ertu ekki að grínast með etta ? notar þú áfeingi eða verkjatoflur ?

það er hægt að misnota allt þýðir ekki að efnið er ávanabindandi , það er einstakslingsbundið hvort maður verði háður "efninu"

var t.d. gott mál hja donum að loka stínu ? allt í fucki þar útaf geingja stríðum

björn (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:54

3 identicon

Kannabis er reyndar minna fíkniefni en kaffi. Þessi orð eru svo misnotuð, fíkniefni, vímuefni og eiturlyf. Fíkniefni og eiturlyf eru venjulega talin þetta ólöglega .. en marijuana flokkast sem hvorugt heldur bara vímugjafi, en þó náttúrulega með sínum áhættum sem eru þó ekki meiri en margt annað sem löglegt er, einsog t.d. tölvuleikjanotkun.

Væri gaman að fá hlutlausa íslenska nefnd vísindamanna til að framkvæma löggildar, óspilltar rannsóknir á kannabis og sjá svo ríkisstjórnina hundsa hana einfaldlega því niðurstöðurnar voru ekki þær sem búist var við.

Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:09

4 Smámynd: doddý

elsku vinir

um 80% þeirra sem leggjast inn á geðdeild vegna þunglyndis hafa neytt kannabisefna. hér er ekki verið að tala um þunglyndi þar sem fólk situr og horfir í gaupnir sér heldur kemur fólk sér ekki heldur á klósettið. þið skuluð ekki tala óábyrgt um alvarlega hluti eins og fíkniefni þegar þið vitið ekkert um málið. fyrir utan það eru kannabisefni ávanabindandi og ávaninn er EKKI persónubundin. ekki þarf að ræða það hvaða áhrif efnin hafa á taugaboð og framleiðslu þeirra.

þú vilt kannski heldur sitja hjá vinum þínum á kleppi en ekki á vogi? kv d

doddý, 1.3.2009 kl. 21:17

5 identicon

kæra doddý,

"þið skuluð ekki tala óábyrgt um alvarlega hluti eins og fíkniefni þegar þið vitið ekkert um málið."

ég hef reykt í 8 ár áður enn ég byrjaði var ég með lystarstol og þunglindi cannabis bjargaði því, og það er víst persónubundið hvort einstaklingurinn verði háður eða ekki, þú getur ekki sagt eithvað svona útíbláin ég er lifandi sönnunargögn þess að cannabis sé ekki hættulegt fyrir þig btw. er að klára markaðsfræði í háskólanum tók mig styttri tíma enn flestir so STFU 

björn (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:44

6 identicon

Þær staðreyndir sem eru úti samfélaginu nú til dags um kannabis eru svo kolrangar. Það sem þið fáið að heyra í forvarnarfræðslu(sem ætti að kalla forvarnarhræðsla) er bölvað rugl að mestu leiti. Sykur er meira ávannabindandi heldur en kannabis. Vísindamenn hafa sannað að það er engin hlutur í heiminum sem hefur jafnmikið notagildi og kannabis. Það er hægt að gera margt annað við það en að reykja það. Til eru um 55.000 mismunandi notkunarmöguleikar á því. T.d. fatnaður, pappír, lyf, reipi og jafvel er hægt að búa til olíu til þess að nota á bílinn þinn. Kannabis var bannað í BNA árið 1937 vegna áróðurs frá lyfjaiðnaðinum og trjáiðnaðinum.

Farið á netið og leitið að sönnum staðreyndum. Flestir sem tala á móti kannabis eru að bulla og þeir vita ekki einu sinni afþví vegna þess að þau vita bara það sem þau fengu að vita í forvarnarfræðslu.

Tomz (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:48

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Já einmitt. Flestir sem ég þekki sem kaupa gras prjóna sér peysur úr því.

Páll Geir Bjarnason, 1.3.2009 kl. 22:54

8 identicon

Páll: Nei, blómin eru ekki notuð til þess. Efnið sem notað er í fatnað, reipi osfrv. eru trefjar plöntunnar og er efnið kallað hampur.

utangarðsmaður (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:42

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hæ öll og þakka svörin - Umræðu er augljóslega þörf um málið.

Svenni: Nei ég breyti alls ekki fyrirsögninni - Ég er anti-fíkniefnamaður upp á eigin spýtur, t.d. í þeim skilningi að hafa tekið ákvörðun um að neyta ekki marijúana eða kannabis og hef staðið við það í þau 35 ár sem ég á að baki. Það er að hluta til vegna þess að ég tók siðferðislega ákvörðun um að styðja ekki glæpastarfsemi sem er beintengd þessu eðli málsins samkvæmt, en einnig vegna þess að ég hef alltaf álitið sjálfan mig of hallan undir það sem mér þykir gaman og gott og ákvað því að taka ekki áhættuna. Þetta er spurning um að þekkja sjálfan sig. Þar fyrir utan kaus ég það út frá heilsufarsástæðum, sama ástæða fyrir því að ég hef aldrei reykt sígarettur heldur nema óbeint auðvitað :) Ég er á móti þessu fyrir mína hönd hinsvegar, en ekki endilega allra annarra. T.d. þótt ég haldi að við værum betur komin án sígaretta, þá er ekki aðeins utan míns verkahrings að banna þær, heldur er slíkt bann alveg gersamlega óframkvæmanlegt og það er ekki síst það sem ber að líta á. Hverju erum við bættari að útmála einhverja unglingskrakka sem glæpamenn bara vegna þess að þeir eru veikir á svellinu um stutt skeið

Björn:  Sæll... hvað ertu eiginlega að tala um kaffi? :) held þú ættir aðeins að zooma út og skoða stöðuna, það er alveg ástæðulaust að vera með æsing í þessu máli. (PS. það er heillavænlegra að vanda betur til við stafsetninguna ef þú vilt að fólk taki þig alvarlega).

Leifur: Ágætis tillaga en slík nefnd vísindamanna er í raun óþarfi því þetta hefur verið framkvæmt um allan heim. En sjálfsagt að fá íslenska nefnd sem þá er hægt annaðhvort að fixa fyrirfram með því að manna hana með fólki frá Vogi og úr lögreglunni eða þá úr hinum endanum frá sjálfstæðum laumureykingamönnum o.s.fr.v. Það sem ég er að segja er að málið er svo rotið og flókið og byggist að svo miklu leyti á trú manna á báða bóga að umræðan verður lengi í tómu tjóni.

Doddý: Og eru þeir þunglyndir vegna kannabisneyslu eða neyta þeir kannabis vegna þunglyndis? Eða eru þessir þættir styrkjandi hvor fyrir annan. Kleppur - Vogur, er þetta ekki sami rúnturinn hjá "þessu fólki" mundu sumir spyrja? Svona atriði heita "circumstantial evidence", það þarf empirískar niðurstöður. Ég er alveg hreint ljómandi vel að mér um þetta Doddý, en ekki bara frá þinni hlið :)

Tomz & Páll: Ég held að ykkar svör endurspegli einna best á hvaða plani þessi umræða er í samfélaginu, þakka ykkur kærlega!

Ég eins og flestir aðrir þekki talsvert af heilafreðnum kannabisreykingamönnum, og töluvert fleiri ofdrykkjusjúklinga. Hinsvegar er tómstundareykingafólk mun fleira - Ágætis fólk sem þetta hefur engin áhrif á til langframa, maður heyrir jú aðeins í þeim sem hafa "frelsast" en síður opinberlega í þeim sem eru að daðra við undirheimana með þessum hætti. Ótal einstaklingar sem engum hefði gagnast að stimpla sem glæpamenn, læsa í steininum eða bendla við alvöru glæpamenn.

Forvarnir: Fyrir mína parta virkaði heilaþvottur áróðursyfirvaldana ágætlega þegar ég var barn. Etv. hafði það afgerandi áhrif? Hinsvegar var árabil sem það hafði ekkert að segja um ákvarðanir mínar að neysla væri ólögleg. Mikilvægi þess samhengis áttaði ég mig ekki á fyrr en síðar og áróður má stunda án þess að hlutir séu ólöglegir. T.d. virkaði áróður gegn drykkju þannig að ég ákvað að drekka ekki fyrr en ég yrði a.m.k. fimmtán ára og stóð við það. Töluverður fjöldi fólks hefur svipaða sögu að segja. En áfram um forvarnirnar: Við erum nú einu sinni þannig gerð genetískt að vera gerð fyrir heilaþvott og blinda trú á unga aldri (náttúruvalið tryggði að börn komust frekar af ef skilyrðislaus hlýðni var þeim í blóð borin). Sumir vaxa reyndar aldrei upp úr því Fyrir mitt leyti er ég orðinn þreyttur á þessum trúarlegu öfgum sem einkenna umræðuna "You´re either With Us or Against Us". Það er engin lausn að læsa fólk inni eða hirða af því eigurnar fyrir að rækta gras.

Mér finnst ég vera ágætlega staddur í þessari umræðu að því leyti að vera ekki hluti af þessum pakka.  Það er hinsvegar stundum eins og að vera trúleysingi - Allir sem trúa einhverju hata þig, en samt ert þú eini maðurinn á svæðinu með viti -->

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.3.2009 kl. 23:43

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég held að svar mitt endurspegli ekki neitt plan. Einföld kaldhæðni til þeirra sem reykja til að verða skakkir og tala svo endlaust um hvað annað er hægt að nota efnið í.

Páll Geir Bjarnason, 1.3.2009 kl. 23:47

11 identicon

Er eitthvað skára að hella í sig heilum vodka pela og fara niðri bæ og lemmja mann og annan. Áfengi veldur meiri usla og dauðsföllum innan samfélagsin heldur en öll eiturlyf til samans. Það er bara búið að rækta það svo í okkur að það sé í lagi að drekka. Í rauninni eru hlutirnair sem eru löglegir sem valda mestum skaða, sígarettur og áfengi.

Tomz (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:08

12 Smámynd: doddý

þið eruð nú meiri mannvitsbrekkurnar, þú þarna með markaðsfræðina sérstaklega hlægilegur.

það hefur aldrei verið nein sönnun um neitt að hægt sé að finna eitthvað um mál líðandi stundar á netinu. ég get fundið "sönnun" þess að jesú lifi í næsta húsi á netinu. - og empírísku niðurstöðurnar getur þú fengið hjá þórarni tyrfingssyni sem er örugglega allur að vilja gerður að hjálpa þér - og góða nótt kv d

doddý, 2.3.2009 kl. 00:08

13 identicon

enn ég sé ástæðu til að æsa mig þegar maður fer á sakaskrá fyrir glæp með eingu fórnarlambi, ja var (er) dáldið æstur útaf það er svo rangt að banna mér svona :) og þetta með kaffið var bara að spurja hvort þú gætir farið út vikuna án kaffibolla þekki fólk sem verður alveg bilað ef það fær ekki kaffi ps er lesblindur og þreittur og pirraður á fólki eins og doddý samt sem áður elska ég alla :)

enn já rekið ip ið mitt og hendið mér í jailið fyrir að reykja í frammtíðinni það er flott 

björn (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:21

14 identicon

Auðvitað er hægt að finna hvaða rugl sem er á netinu. En spurninginn er hvaðan staðreyndirnar koma. Ef að þú myndir taka þér smá tíma til að kanna það þá myndir þú sjá að tugþúsunda vísindamanna, fræðimanna, lögreglumanna, stjórnmálamanna, forseta, lækna, sjúklinga, íþróttamanna og endalaust fleiri tala með kannabis. Það hafa verið gerðar óendalega margar tilraunir með kannabis, en þær eru aldrei viðurkendar opinberlega vegna þess að þær eru ekki á sama máli og stjórnvöld vilja.

Nixon fyrrum Bandaríkja forseti réði á sínum tíma færustu vísindamennina til þess að rannsaka fyrir fullt og allt hversu skaðlegt kannabis væri. Þegar átti loksins að opinbera rannsókninna þá mætti Nixon ekki og samþykkti ekki niðurstöðurnar vegna þess að þær sýndu fram á það að engin líkamlegur skaði er af langtíma reykingum kannabis.

Tomz (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:28

15 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Doddý : "um 80% þeirra sem leggjast inn á geðdeild vegna þunglyndis hafa neytt kannabisefna."

Hve mörg % þeirra sem voru lagðir inn reyktu sígarettur?  Drukku kaffi?  Drukku áfengi?

Ekkert mál að henda fram einhverjum svona prósentum :)  Hvert case er einstaklingsbundið..  Þegar fólk er komið í djúpt þunglyndi eru menn nú líklega til í að prófa ýmislegt..

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 2.3.2009 kl. 00:31

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Björn, hringdu bara í 530 7600. Þá verður allt í lagi.

Páll Geir Bjarnason, 2.3.2009 kl. 00:58

17 identicon

Kannabisræktun fer fram löglega(?) á Íslandi, einmitt til hampgerðar[1]. Kannabisræktun hefur verið að fá hæstu styrkina frá landbúnaðarráðuneyti Danmerkur, á sama tíma og kannabis var útrýmt út úr Kristjaníu.

Enga undanþágu má lesa í reglugerðum um kannabisræktun, þá sem er hér birt í frétt á Vísi.is, og því brot á lögum að mismuna ræktendum. Annaðhvort fá allir að rækta, eða enginn. Svona hræsni ætti ekki að lýðast. (Og ekki koma með nein rök um iðnaðarhamp; í lögum stendur "cannabis" (yfirheitið á bæði cannabis sativa og cannaibs indica, sem báðar má rækta sem iðnaðarhamp).

Lögreglustjórnar, lögfræðingar og aðrir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum, eru farnir að krefjast í meira mæli breytingar á fíkniefnalöggjöfinni þar í landi, svo þess er ekki langt að bíða að sú barátta komi hingað[3]. Reyndar hefur f.v. yfirmaður fíkniefnalögreglunnar haft orð á því, að kannabis ætti að vera löglegt, en honum var vikið úr starfi vegna þeirra ummæla. Einnig hefur einn af hæstaréttadómurum núverandi einnig tekið undir sömu sjónarmið.

Kaliforníuríki er alvarlega að hugsa um að lögleiða kannabis, til að bjarga fjárhagr ríkisins [4][5]. Kannabis hefur engin eitrunaráhrif, líkt og t.d. áfengi, tóbak og amfetamín; dauðsföll vegna kannabisneyslu eru óþekkt í 6.000 ára skráðri sögu plöntunnar.

Kannabis hefur hinsvegar læknisfræðilegt gildi, en vegna þöggunnar hafa t.d. gigtalæknar hér á landi ekki getað bent sjúklingum sínum á það lyf opinberlega, heldur þurfa að pukrast með þær ábendingar sínar. Kannabis er m.a. skráð sem "lyfjavirkt efni" á vef Lyfjastofnunnar.

[1] http://www.visir.is/article/20080922/FRETTIR01/533928941/0/FRONTPAGE

[2] Lög nr. 65/1974: 6. gr. Eftirtalin ávana- og fíkniefni falla undir 1. mgr. 2. gr.: [...], Cannabis (Kannabis, Marihuana, Hass), Cannabis harpix, [...]

[3] http://leap.cc/

[4] http://www.latimes.com/news/local/la-me-pottax24-2009feb24,0,7534269.story

[5] http://www.guardian.co.uk/world/deadlineusa/2009/feb/24/california-marijuana-legalisation-legislation

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:41

18 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ekkert smá skemmtilegur þráður

Skorrdal - Takk fyrir innleggið. Eini staðreyndamaðurinn enn sem komið er í þessum bloggi.

Glatað að reka menn fyrir að tjá skoðanir sínar um þetta mál sem önnur, eins og þú bendir á að hafi verið gert. Alveg fáránlegar öfgar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.3.2009 kl. 02:04

19 identicon

Það sem Björn og Tomz eru að tala um er alveg rétt, og Skorradal veit alveg hvað hann er að tala um......

Cannabis er ekki eiturefni, ekki fíkniefni því það er ekki hægt að vera líkamlega háður því.

Óháðar nefndir lækna hafa oft verið settar upp til að athuga Cannabis. Nixon sá um hina fyrstu en nefndin skilaði því áliti að jurtin sé ekki hættuleg og að hana eigi að leyfa. Það sama var seinna gert í Kanada og niðurstaðan var sú sama. Nú síðast í fyrra skilaði nefnd lækna í Hollandi af sér áliti. Það voru 200 þúsund Evrur í verðlaunafé fyrir hvern þann lækni sem gæti sýnt fram á óháða rannsókn sem sýndi fram á skaðsemi Cannabis. Það gat engin læknir gert.

Menn eins og Þórarinn halda sig samt alltaf við sama gamla bullið sem annað hvort var aldrei sannað eða löngu búið að afsanna. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að Cannabis valdi þunglyndi að einhverju ráði, og því síður geðveiki. Ekki einu sinni 200 þúsund Evrur nægðu til að læknar gætu grafið upp ALVÖRU ÓhÁÐA rannsókn sem sannaði það.

Staðan hefur verið sú að sama hve margar rannsóknir og nefndir sýndu fram á skaðleysi Cannabis, þá hefur umræðan verið ofsalega lengi að breytast vegna áróðurs frá USA. Þetta er að breytast.

Nokkur ríki í USA eru farin að tala um að leyfa þetta. Sameinuðu Þjóðirnar er með stofnum sem sér um "fíkniefni" og hefur nú ráðlagt að aflétta banninu á Cannabis vegna þess að það valdi meiri skaða en gagni.

magus (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 02:07

20 identicon

Ég hef bæði misst vinnu, eftir þriggja ára farsælt starf og húsnæði vegna skoðanna minna. Ég hef verið lagður í einelti af yfirvöldum - lögreglunni - og samskipti mín undir stöðugu eftirliti, án dómsúrskurðar. Það er svo gott að segja að ég sé ofsóknabrjálaður (og kannabisneyslu minni kennt um), því ólöglegar hleranir er ekki hægt að sanna.

Ég hef aðeins einu sinni verið kærður fyrir brot á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni, þegar ég sjálfur gekk inn á lögreglustöð með 2 grömm af grasi í þeim tilgangi einum að vera handtekinn. Þar vildi ég hitta fyrir yfirmann fíkniefnalögreglunnar, en hann var ekki við. Þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglunni pokann með grasinu, var ég beðinn um að koma eftir helgi.

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 02:10

21 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er nóg af "alvöru" rannsóknum sem sýna að kannabis er ávanabindandi. Ef þið leitið þá finnið þið alltaf rannsókn sem stangast á við aðrar rannsóknir. Eðlilega kaupið þið þá skýringu sem fellur að viðhorfum ykkar.  Grípum bara í eina sem kom upp á fyrstu síðu í google þegar slegið er inn "is cannabis addictive"

  • "Is marijuana addictive?
  • No one would argue that marijuana is as addictive as alcohol or cocaine. However, it's wrong to say that it is not at all addictive. More and more studies are finding that marijuana has addictive properties. Both animal and human studies show physical and psychological withdrawal symptoms from marijuana, including irritability, restlessness, insomnia, nausea and intense dreams. Tolerance to marijuana also builds up rapidly. Heavy users need 8 times higher doses to get the same effects as infrequent users.
  • For a small percentage of people who use it, marijuana can be highly addictive. It is estimated that 10% to 14% of users will become heavily dependent. More than 120,000 people in the US seek treatment for marijuana addiction every year. Because the consequences of marijuana use can be subtle and insidious, it is more difficult to recognize signs of addiction. Cultural and societal beliefs that marijuana cannot be addictive make it less likely for people to seek help or to get support for quitting." http://www.brown.edu/Student_Services/Health_Services/Health_Education/atod/marijuana.htm

Páll Geir Bjarnason, 2.3.2009 kl. 22:03

22 identicon

Það er nóg af "alvöru" rannsóknum sem sýna að kannabis er ávanabindandi. Ef þið leitið þá finnið þið alltaf rannsókn sem stangast á við aðrar rannsóknir. Eðlilega kaupið þið þá skýringu sem fellur að viðhorfum ykkar. Grípum bara í eina sem kom upp á fyrstu síðu í google þegar slegið er inn "is cannabis addictive" Páll

Heyrðu Páll! Viltu þá ekki benda á allar þessar alvöru rannsóknir, og sýna fram á að þær séu óháðar og "vísindalega gildar"? Þú talar um alvöru rannsóknir en bendir svo á rannsókn sem þú fannst á "fyrstu síðu Google"!

Ertu búinn að lesa sjálfur rannsóknina? Gagnrýni á hana? Það er búiða að vera reyna benda þér á það að þótt ótal rannsóknir hafi "verið gerðar" sem "áttu" að sýna fram á skaðsemi Cannabis, þá hafa engar slíkar haldið vatni þegar allt kemur til alls. Skilurðu? Þegar kemur að því að óháðir læknar taka sig saman til að athuga þessar rannsóknir, jafnvel heitið háum peningaverðlaunum, þá kemur í ljós að þessar meintu rannsóknir eru drasl sem ekki er hægt að taka mark á!

Veistu muninn á líkamlegri fíkn og andlegri? Hvað er verið að tala um þegar sagt er að ákveðinn hópur manna sé viðkvæmur fyrir Cannabids og geti orðið "háður"? Eina "fíknin" í Cannabis er andleg, og þessi ákveðni hópur manna er fólk sem verður auðveldlega andlega háð efninu...en sama fólk á jafn erfitt með allar fíknir, matarfíkn, sykur, tóbak.........það skiptir engu máli fyrir þetta fólk HVERJU það verður háð, það er viðkvæmt fyrir öllu.

Það eru engin "fráhvörf" vegna Cannabis. Ef þú hættir "stone cold" eftir margar vikur eða jafnvel ár þá finnurðu fyrir því í kannski 2-3 daga, en það eru smávægileg einkenni, ekkert til að tala um. Það verður enginn veikur. Fyrst "fíknin" er andleg þá er aðal trikkið að breyta um umhverfi ef menn vilja hætta. Þetta er ekkert mál!

Það er jafn hlægilegt að tala um meðferð á afvötnunarstofnum vegna Cannabis, og meðferð vegna t.d. kaffi eða gosdrykkja!

Eigum við að opna AA og SÁÁ fyrir "kaffifíkla" og "hamborgarafíkla"? Þórarinn og félagar þyrftu nú að fá MIKLU meiri peninga ef það væri gert........ "bísness" Páll.

magus (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:43

23 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er enginn að tala um hvort kannabis eða marijúana sé ávanabindandi eða ekki, auðvitað er það það - ef ekki líkamlega, þá andlega. Og eins og fólk hefur bent á, þá er það svo um aðra hluti.

Spurningin er víðari. Hversvegna bannar samfélagið neyslu ákveðinna efna eða hegðun þjóðfélagsþegna? Hversu langt er réttlætanlegt að seilast og er þetta eyðileggjandi í sjálfu sér EÐA er þetta eyðileggjandi vegna utanaðkomandi áhrifa. Ég hef ætíð verið þeirrar skoðunar að maríjuana/kannabis reykingar  leiði fyrst og fremst til doða hjá einstaklingnum - En það er hans val, kemur mér ekki við. Hinsvegar kemur það mér við þegar þetta fólk - eins og svo margir í þeirra sporum - Fara í sterkari efni og valda saklausu fólki skaða með ofbeldi eða þjófnuðum.

Spurningin er hinsvegar hversu bein leið liggur úr þessum innhverfu, "friðandi" efnum (sem mér finnst að fólk ætti að gera upp við sjálft sig hvort það neytir) út í harðari efni. Og reyndar er líka spurning hvort rétt sé að neysla þeirra færist óumflýjanlega í aukana og orsaki paranoiu og geðveiki - En það held ég að sé fráleitt þ.s. þá væri þjóðfélagið meira og minna snargeðveikt :)

Áhugavert hvernig þessi umræða fer alltaf úr böndunum - Þakka ykkur sérlega sem eruð málefnaleg. Það þarf að ræða um þetta. Fyrir mína parta vil ég breyta kerfinu í stað þess að krossfesta ungt fólk fyrir að eiga eitthvað smáræði af grasi. Tek þó enn fram að ég stend algerlega fyrir utan þetta, neyti þessa ekki og hef aldrei neytt. Lít bara hlutlaust í kringum mig og sé galla beggja vegna girðinganna þar sem flestir hafa múrað sig inni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.3.2009 kl. 15:46

24 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Rétt að bæta því við að hlutirnir eru ekki sjálkrafa slæmir við það að vera líkamlega eða andlega ávanabindandi. Hver er ekki háður kynlífi - andlegu eða líkamlegu? Það þarf að fara yfir málin og spyrja sig "hversvegna" í tengslum við allt þetta og bera saman mismunandi lausnir. Mönnum er því miður tamt að leysa vandamál stundum með einhverju sem framkallar enn verri vandamál. Sjáum bindindisherferðina á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Það var algert rugl. Erum við í sama pakka núna?

Fyrir mína parta er ég orðinn þreyttur á þessari öfgahyggju sem á að töluverðu leyti rætur að rekja til pólitíkur hér vestan hafs.

mkv. frá USA

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.3.2009 kl. 15:53

25 identicon

Já þessi öfgahyggja á algjörlega rætur sínar að rekja til USA. Þegar það er skoðað hvernig Cannabis hefur verið tekið sérstaklega fyrir og hve fáránlegum upphæðum hefur verið eytt í að reyna sverta plöntuna, þá verður maður að spurja sig "hvers vegna"? Allar þessar stóru "ríkis"rannsóknir hafa alla tíð bent til þess að engin ástæða sé til að banna þetta, plantan er ekki eitruð...etc. Þetta byrjaði með rannsókninni hans Nixon, sem var svo grafin ofan í skúffu því hún sýndi ekki fram á "rétta" niðurstöðu.....

En samt heldur alltaf sami áróðurinn áfram, sama hversu oft þetta bull er afsannað. Ég meina pældu í þeim fáránlegu upphæðum sem ennþá er verið að eyða í "faux" rannsóknir sem EIGA að sanna eitthvað vont uppá plöntuna...ég man ekki hva þetta eru miklir peningar en við erum að tala um tugi og HUNDRUÐI milljarða dollara á síðastliðnum áratugum sem hafa farið í þetta!

En þetta skýrist alltsaman þegar maður kynnir sér söguna á bak við hamp-bannið í USA, og HAGSMUNINA sem þar voru og eru enn að baki. Við erum að tala um fyrirtæki eins og Dupont t.d. sem áttu einkaleyfi á efninu sem er notað til að búa til pappír ú tré. En það er nánast glæpsamlegt að snúast í öllu skógarhögginu til að framleiða pappír því hampurinn er MARGFALT hagkvæmari til þess......

Við þetta bætist svo að úr hampinum má framleiða heilan helling af lyfjum sem væru miklu ódýrari og oft betri en "artificial" lyfin sem eru framleidd samkvæmt einkaleyfum...... Auk þess má búa til matarolíu úr fræjunum sem m.a. innihalda Omega fitusýrurnar...

það er hægt að búa til plast og bensín úr hampi......... Þetta er mesta nytjajurt sem Jörðin á!

Þér finnst kannski að menn eins og ég séu öfgamenn þegar þú sérð þvílíkar fullyrðingar, sem eru svona ofsalega þvert á móti áróðrinum í fjölmiðlunum um hið stórhættulega gras. En staðreyndirnar tala sínu máli. Það er í alvörunni þannig í pottinn búið að þessi planta ógnar bara svo ofsalega miklum peningagróðahagsmunum.

Umræðan um hvort Cannabis sé ávanbindandi er nokkuð mikilvæg, því það er svo mikill áróður í gangi. Jú fólk getur orðið andlega háð cannabis, en það sama má segja um nánast hvað sem er, mat, sykur, kynlíf,sjónvarp,bækur......

En það verður að passa upp á það að andlegri fíkn sé ekki blandað í umræður um "fíkniefni" sem ríkið eigi sérstaklega að banna og stjórna. Þegar við tölum um "fíkniefni" sem þurfi að hafa hömlur á, þá erum við að tala um efni sem gera þig líkamlega háðan efninu, svo sem Nikotín, áfengi, Morfín, kók etc........ Í raun er fullt af efnum svo sem coffín sem eru leyfð en eru samt raunveruleg fíkniefni, á meðan Cannabis er bannað. Þetta er bara hagsmunapot og money sem er að stjórna.

Já ég held að við séum í sama rugl pakka og á Al Capone tímanum. A meðan milljörðum er sóað í að falsa rannsóknir og halda uppi áróðri og lögregluríki, þá hafa forvarnirnar alveg gleymst. Veistu hver er munurinn á cannabis-neyslunni í USA og svo í Hollandi þar sem þetta er löglegt? Nánast enginn, jafnvel pínu minni neysla í Hollandi! Ég er ekki að grínast...og ekki að reyna að ljúga að þér.

Í dag eru nokkur ríki í USA að tala um lögleiðingu, að mis miklu leiti. Í Kanada er líka stór hreifing fyrir lögleiðingu cannabis. Sameinu Þjóðirnar skiluðu frá sér áliti í fyrra að mig minnir þar sem mælt er með því að banninu verði hætt....... Umræðan er fyrir hendi og hefur alltaf verið, það bara vantar að fólk fái að vita af því í fjölmiðlunum!

magus (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:29

26 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

magus: Ég segi hvergi að þetta sé ein af þessum "alvöru" rannsóknum. Einungis að vefurinn sé fullur af rannsóknum sem stangast á og gríp svo niður í eina. Hvergi tala ég um að kannabis sé stórhættulegt og því síður að neyslan drepi fólk, þó vissulega getirðu fengið krabbamein af völdum kannabisreyk. Ég er líka á því að kannabisþvæling eigi ekki að meðhöndla í dóms- og fangelsiskerfinu. Það eina sem ég er að benda á er að kannabis er víst ávanabindandi, líkamlega og andlega. Þú kvartar yfir að ég geti ekki vitnað til alvöru rannsókna, en hvergi vitnar þú til þessarra peningaverðlauna eða þeim kröfum sem þar eru settar upp varðandi hlutleysi og hvers eðlis það hlutleysi er. Skýringin á þessu er ósköp einföld. Menn geta fundið eitthvað að og sett útá nánast allar rannsóknir ef vilji til þess er einbeittur. En þegar öllu er á botninn hvolft, kæri magus, þarf ég engar tilvitnanir, rannsóknir eða kannanir því ég var dagreykingarmaður til fjölda ára og hef margupplifað kannabisfráhvörf. Pirringur, ógleði, svefntruflanir, minnistruflanir, lystarleysi o.s.frv. áttu sér ekki nokkrar andlegar skýringar. Þetta voru einföld líkamleg fráhvörf. Og ég veit fullt um fíkn, hef menntað mig í henni og starfa við meðhöndlun. Mér er nokk sama hvað þér finnst, en það er hvimleitt þegar menn bera svona þvælu fram á Internetinu. Áróður sem bersýnilega borinn fram af tilfinningahita sem er langt frá því að vera eðlilegur. 

Páll Geir Bjarnason, 4.3.2009 kl. 01:15

27 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skorrdal.

Hvar eru allar fréttirnar af dauðsföllum af völdum þunglyndis? Eða Alzheimer? Eða ofdrykkju ef því er að skipta? Dauðsföll af mörgum kvillum eru ekki rakin beint til orsakavaldsins. Ég er viss um að einhver freðinn einstaklingur hefur einhvern tíman keyrt útí skurð og drepist því viðbrögð hans voru brengluð.

Páll Geir Bjarnason, 4.3.2009 kl. 01:18

28 identicon

"Pirringur, ógleði, svefntruflanir, minnistruflanir, lystarleysi o.s.frv."

Alltaf bíð ég eftir að upplifa þetta..

Komin 5 og hálft ár hér, oftar daglega en ekki, á hinsvegar ennþá eftir að upplifa þetta sem ég heyri fólk alltaf lýsa. Bíð spenntur.

Stebbi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:19

29 identicon

Rétt hjá þér Skorradal! ÞAð er alveg ótrúlegt að skoða þessi mál aðeins t.d. bera saman Holland USA....... í sumum tilfellum er neyslan í USA margföld á við Holland t.d. með Kók og Heroin. Samt er fólki talið trú um að reynslan í Hollandi sé slæm, jafnvel að Hollendingar séu á móti sínu fyrirkomulagi....ótrúlegt bull! Áróðurinn er næstum endalaus, þótt reyndar áróðurinn um Cannabis t.d. sé heldur mildari í dag....en samt alltaf til staðar. Það hefur hjálpað "málstaðnum" ofsalega mikið að síðustu ár er búið að enduruppgötva Cannabis sem lyf, og því margir læknar í dag sem vita af þessu, en laumupúkast þó ennþá við að ráðleggja sjúklingum (t.d. MS sjúklingum) að prufa þetta. Mig minnir að fyrrverandi formaður MS-félagsins á Íslandi hafi verið rekinn fyrir nokkrum árum fyrir að benda á þennan lyfjamöguleika....Glæpsamlegt helvíti. En umræðan er að smábreytast....

The Netherlands follows a policy of separating the market for illicit drugs. Cannabis is primarily purchased through coffee shops. Coffee shops offer no or few possibilities for purchasing illicit drugs other than cannabis. Thus The Netherlands achieve a separation of the soft drug market from the hard drugs market - and separation of the 'acceptable risk' drug user from the 'unacceptable risk' drug user.

Source: Abraham, Manja D., University of Amsterdam, Centre for Drug Research, Places of Drug Purchase in The Netherlands (Amsterdam: University of Amsterdam, September 1999), pp. 1-5.

Comparing Important Drug and Violence Indicators

Social Indicator Comparison Year US Netherlands

Lifetime prevalence of marijuana use (ages 12+) 2001 36.9% 1 17.0% 2

Past month prevalence of marijuana use (ages 12+) 2001 5.4% 1 3.0% 2

Lifetime prevalence of heroin use (ages 12+) 2001 1.4% 1 0.4% 2

Incarceration Rate per 100,000 population 2002 701 3 100 4

Per capita spending on criminal justice system (in Euros1998 €379 5 €223 5

Homicide rate per 100,000 population Average 1999-2001 5.56 6 1.51 6

Source: 1: US Department of Health and Human Services (HHS), Substance Abuse and Mental Health Services Administration, National Household Survey on Drug Abuse: Volume I. Summary of National Findings (Washington, DC: HHS, August 2002), p. 109, Table H.1.

2: Trimbos Institute, "Report to the EMCDDA by the Reitox National Focal Point, The Netherlands Drug Situation 2002" (Lisboa, Portugal: European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, Nov. 2002), p. 28, Table 2.1.

3: Walmsley, Roy, "World Prison Population List (fifth edition) (London, England: Research, Development and Statistics Directorate of the Home Office), Dec. 2003, p. 3, Table 2.

4: Walmsley, Roy, "World Prison Population List (fifth edition) (London, England: Research, Development and Statistics Directorate of the Home Office), Dec. 2003, p. 5, Table 4.

5: van Dijk, Frans & Jaap de Waard, "Legal infrastructure of the Netherlands in international perspective: Crime control" (Netherlands: Ministry of Justice, June 2000), p. 9, Table S.13.

6: Barclay, Gordon, Cynthia Tavares, Sally Kenny, Arsalaan Siddique & Emma Wilby, "International comparisons of criminal justice statistics 2001," Issue 12/03 (London, England: Home Office Research, Development & Statistics Directorate, October 2003), p. 10, Table 1.1.

"There were 2.4 drug-related deaths per million inhabitants in the Netherlands in 1995. In France this figure was 9.5, in Germany 20, in Sweden 23.5 and in Spain 27.1. According to the 1995 report of the European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction in Lisbon, the Dutch figures are the lowest in Europe. The Dutch AIDS prevention programme was equally successful. Europe-wide, an average of 39.2% of AIDS victims are intravenous drug-users. In the Netherlands, this percentage is as low as 10.5%."

Source: Netherlands Ministry of Justice, Fact Sheet: Dutch Drugs Policy, (Utrecht: Trimbos Institute, Netherlands Institute of Mental Health and Addiction, 1999), from the Netherlands Justice Ministry website at http://www.minjust.nl:8080/a_beleid/fact/cfact7.htm.

magus (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:40

30 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eitthvað er umræðan að færast á gáfulegra og eðlilegra plan. Þakka ykkur fyrir sveifluna ágæta fólk!

Ánægjulegt að heyra þessa tilvitnun í Þórarinn Tyrfingsson: "Eins og Þórarinn Tyrfingsson komst svo ágætlega að orði: “Við segjum okkur eigin þjóð stríð á hendur ef kljáumst við eiturlyfjavandann með offorsi, segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.” og “Of mikil áhersla er lögð á að meðhöndla fíkniefnavandann sem afbrota- og glæpamál segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi.” [3]"

Þetta er nokkurn veginn það sem mér finnst. Reyndar hef ég megna andúð á hinum sterkar, virkilega (og sannanlega) eyðileggjandi efnum, og held að ekki séu nein rök né ávinningur af því að af-glæpa þau. Nægilegt er að verja einu sumri í Osló og fara um s.k. "Platen" við Oslo Sentralstasjon til að sjá mannfjölda sem enginn vill stuðla að því að myndist í sínu landi.

Segi aftur - Það er kominn tími til að hætta með öfgar og vitleysu í þessum efnum og taka meðvitaða og hlutlæga afstöðu sem þjóð til þess hvað er í raun afsakanleg, eðlilegt og gagnlegt að banna og hvað ætti að meðhöndla eins og áfengisneyslu - Lyfta banni, skattleggja og veita frekar fé í meðferð og forvarnir (til að stuðla að hóflegri neyslu).

Endurtek: Ég er per-definition anti-fíkniefnamaður þ.s. ég neyti þeirra aldrei, en er stuðningsmaður einstaklingsfrelsis innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 14:29

31 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"Ef við afnemum gróðraleiðina, fækkum við glæpum. Það er verið að framleiða glæpamenn í stórum stíl, með lögum sem hafa verið brotin frá upphafi - og munu verða brotin eins lengi og þau verða við líði."

Góður Skorrdal - Tengingin yfir í umræður um samkynhneigð er kannski aðeins á  jaðrinum. Baráttan er algerlega annars eðlis, það eru hinsvegar fordómarnir sem eru sameiginlegir með hvorutveggja. Frelsi til kynhneigðar er  algerlega annar pakki en umræða um vímuefnalöggjöf.

En ég stend samt við það að fyrstu tvær málsgreinarnar þínar eru alveg rock-solid. Mundi leysa margt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2009 kl. 20:45

32 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Við virðumst nú vera sammála um flest hérna, nema hvort neysla framkalli fráhvörf og sé ávanabindandi. Annars er það spurning Skorrdal hvort ekki sé eðlilegt að þú upplifir ekki fráhvörf fyrst þú reykir gramm daglega? Hefurðu prófað að hætta í ca. mánuð og observerað hvernig þér líður?

Páll Geir Bjarnason, 4.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rúnar Þór Þórarinsson

Höfundur

Rúnar Þór Þórarinsson
Rúnar Þór Þórarinsson
Leikjahönnuður m.m.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Búinn að fá bita hjá öllum!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband